Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 31

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 31
Mikil áhersla var lögð á hröð vinnubrögð, skúbb og eftirfylgni. Yfirlestur var mikill og ég er ekki í minnsta vafa um að á þessum árum var DV fremst allra fjölmiðla á Íslandi. Síðar var blaðið dregið í djúpa dali, fyrst sem hægriöfgablað og síðar sem misheppnað götublað,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir DV í dag í vanda. „Í blaðinu eru oft fínar fréttaskýringar en sandkornin draga úr trúverðugleika. Þau eru oftar en ekki meiðandi og byggð á ályktunum án þess að fótur sé fyrir því sem þar stendur. Til að DV takist að rétta hlut sinn verður að vanda allt efni í blaðið,“ bætir hann við. Hvað framtíð DV varðar segir Sigurjón hana óráðna. „Trúverðugleiki er mikilvægur. DV skortir hann og virðist ekki finna leiðina til að auka trú lesenda. Í dag nýtur DV klárlega veikrar stöðu Morgunblaðsins en það er ekki víst að það skjól vari endalaust. Ég verð að segja það að ég er ekki sérlega bjartsýnn á framtíð DV. Þar spilar óstöðug­ leiki samfélagsins rullu og ekki síður útgefendur blaðsins.“ „Ég vona,“ segir Sigurjón, „að svartsýni mín sé ástæðulaus og framtíð DV sé björt.“ Potað í það sem öðrum þótti of illa lyktandi Mikael Torfason varð ritstjóri ásamt Illuga Jökuls­ syni haustið 2003 þegar DV var endurvakið. Hann segir að DV hafi potað í það sem öðrum þótti of illa lyktandi. „Þegar vel hefur gengið hefur blaðið haft dug til að taka vindinn í fangið,“ segir hann. Mikael dvelst nú erlendis og segist ekkert vita um DV í dag nema að skipstjórinn, Reynir Traustason, sé réttur maður á réttum stað til að bjarga fleyinu og fari pottþétt síðastur frá borði. Um framtíð blaðs­ ins segir Mikael að flest stærstu dagblöð veraldar séu á hausnum og að DV hafi sannarlega fengið að finna fyrir breyttum veruleika. „Kannski á óþekkt­ arangi eins og DV miklu betri tíð fyrir höndum en hefðbundnari morgunblöð, ég veit það ekki,“ segir Mikael. Framtíðin er á netinu Reynir Traustason, annar núverandi ritstjóra DV, segir að blaðið og áður forverar þess, Vísir og Dagblaðið, hafi í gegnum tíðina gegnt forystu­ hlutverki í að opna mál sem annars hefðu legið í þagnargildi. „Blaðið þorir meðan aðrir þegja, var eitt sinn slagorðið. Það er enn í fullu gildi,“ segir Reynir. Hann segir blaðið standa vel í dag eftir að hafa farið gegnum dimma dali allt frá aldamótum. „Blaðið hefur tapað miklum peningum. Í ár hefur orðið viðsnúningur og reksturinn er með besta móti. Við sem vinnum á DV finnum mikla breytingu á viðhorfi til blaðsins. Sá ímyndarbrestur sem varð vegna Ísafjarðarmálsins svokallaða er á undan­ haldi,“ segir Reynir. Hann segir að þegar blað hafi lifað í 100 ár sé ekki ástæða til annars en bjartsýni. „Framtíðin er á netinu,“ segir Reynir. „DV.is hefur verið með gríðar­ lega og vaxandi aðsókn. Gestir á viku slaga nú upp í 200 þúsund. Framtíðin er óskrifað blað en það er bjart fram undan.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 8. september 1975, fyrsta tölublað Dag- blaðsins kemur út. Jónas Kristjánsson ritstjóri og Sveinn R. Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri með fyrsta tölublaðið í prentsmiðju Blaða- prents. Ljósmynd Björgvin Pálsson. Kannski mun óþekktar- angi eins og DV eiga miklu betri tíð fyrir höndum en hefðbundn- ari morgun- blöð. Reynir Traustason. Mikael Torfason. Sigurjón M. Egilsson. Óli Björn Kárason. Ellert B. Schram. Helgin 3.-5. desember 2010 Lúxus-íspinnar 3 x 120ml 298 kr. Vanillu ís-stangir 12 x 60ml 398 kr. Vanillu ístoppar 8 x 120ml 498 kr. Góður ís á frábæru verði í Bónus BÝÐUR BETUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.