Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 31
Mikil áhersla var lögð á hröð vinnubrögð, skúbb
og eftirfylgni. Yfirlestur var mikill og ég er ekki í
minnsta vafa um að á þessum árum var DV fremst
allra fjölmiðla á Íslandi. Síðar var blaðið dregið í
djúpa dali, fyrst sem hægriöfgablað og síðar sem
misheppnað götublað,“ segir Sigurjón.
Sigurjón segir DV í dag í vanda. „Í blaðinu eru
oft fínar fréttaskýringar en sandkornin draga úr
trúverðugleika. Þau eru oftar en ekki meiðandi
og byggð á ályktunum án þess að fótur sé fyrir því
sem þar stendur. Til að DV takist að rétta hlut sinn
verður að vanda allt efni í blaðið,“ bætir hann við.
Hvað framtíð DV varðar segir Sigurjón hana
óráðna. „Trúverðugleiki er mikilvægur. DV skortir
hann og virðist ekki finna leiðina til að auka trú
lesenda. Í dag nýtur DV klárlega veikrar stöðu
Morgunblaðsins en það er ekki víst að það skjól
vari endalaust. Ég verð að segja það að ég er ekki
sérlega bjartsýnn á framtíð DV. Þar spilar óstöðug
leiki samfélagsins rullu og ekki síður útgefendur
blaðsins.“ „Ég vona,“ segir Sigurjón, „að svartsýni
mín sé ástæðulaus og framtíð DV sé björt.“
Potað í það sem öðrum þótti of illa lyktandi
Mikael Torfason varð ritstjóri ásamt Illuga Jökuls
syni haustið 2003 þegar DV var endurvakið. Hann
segir að DV hafi potað í það sem öðrum þótti of illa
lyktandi. „Þegar vel hefur gengið hefur blaðið haft
dug til að taka vindinn í fangið,“ segir hann.
Mikael dvelst nú erlendis og segist ekkert vita um
DV í dag nema að skipstjórinn, Reynir Traustason,
sé réttur maður á réttum stað til að bjarga fleyinu
og fari pottþétt síðastur frá borði. Um framtíð blaðs
ins segir Mikael að flest stærstu dagblöð veraldar
séu á hausnum og að DV hafi sannarlega fengið að
finna fyrir breyttum veruleika. „Kannski á óþekkt
arangi eins og DV miklu betri tíð fyrir höndum en
hefðbundnari morgunblöð, ég veit það ekki,“ segir
Mikael.
Framtíðin er á netinu
Reynir Traustason, annar núverandi ritstjóra DV,
segir að blaðið og áður forverar þess, Vísir og
Dagblaðið, hafi í gegnum tíðina gegnt forystu
hlutverki í að opna mál sem annars hefðu legið í
þagnargildi. „Blaðið þorir meðan aðrir þegja, var
eitt sinn slagorðið. Það er enn í fullu gildi,“ segir
Reynir. Hann segir blaðið standa vel í dag eftir að
hafa farið gegnum dimma dali allt frá aldamótum.
„Blaðið hefur tapað miklum peningum. Í ár hefur
orðið viðsnúningur og reksturinn er með besta
móti. Við sem vinnum á DV finnum mikla breytingu
á viðhorfi til blaðsins. Sá ímyndarbrestur sem varð
vegna Ísafjarðarmálsins svokallaða er á undan
haldi,“ segir Reynir.
Hann segir að þegar blað hafi lifað í 100 ár sé
ekki ástæða til annars en bjartsýni. „Framtíðin er á
netinu,“ segir Reynir. „DV.is hefur verið með gríðar
lega og vaxandi aðsókn. Gestir á viku slaga nú upp
í 200 þúsund. Framtíðin er óskrifað blað en það er
bjart fram undan.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
8. september 1975,
fyrsta tölublað Dag-
blaðsins kemur út.
Jónas Kristjánsson
ritstjóri og Sveinn
R. Eyjólfsson fram-
kvæmdastjóri með
fyrsta tölublaðið í
prentsmiðju Blaða-
prents. Ljósmynd
Björgvin Pálsson.
Kannski
mun
óþekktar-
angi eins
og DV eiga
miklu betri
tíð fyrir
höndum en
hefðbundn-
ari morgun-
blöð.
Reynir Traustason.
Mikael Torfason.
Sigurjón M. Egilsson.
Óli Björn Kárason.
Ellert B. Schram.
Helgin 3.-5. desember 2010
Lúxus-íspinnar 3 x 120ml
298 kr.
Vanillu ís-stangir 12 x 60ml
398 kr.
Vanillu ístoppar 8 x 120ml
498 kr.
Góður ís á frábæru
verði í Bónus
BÝÐUR BETUR