Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 42
42 getraunir Helgin 3.-5. desember 2010 Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is Miðvikudaginn 8. desember næstkomandi fer fram málverka- uppboð í Gásum. Forsýning á verkum verður helgina 4.-5. desember í sýningarsal Gása, Ármúla 38, kl. 10-16. Á uppboðinu verða verk eftir Kjarval, Kristján Davíðsson, Pétur Gaut, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason, Tolla, Tryggva Ólafsson, Þorvald Skúlason o.fl. Verið velkomin. MÁLVERKA UPPBOÐ Miðvikudaginn 8. desember | kl. 18.30 Uppboðs verkin má skoð a á gasar.is Tryggvi Ólafsson Kyrra H öfundur spurninga, Dr. Gunni, var mættur til að halda utan um keppnina. Eins og í fyrra Popppunkts-spilinu, sem kom út 2004 og hefur verið ófáanlegt lengi, velja keppendur „peð“ úr hópi íslenskra poppara. Andri Freyr velur að sjálfsögðu Bjartmar fyrir sig og Gunnu Dís enda er hann einn aðalmaðurinn í aðdáendaklúbbi Bjartmars. Tobba og Kalli eru helst á því að keppa sem Haffi Haff, en koma þá auga á Gylfa Ægisson og velja hann umsvifalaust. „Bjartmar og Gylfi … uss … þetta verður eitt- hvað rosalegt,“ segja keppendur og súpa hveljur. Pabbi Lay Low Bjartmar fer úr bílskúrnum, byrjunarreitnum, og á hraðaspurningareit. Bjartmar fær 30 sek- úndur (Gylfi stjórnar stundaglasinu) til að svara eins mörgum spurningum og hann getur. Hann stendur sig mjög vel, fær fimm rétta og færist því fram um fimm reiti. Meðal annars veit Gunna Dís að pabbi Lay Low er frá Srí Lanka og Andri veit að Doolittle er plata með The Pixies. Tobba kem- ur líka sterk inn og svarar því að Tatu hafi keppt fyrir Rússa í Eurovision 2003. Hún átti náttúrlega ekkert að svara og afsakar sig í bak og fyrir. „Takk fyrir að hjálpa okkur, Tobba!“ segir Gunna Dís. Nú fá Tobba og Kalli tækifæri í hraðaspurning- unum. Þeim gengur ljómandi vel, fá fjögur stig, meðal annars fyrir að vita að Spilverk þjóðanna gerði Á bleikum náttkjólum með Megasi og að A-ha er norsk hljómsveit. Tobba, sem viðurkennir að hún sé rosalega tapsár, er þó strax farin að kvarta yfir því að það sé ekki spurt nógu mikið um Lady GaGa. Einfætta konan Fimm tegundir af spjöldum eru í nýja Popp- punkts-spilinu; hraða-, bjöllu-, valflokka- og vís- bendingaspurningar, auk Popphjólsins. Bjartmar er kominn á valflokkareit og fær spjald þar sem velja má á milli flokkanna „Ísland 1985“ og „Paul McCartney“. Kalli er óánægður með að hafa ekki fengið þetta spjald. „Sko, þarna eru tveir flokkar sem ég hefði alveg verið til í að fá. Ég var á mínum sokkabandsárum 1985,“ segir hann. „Þú ert svo gamall, elskan mín,“ segir Tobba. „Ég var nú bara eins árs 1985.“ „Og ennþá að kúka á þig,“ botnar kærastinn. Andri vill spila varlega. „Tökum bara Paul einn,“ segir hann skjálfandi röddu. „Hvað heita konurnar tvær sem Paul hefur verið giftur, for- nöfnin duga,“ spyr Doktorinn. „Það var náttúrlega Linda og svo var það þarna einfætta … Þú átt að vita þetta, Gunna Dís,“ segir Andri Freyr og blínir á samstarfskonu sína. „Ég veit þetta alveg, ég bara man það ekki,“ segir Gunna Dís reiðilega. Tobba hlær því að hún veit svarið. Bjartmar engist um í smá tíma og gefst loks upp og Gylfi Ægisson stelur stigi fyrir nafnið á „einfættu konunni“ – Heather Mills. „Já, auðvitað!“ segir Gunna og bölvar. Túbulargag Leikurinn heldur áfram og jafnt er á með lið- unum. Bjartmar og Gylfi skiptast á um að vera með forustu. „Það er skrítið að vera að spila þetta án þess að vera að drekka bjór,“ segir Andri Freyr sem seg- ist kunna gamla spilið utan að. Hann lætur skýr- leikann þó ekkert trufla sig og gefur það svar að hljómsveitin Chicago hafi komið frá Manchester. „Ó, kom Chicago frá Chicago?“ segir hann þegar svarið liggur fyrir. „Ég er þá að rugla þessu saman við hljómsveitina America sem kom frá Englandi.“ Gylfi Ægisson lendir á Popphjólinu og þarf að snúa litlu popphjóli sem fylgir spilinu. Þar eru sex möguleikar; martröð (erfið spurning), snuð (auð- veld spurning), bransinn (allt getur gerst), semja lag (gefið er upp nafn á lagi), poppstjarnan (leika þarf poppstjörnu) og poppruglið, sem Gylfi lendir á. Nú þurfa Kalli og Tobba að svara því hvaða íslenska hljómsveit er á bak við þetta stafarugl: TÚBULARGAG Svo stálheppin eru þau að svarið er Baggalútur, staðreynd sem Andri Freyr er ekki ánægður með og kvartar mikið yfir. „Þetta er svindl! Þetta er svindl!“ „Svona svona, við fengum nú bara eitt stig fyrir þetta,“ mótmælir Kalli. Algjör snilld Útvarpsfólkið er mun stressaðra enda heiður þess sem ríkisstarfsmenn í tónlistarþekkingu í veði. Það er því þungu fargi af þeim létt þegar þau vinna að lokum eftir mikla baráttu. Bjartmar sigrar sem sagt Gylfa Ægisson. „Ég er ekkert smá ánægður með að vinna því ég svaf ekkert í nótt út af þessu. Það hefði verið alveg ömurlegt að tapa,“ segir Andri. „Ég skrifa þetta ekki á það að við séum ekki nógu klár heldur vorum við bara óheppin með spurningar, lentum til dæmis nokkrum sinnum á martröð,“ segir Tobba afsakandi. „Við vorum líka dálítið rykug eftir partíhald helgarinnar.“ (Leikurinn fór fram á mánudegi.) „Þetta var samt snautlegt tap,“ viðurkennir Kalli. „Ég hefði sagt af mér sem fjölmiðlamaður ef ég hefði ekki unnið. Þetta var því algjör snilld,“ segir Andri Freyr og gefur Gunnu Dís háa fimmu. Enn meiri Popppunktur – íslenska tónlistarspilið er glænýtt borðspil sem byggist á spurningaþættinum Popppunkti. Í tilefni af því að spilið er komið í búðir fékk Fréttatíminn tvö pör til að prufukeyra það. Glamúrskvísan Tobba Marinós og Karl Sigurðsson, Baggalútur og Besta flokks-borgarfulltrúi, eru kærustupar og kepptu á móti Gunnu Dís og Andra Frey, sem eru útvarpspar og sjá um þáttinn Virkir morgnar á Rás 2. Keppnin var æsispennandi. Tökum bara Paul einn Bjartmar og Gylfi … uss … þetta verður eitt- hvað rosa- legt“ Andri Freyr. Gunna Dís. Karl Sigurðsson. Tobba Marinós. Tobba og Karl „Þú ert svo gamall, elskan mín. Ég var nú bara eins árs 1985.“ Andri Freyr og Gunna Dís „Það er skrítið að vera að spila þetta án þess að vera að drekka bjór.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.