Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 60
60 jólakræsingar Helgin 3.-5. desember 2010
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson
matur@frettatiminn.is
Ilmandi jól í bolla
Fréttatíminn fékk fjóra sælkera til að dæma jólakaffið í ár.
Rúbín Jólakaffi
frá Nýju kaffi
brennslunni
Malað, 500 g
Ummæli dómnefndar:
Mild lykt en flöt. Hálf
karakterlaust og flatt
kaffi, minnir á gulan
Braga hjá ömmu.
Það örlar á möndlum
og negul og jafnvel
lakkrís en eftirbragðið
er í beiskara lagi.
Hátíðarkaffi
frá Te & Kaffi
Kaffibaunir, 500 g
Ummæli dómnefndar:
Pínulítið reykt lykt
með jarðartóni, mold
og tóbaki. Þó ekki
mikil sýra, meira út í
beiskt. Gott kvöldkaffi
með ágætri fyllingu
og votti af dökku
súkkulaði.
Hátíðarkaffi
frá Kaffitári
Kaffibaunir, 500 g
Ummæli dómnefndar:
Lyktar eins og brenndar
smákökur. Klárlega
sætt með ávexti og
súkkulaði. Smá hey- og
birkilykt þegar það
blotnar og mikil sýra.
Mikill karakter í þessu
kaffi og bragð af ljósu
súkkulaði, nánast
mjólkur- eða rjóma-
súkkulaði. Ekta kaffi í
piparkökugerðina eða
með kökum þar sem
sýran sker í gegnum allt
jukkið.
Jólakaffi frá
Te og Kaffi
Kaffibaunir, 500 g:
Ummæli dómnefndar:
Þetta er spennandi
kaffi, mikið krydd í
byrjun og jólalegt.
Lyktar af svörtum
pipar og pínulítið eins
og inni í kartöflu-
geymslu. Þetta er
kryddaður bolli en
samt ekki ágengur.
Smakkast eins og
óristaðar möndlur,
milt og mjúkt, og það
örlar á bláberjum og
súkkulaði.
55%
DómnefnD
75%
DómnefnD
80%
DómnefnD
70%
DómnefnD
Þ að er hefð fyrir því að íslensku kaffifyrirtækin sendi frá sér til hátíðabrigða nýja kaffiblöndu fulla af
jólastemningu ár hvert. Fréttatímanum lék
forvitni á að vita hvernig til tókst og fékk
við það hjálp fjögurra sérfræðinga á hinum
ýmsu sviðum matar og drykkjargerðar. Fólk
með bragðlaukana í lagi sem er vant því að
smakka á hinum ýmsu kræsingum daginn út
og inn. Með hjálp kaffihússins Kaffismiðju
Íslands við Kárastíg var sett upp blindsmökk
un á þeim fjórum tegundum af jólakaffi sem
í boði eru þetta árið. Hver bolli var metinn á
þremur stigum; fyrst þurrt kaffið út frá lykt
af möluðum kaffibaunum, því næst út frá lykt
eftir að heitu vatni hafði verið blandað við
og loks eftir bragði. Hverjum bolla var gefin
einkunn frá einum og upp í tíu.
Gunnar Karl Gíslason er annar eigandi
og yfirkokkur á hinu frábæra nýnorræna
veitingahúsi Dilli í Norræna húsinu. Gunnar
Karl hefur staðið við hlóðirnar í sautján ár á
öllum helstu veitingahúsum Íslands og fleiri
Norðurlanda og er sannkallaður töframaður
í matargerð. Hann er í kokkalandsliðinu sem
nýverið kom heim af heimsmeistaramótinu
í matargerð þar sem Ísland náði frábærum
árangri og lenti í sjöunda sæti.
Gunnar drekkur helst kaffið sitt vel sterkt og
með slettu af mjólk út í.
Eirný Ósk Sigurðardóttir er eigandi ljúf-
metis- og gúmmelaðiverslunarinnar Búrsins
í Nóatúni þar sem hún rekur líka ostaskóla
og er, að eigin sögn, allsherjar matar- og
hráefnisnörd enda veit hún flestallt það um
osta sem vert er að vita. Eirný kom heim
til Íslands fyrir þremur árum eftir sautján
ára dvöl í Skotlandi þar sem hún rak meðal
annars veisluþjónustu og kenndi við kokka-
skóla.
Eirný drekkur helst kaffið sitt með rjóma og
sykri.
Sonja Björk Grant er annar eigandi kaffi-
hússins Kaffismiðju Íslands við Kárastíg sem
opnað var í lok árs 2008. Sonja er húsasmið-
ur að mennt en sneri sér alfarið að kaffi fyrir
mörgum árum og er einn helsti sérfræðingur
Íslendinga í þeim ágæta drykk. Sonja er
alþjóðlegur kaffidómari og fer einu sinni til
tvisvar í mánuði til útlanda í kaffierindum
auk þess sem hún rekur kaffiskóla á milli
þess sem hún ristar, malar og hellir upp á
fyrir viðskiptavini sína á kaffihúsinu.
Sonja drekkur helst espressó og gamla góða
uppáhellinginn.
Valgeir Valgeirsson er lífefnafræðingur
og bruggmeistari í Brugghúsinu Ölvisholti.
Valgeir er með mastersgráðu í bruggun frá
Skotlandi þar sem hann starfaði í litlu brugg-
húsi. Valgeir bruggaði fjórar tegundir af
kaffibjór fyrir kaffibarþjónakeppni Norður-
landanna í fyrra auk þess sem hann hefur
hlotið verðlaun fyrir bjórinn sinn, Lava, sem
einmitt var notaður í kaffidrykkinn Lava
Java.
Valgeir drekkur helst kaffið sitt svart og sterkt.