Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 8
66 LÆKNABLADID 2. INNGANGUR 2.1. Sjöundi og áttundi áratugur pessarar ald- ar hafa einkennzt af mjög örri þróun á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu og þá ekki sízt tækniþróun á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofn- unum. Þetta hefur komið fram í vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu almennt, ásamt sívaxandi sérhæfingu og viðbúnaði til lausnar á erfiðum læknisfræði- og tæknivanda- málum. Með aukinni tölvunotkun innan lækn- isfræði svo sem til grunnrannsókna, lækn- isfræðilegrar stjórnunar og þekkingarsöfn- unar, hefur þekkingarforðinn orðið svo gífur- legur, að enginn fær hent reiður á nema litlum hluta hans. Innan læknisfræðinnar hefur þró- azt sérgrein, sem nefna mætti læknisfræðilega gagnatækni (medical informations technique) (1, 2, 3, 4), sem virðist vera nauðsynleg forsenda þess, að nýttur verði einhver hluti þeirrar þekkingar og upplýsingagagna, sem tæknin hefur fært starfsliði heilbrigðisstofnana í hendur. Eftirfarandi ritgerð fjallar um tak- markaða notkun slíkrar upplýsingatækni til rannsóknar á afmörkuðum vandamálum. 2.2. Jafnhliða ofangreindri þróun eða öllu heldur í kjölfar hennar og vaxandi velmegunar almennings verður kostnaður við heilbrigð- isþjónustu og rekstur heilbrigðisstofnana hverju þjóðfélagi þyngri baggi, alveg óháð hagkerfi þess. Nýliðunar- og sérhæfingar- þörfin verður sífellt meira vandamál og eru vart eygjanlegar leiðir til lausnar, ekki einu sinni þar sem iðnþróun er komin lengst. Umræður beinast alls staðar æ meir að því annars vegar, með hvaða ráðum þekkingar- og upplýsingaforði verði skynsamlegar geymd- ur og nýttur fyrir heilbrigðisþjónustuna, en hins vegar hvernig megi nýta og nota á hagkvæmastan hátt þá kosti, sem henni eru gefnir á hverjum tíma. Hér á íslandi höfum við ekki farið varhluta af þessum umræðum, og nauðsynlegur hlut- fallskostnaður okkar af heilbrigðisþjónustu og rekstri heilbrigðisstofnana verður óhjákvæmi- lega hár vegna smæðar þjóðfélags, sem að öðru leyti er háþróað menningarlega og í mjög örri tækniþróun (5, 6, 7). 2.3. Hinn mikli kostnaður, sem leiðir af þróaðri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, veld- ur því, að hagræðing og áætlanagerð hljóta að sitja mjög í fyrirrúmi og vera nauðsynlegar forsendur fyrir skynsamlegum rekstri. Þessi starfsemi þarf að vera skipuleg og grundvöllur slíkra vinnubragða er nothæft upplýsingakerfi (information system) innan heilbrigðisþjón- ustunnar (3, 8). Vegna mergðar upplýsinganna og fjölbreyti- leika þeirra svo og margbreytileika og gildis þeirra ákvarðana, sem taka þarf, verður að beita aðferðum kerfisgreiningar (system ana- lysis) við könnun á upplýsingakerfinu (9, 10, 11, 12, 13). 2.4. Rannsókn sú, sem hér er fjallað um, beinist að kerfishluta innan stærra upplýsinga- kerfis. Þessi hluti myndar í raun eigið upplýs- ingakerfi, og við skipulagningu rannsókna á því og athugun á niðurstöðum og notagildi þeirra hefur á hverju einstöku sviði verið reynt að líta hann þeim augum og nota kerfisgreiningaraðferðir. Nokkrum grundvall- arhugtökum um upplýsingakerfi munu því gerð skil í 3. kafla. 2.5. Á því tímabili, sem grunnur þessarar rannsóknar var lagður, 1966—1973, hafa um- ræður mjög snúist um gagnasöfnun og nýt- ingu, áætlanir og forspár innan heilbrigðiskerf- isins (14, 15, 16, 17, 18, 19, 20). Talsverðar breytingar hafa orðið á almennri afstöðu og kröfugerðum til heilbrigðiskerfisins á þessu tímabili, vegna aukinnar upplýsinga- starfsemi fjölmiðla og sérfróðra aðila um markmið, kostnað og framboð heilbrigðisþjón- ustu. Um það leyti er þessi rannsókn hófst, var óvíða fengin umtalsverð reynsla á tölvuúr- vinnslu skráningargagna röntgendeilda, en mik- ið hefur verið birt um þau efni síðan (10, 11, 21, 22, 23, 24). Á svipaðan hátt hefur umræða innanlands beinzt æ meir að þætti, sem frá upphafi var ein grundvallarhugmynd skrán- ingarkerfis Röntgendeildar Borgarspítalans. Er hér átt við einstaklingsbundið einkennis- kerfi, á grunni fæðingarnúmers, með síðari gagnatengingar innan heilbrigðiskerfisins í huga (18, 20, 25, 26, 27, 28). Þetta rit er þannig einungis einn þáttur í skjalfestingu innlendrar reynslu, með gögnum og upplýsingum um þýðingarmikinn og kostnaðarsaman þátt í heilbrigðisþjónustunni, rekstur röntgenrann- sóknadeildar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.