Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 22
Eiríkur Berg- mann Einarsson Reykjavík, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, fæddur 1969. 1. Ég mun mæta til stjórnlagaþings með opinn hug en myndi vilja ræða þann möguleika að frelsa þingið undan oki framkvæmdavaldsins með því að skilja á milli Alþingis og ríkisstjórnar, til dæmis með því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu og að ráðherrar sitji ekki á þingi. 2. Kosningaþátttakan hefði vissulega mátt vera meiri en þó er hún í samhengi hlutanna sambærileg við álíka kosningar víða erlendis. Stjórnlagaþingið hefur því fullt vægi. Til að tryggja stuðning almennings tel ég rétt að leggja niðurstöður þingsins í dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi. 3. Það væri auðvitað mjög gott en í raun dugir að drjúgur meirihluti nái saman um skýra og sæmilega heildstæða tillögu. 4. Ég er óflokksbundinn en tók á árum áður þátt í starfi Alþýðu- flokksins sem svo rann inn í Sam- fylkinguna. Hef ekki starfað þar eða í öðrum stjórnmálahreyfingum í áraraðir, eða frá því að ég sneri mér alfarið að fræðistörfum. 5. Ég er fyrst og fremst háskóla- kennari og fræðimaður og hyggst snúa aftur að því starfi eftir að þinginu lýkur. Dögg Harðar- dóttir Akureyri, deildarstjóri, fædd 1965. 1. Í lögum um stjórnlagaþing ber þinginu að taka til umfjöllunar átta atriði sem ég tel öll mikilvæg. Umfjöllun um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála tel ég afar mikilvæga og vera meira hitamál en margt annað. 2. Stjórnlagaþinginu ber að sinna þeim störfum sem því eru falin. Á stjórnlagaþingi munu sitja þeir einstaklingar sem hlutu lögbundna kosningu, burtséð frá kosninga- þátttöku. Ég hefði engu að síður viljað sjá mun meiri þátttöku. Hvers vegna hún varð ekki meiri en raun bar vitni er ekki stjórnlagaþings að kanna. 3. Góð samvinna á þinginu og sátt um niðurstöðu er forsenda árangurs þingsins. Það mun einnig verða erfiðara fyrir Alþingi Íslendinga að hunsa niðurstöðu stjórnlagaþings ef þar ríkir eining um niðurstöðu þess. 4. Ég er óflokksbundin. Ég tók þátt í starfi Heimdallar um skamma hríð 1985-1986. 5. Ég tel rétt að taka eitt skref í einu. Ef mér gefst tækifæri í fram- haldi af stjórnlagaþingi þá skoða ég það þegar þar að kemur. Vilhjálmur Þorsteinsson Reykjavík, stjórnarformaður CCP, fæddur 1965. 1. Að hvetja til vandaðri stjórnarhátta með því að skilja betur, og helst alveg, á milli framkvæmdavaldsins (ríkisstjórnar og ráðherra) annars vegar og lög- gjafarvaldsins (Alþingis) hins vegar. 2. Ég tel að dræm kosningaþátt- taka eigi sér ýmsar skýringar, sem margar eru þess eðlis að þær eigi ekki að draga úr vægi þingsins. Alþingi hefur falið stjórnlagaþingi að gera frumvarp að nýrri stjórnar- skrá, þjóðin hefur valið sína fulltrúa og þingið hefur fullt og óskorað umboð til að ljúka verkefninu. 3. Því meiri eindrægni sem verður á þinginu, því betra. Það væri gott fyrir almenna samstöðu meðal þjóðarinnar að fá vandaða málamiðlun frá þinginu sem góð og breið sátt getur skapast um. Ákveðin afmörkuð mál, sem gætu orðið deiluefni, má að ósekju leggja beint undir þjóðina, til dæmis með sérstökum valkostum í atkvæða- greiðslu um stjórnarskrána. 4. Ég er frjálslyndur jafnaðarmaður að lífsskoðun. Ég gekk í Bandalag jafnaðarmanna 1983, fylgdi því eftir inn í Alþýðuflokkinn og síðan Sam- fylkinguna, þar sem ég er skráður og hef verið á framboðslistum, síðast í apríl 2009. 5. Minn áhugi stendur fyrst og fremst til þess að vinna á akri hug- myndanna en ég vona að ný stjórn- skipun, byggð á nýrri stjórnarskrá, geri það meira aðlaðandi fyrir hæft og áhugasamt fólk að taka þátt í stjórnmálum, og þá ekki endilega sem ævistarfi. Þórhildur Þorleifsdóttir Reykjavík, leik- stjóri, fædd 1945. 1. Það er erfitt að nefna eitt mál. Auðlindir í þjóðareign og sjálfbær nýting þeirra og ítarlegri mannréttindakafli fremst væru mín forgangsmál. En ég held að niður- staðan verði að það sé forgangsmál að taka á þeim þáttum sem varða stjórnskipun landsins. 2. Vægi stjórnlagaþings gagnvart þingi og þjóð ræðst af þroska þeirra sem þangað hafa valist. Samstaða og vilji til samvinnu eru lykilatriði. 3. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við. 4. Ég er ekki flokksbundin, en hef verið það, bæði í Samfylkingu og fyrir nokkrum áratugum í Alþýðu- bandalagi. En mestu máli skiptir um mín pólitísku afskipti að hafa tekið þátt í að stofna Kvennafram- boð og Kvennalista og gegna trún- aðarstörfum fyrir þær hreyfingar. 5. Lífið hefur kennt mér að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Pawel Bartos- zek Reykjavík, stærðfræðingur, fæddur 1980. 1. Jöfnun atkvæðavægis og skarpari þrískipting. 2. Stjórnlagaþinginu er ætlað að gera ráðgefandi tillögur um hugsanlegar stjórnarskrárbreyt- ingar. Hærri eða lægri kjörsókn breytir engu þar um, í það minnsta lagalega séð. 3. Það er afar ólíklegt að nokkrar stjórnarskrárbreytingar fari í gegnum Alþingi ef ekki næst sam- staða um þær á stjórnlagaþinginu. 4. Er í Sjálfstæðisflokknum og var í framboði fyrir hann í Reykjavíkur- borg vorið 2010. 5. Já. Erlingur Sig- urðarson Akur- eyri, fyrrverandi forstöðumaður Húss skáldsins á Akureyri og kennari við MA, fæddur 1948. 1. Brýnst er að samstaða takist um að sauma þjóðinni nýja stjórnar- skrá úr nýrri voð með nýju sniði, en vera ekki að bæta mislitum bótum á fúna flík sem aldrei hefur almennilega passað. 2. Um stjórnlagaþing gilda lög sem ekki eru skilyrt á nokkurn hátt. Það er afstaða, hvort heldur menn greiða atkvæði á kjörstað eða með fjarveru. Vægi þingsins er því óbreytt og hlutverk þess afgerandi. 3. Það mun ráða úrslitum um framgang málsins að um það náist samstaða. Stjórnlagaþingið skeri sig þannig frá Alþingi og verði því gott fordæmi. 4. Ég var félagi í Alþýðubanda- laginu 1974-1998 og vann fyrir flokkinn á þeim tíma. Síðan hef ég aðeins tekið þátt í flokkapólitík með leynilegum kosningum. 5. Nei. – Þótt oft sé það gott sem gamlir kveða, er það verðugur svanasöngur að fá að leggja þar gott til sem unnið er að setningu nýrrar stjórnarskrár. Arnfríður Guðmunds- dóttir Kópavogi, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, fædd 1961. 1. Forgangsmál mitt er að í allri vinnu þingsins sé þess gætt að tillit sé tekið til þess margbreytilega hóps sem íslenskt samfélag saman- stendur af. Þess vegna þarf alltaf að hafa í huga að stjórnarskráin á að gæta hagsmuna kvenna og karla, óháð aldri, búsetu, kynþætti, kynhneigð eða hvers þess sem greinir okkur að. 2. Ég hefði auðvitað viljað sjá meiri þátttöku. En í mínum huga er enginn vafi á því að stjórnlagaþing er þing allra landsmanna og því tel ég að dræm kosningaþátt- taka muni ekki hafa áhrif á störf þingsins. Sömuleiðis treysti ég því að kosningaþátttakan muni ekki draga úr áhrifum niðurstöðu þeirrar vinnu. 3. Mjög mikilvægt. 4. Ég hef aldrei verið flokksbundin í stjórnmálaflokki og aldrei tekið þátt í starfi stjórnmálahreyfingar. 5. Ég hef alltaf látið mig varða um pólitísk mál þó að ég hafi aldrei verið flokksbundin. Ég mun án efa halda áfram að taka þátt í pólitískri umræðu og láta mig varða um pólitísk mál eftir þátttöku á stjór- nmálaþingi. 22 stjórnmál Helgin 3.-5. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.