Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 28
að slökkva á sjónvarpinu, standa upp úr sófanum og flytja til útlanda.“ Ball á bensínstöð Nákvæmlega það sem svo margar konur á sextugsaldri þrá. Hversu oft heyrir maður ekki jafnöldrur Helgu segja: Oh, hvað mig langar að fara héðan – búa í heitu landi – upplifa ævintýri – en ekkert gerist. Helga ákvað að byrja ferðina í Portúgal en segir að þar hafi ekki verið líft sökum verðlags: „Evran var nú ekki beinlínis að hjálpa til, maður átti ekki fyrir kaffi- bolla og þá spurði Gísli vinur minn: „Af hverju kemurðu ekki bara með mér í Dóminíska lýðveldið og leigir með mér hús?“ Gísli þekkti til þar og ég ákvað bara að taka áskorun- inni. Það fyrsta sem ég spurði um var hvort þar væru kóngulær. Ójá, og það lófastórar! Skræfan ég ákvað samt að taka skrefið, pakkaði í eina ferðatösku og flutti í lítið þorp, Ca- brera, og fór í kóngulóarfóbíumeð- ferð. Þorpið er pínulítið, þrjár götur og ekkert félagslíf fyrir utan böllin sem haldin eru á bensínstöðvum bæjarins og í almenningsgarðin- um.“ Þegar hún sá eldhússkápana í húsinu sem þau leigðu ákvað hún að opna þá aldrei – og stóð við það. Og hvað var það fyrsta sem hún kynnt- ist? Jú, auðvitað lófastór kónguló og konan með fóbíu. Meðan verið var að eitra húsið skellti hún sér á ball á bensínstöðinni með Gísla vini sínum: „Ég má ekki heyra tónlist, þá verð ég að dansa,“ segir hún. „Gísli hafði sagt mér að ég myndi finna kær- asta á ballinu og við höfðum ekki setið lengi við borðið hans þegar þangað kom lögfræðingur staðar- ins, fallegur, þeldökkur maður með dökkbrún augu sem voru eins og svartur „eye-liner“ hefði verið mál- aður í kringum þau. Ég kolféll fyrir honum. En svo sagði hann bara ekki orð, mér fannst hann algjört dauð- yfli og þetta kvöld gerðist akkúrat ekki neitt.“ Það kom nú reyndar til af því að í Dóminíska lýðveldinu gilda allt aðr- ar reglur um samskipti kynjanna en við þekkjum hér á Íslandi og víðar í Evrópu. Karlmaður gengur ekki að konu og býður henni upp í dans eða út að borða. Öll samskipti fara í gegnum þriðja aðila – í tilfelli Helgu í gegnum Gísla. „Þar sem Gísli ,„átti“ borðið sem við sátum við, þurfti lögfræðingur- inn að hafa samband við hann og biðja hann um leyfi til að hitta mig. Eitt leiddi af öðru – og nú erum við hjón!“ segir hún og lítur kímin á Cesar sem vinnur á tölvunni á með- an við tölum saman. Ég þarf að vita hvað Cesari fannst um Helgu þegar hann sá hana í fyrsta sinn og bið hana að túlka: „Mér fannst hún elegant kona og leist vel á hana frá fyrstu stundu,“ segir hann og ljómar. „Heima hjá mér var hún allt önnur kona en hún er hér á Íslandi. Ég verð var við að hún er þekkt hér, margir heilsa henni og tala við hana, en í Cabrera var hún ein af fimm útlendingum, mikil dama,“ segir hann hlýlega og ástin leynir sér ekki í augum hans. Drottningin á staðnum „Ég lifði eins og drottning,“ bætir Helga við brosandi. „Það er margt í menningunni þar sem er gríðarlega ólíkt því sem við eigum að venjast. Til dæmis býr enginn einn í húsi eða íbúð. Hvort það er hjátrú eða hvað veit ég ekki, en þannig er það. Fólk kemur heldur ekki að húsinu manns nema að hafa fengið leyfi, og fyrst hélt ég að fólkið þarna væri svona latt að það sæti bara í bílunum og kallaði og flautaði, en þarna má sem sagt skjóta þann sem kemur óboð- inn að dyrum. Allir gluggar eru með rimlum. Ég fékk heimsendan mat í hádeginu og lifði sældarlífi.“ Þetta er nú ekki rómantíska við- talið sem ég ætlaði að taka svo að ég beini orðum mínum aftur að ástinni: „Ég man að fyrst þegar ég sá Cesar hugsaði ég með mér að það væri nú ekki amalegt að færa son- um mínum þeldökkan stjúpa – en það var nú meira í gamni en alvöru. Sannleikurinn er þó sá að ég varð yfir mig ástfangin af Cesari og ég bað hans skömmu eftir að við kynntumst. Það gekk nú ekki upp í þeirri atrennu – ýmislegt var okkur til trafala – einkum kannski tungu- málið því að ég talaði ekki spænsku þá og hann ekki ensku. Svo kom ég heim til Íslands í maí til að ganga frá ýmsum hlutum – og þá sendi hann mér bónorð sem ég tók að sjálfsögðu.“ Tungumálið var ástin Hún segir að sér hafi að mörgu leyti fundist óþægilegt að vera útlend- ingur í þorpinu því hún hafi fljótt fundið að hún yrði aldrei annað en gestkomandi: „Ég var rukkuð þrefalt fyrir hár- greiðslu og gallabuxurnar sem ég keypti mér,“ segir hún. „Þarna var ég gestur og vissi að ég yrði alltaf útlendingur í þeirra heimalandi. Dóminíska lýðveldið er auðvitað þriðji heimurinn og ekkert sem við eigum sameiginlegt með þeim. Samband okkar Cesars gekk eins brösuglega og sambönd geta geng- ið í upphafi – eðlilega, þar sem við töluðum ekki sama tungumál, en ástin batt okkur saman,“ segir hún og hlær. „Það var líka svolítið erfitt fyrir Cesar að vera með hvítri konu, því það þykir lottóvinningur þarna að ná sér í hvíta konu og þeir sem það gera eru kallaðir Sanky Panky. Cesar þurfti hins vegar ekkert á því að halda að komast úr landi. Hann var í góðri stöðu sem lögfræðingur þorpsins, þetta er heimaland hans sem honum líður vel í, en hann var alveg tilbúinn að koma með mér að skoða heiminn.“ Helga byrjaði að senda pistla til vina og vandamanna á Íslandi og þegar hún fékk góð viðbrögð við þeim hugsaði hún með sér að kannski hefðu fleiri gaman af að lesa um lífið í þorpinu. „Þá ákvað ég að í stað þess að leigja sal og kaupa snittur þegar ég yrði sextug, skyldi ég gifta mig og skrifa bók. Ég lauk við bókarskrifin síðasta kvöldið sem ég var 59 ára og þess vegna heitir bókin „Loksins sexbomba á sextugsaldri“! Dansað á rauðum skóm í rauðum kjól Og brúðkaupið tókst með litlum og stórum kraftaverkum eins og hún orðar það. Tók tímana tvo og meira til; hún þurfti að kæra úr- skurð Útlendingaeftirlitsins til að framlengja dvöl Cesars á Íslandi, fékk synjun og því lá á að komast inn til sýslumanns mánudaginn 8. nóvember. „En ég gat náttúrlega ekki gift mig án þess að halda brúðkaups- veislu,“ segir hún kankvís. „Ég var búin að ákveða að gifta mig í rauðum kjól og rauðum skóm. Kjól- inn hafði ég séð sem útstillingu í verslun við Laugaveginn fyrir tíu árum og þá var hann skreyttur með jólaseríu. Ég skransaði á götunni, hljóp inn í búðina og keypti kjólinn. Á fimmtudagskvöldið í síðustu viku fór ég svo í kassana mína að sækja kjólinn. Sem var horfinn! Álfarnir höfðu tekið hann og ég sá enga leið aðra en vafra um Kringluna í leit að skóm í stíl við annan kjól sem ég ætlaði þá að vera í í veislunni. Fann enga skó og hringdi í vinkonu mína sem hefur gott samband við álfa og bað hana að biðja þá vinsamlega að skila mér kjólnum. Fór svo aftur í geymsluna og þar – í fyrsta kassa – lá rauði kjóllinn. Veislan var svo haldin í Garðheimum því útgef- endur bókarinnar, Sumarhúsið og garðurinn, er í nánu samstarfi við Garðheima og séra Anna Sigríður Pálsdóttir blessaði sambandið. Ég í rauða kjólnum með þennan fallega og góða mann við hliðina á mér og litla sonardóttir mín og nafna, fjög- urra ára, kom með hringana. Svo stigum við auðvitað dans. Þetta var dásamleg stund og það er ólýsan- legt að upplifa það að verða aftur ástfangin. Ég hélt að sú tilfinning væri horfin með öllu, enda ekki orð- ið ástfangin í áratugi, en það er nú öðru nær.“ Sexbomba á sextugsaldri „Það er dásamlegt að upplifa ástina aftur. Þetta er eins og að fá ung- lingaveikina aftur, maður er ým- ist á bleiku skýi eða barmi tauga- áfalls! En svo þegar maður þorir að treysta, þá verður allt svo dásam- legt. Ég hvet konur á mínum aldri til að fylgja draumum sínum, standa upp úr sófanum og fara út í lífið. Gera það sem þær dreymir um. Það samfagna mér allir og ég held að ég verði bara að fara í hópferð með ís- lenskar konur í Dóminíska lýðveld- ið í janúar. Þar eru konur virtar og það skiptir engu máli hvernig þær eru í laginu! Þar þarf engin að hafa minnimáttarkennd. Ég lærði það mest um sjálfa mig á þessum mán- uðum að ég ber sjálf ábyrgð á minni líðan. Ég hef aldrei átt auðvelt með að vera ein fyrr en þar og lærði að vera ein með sjálfri mér og líða vel. Ég gerði það sem svo margar kon- ur á mínum aldri langar að gera, en þora ekki. Ég er búin að sanna að þetta er hægt, meira að segja að finna ástina og fíla sig sem sex- bombu á sextugsaldri. Hamingjan býr innra með okkur sjálfum. Veistu það, að ég veit núna að ég er bara gangandi ævintýri. Sexbomba á sextugsaldri!” Anna Kristine ritstjórn@frettatiminn.is Ég sá fram á að það væri ekki sniðugt að eiga tvær íbúðir og vera með fyrirtæki og halda í þetta svart- nætti sem var fram undan. Helga og Cesar eru ástfangin upp fyrir haus. Ljósmynd Hari 28 viðtal Helgin 3.-5. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.