Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 34
84 LÆKNABLADID 6.11.1. Dæmi um venzlatengd atridisord í röntgen- greiningarlykli (10). 6.12. Greiningarlykill var pví gerður á eftirfar- andi hátt: a) Tekin voru mið af heildarflokkum greining- arlykla A.C.R. og Deutsche Röntgenge- sellschaft (67, 68) og valin út pau atriðisorð úr 1. og 2. stigi, sem sýnt pótti af reynslu og samanburði við eldri lykla (sem um getur í 6.4.), að myndu ná yfir langmestan hluta pess efniviðar, sem bærist til rannsókna. b) Þessum atriðisorðum var síðan raðað í einása (»monoaxial«) skrá, par sem leitazt var við annars vegar að halda saman greiningum, er höfðuðu sérstaklega til sér- stakra líffærakerfa, hins vegar til ákveð- innar tegundar sjúklegra breytinga. c) í samræmi við petta var svo hverju atriðis- orði gefið priggja tölustafa lykilsnúmer. 6.13. A upphaflegu skránni, sem lögð var til grundvallar gagnavinnslunni frá 1. jan. 1967 ásamt rannsóknarlykli, sem lýst var í 6.5., eru 132 atriðisorð í 9 flokkum: 1. flokkur, upphafstala 0, inniheldur auk atriðisorðsins »eðlilegt = 000« sjö orð sem flest höfða til ófullnægjandi skilgreiningar á rannsóknarniðurstöðu, ýmist vegna ófullnægj- andi rannsóknar eða upplýsinga, sbr. atriðis- orðið »sjúklegt, án nánari skilgreiningar = 008«. 2. flokkur, með upphafsstölu 1, höfðar til ýmissa bólgueinkenna, og vísa tvær síðari tölurnar til slíkra breytinga innan ákveðinna líffæra eða kerfa. Dæmi: 100 = lungnabólga, 102 = gollurshúsbólga, 105 = slímhúðarbólga í maga, o.s.frv. Þar eð greiningar í pessum flokki höfða í ríkum mæli til sjúkdóma í öndunarfærum, pótti rétt að láta ýmsa algenga lungnakvilla fylgja honum. 3. flokkur hefur upphafstölu 2. í pessum flokki er safnað greiningum, sem einkum höfða til beina og liða, enn fremur almenn skilgreining á áverka látin fylgja pessum flokki. Þar var ætlunin sú, eins og nánar verður vikið að síðar, að atriðistalan (í pessu tilviki »áverki = 200«), höfðaði aftur til rannsóknar- aðferðar eða svæðis, (sbr. 6.5.). Dæmi: 70.10.200 = Áverki á kvið, lifrarsprunga. í 4. flokki er raðað skráningum, sem beint eða óbeint lýsa vanskapnaði, aflögun eða starfrænni truflun líffæris eða líffærakerfis. Hér er á sama hátt gert ráð fyrir, að greining- artalan höfði til líffæris eða líffærakerfis í sumum tilfellum, en ekki öllum. Dæmi: a) 72.00.312 = Diverticulum oesophagi, b) 75.00.312 = Diverticulosis coli. í 5. flokki með upphafstöluna 4 eru atriðis- orð, er greina ýmsar tegundir æxla, par með talin meinvörp. Atriðisorð pessa flokks höfða ávallt til líffæris, sem skilgreint hefur verið með skráningartölu skv. 6.5. Dæmi: 73.00.402 = Cancer ventriculi, 63.00.403 = Meinvörp í lungum. 6. flokkur, upphafstala 5, höfðar eingöngu til meltingarfæra og parfnast ekki nánari skýr- inga. 7. flokkur, með upphafstölu 6, höfðar til hvers konar sjúkdómsástands, er hefur í för með sér prengingu eða lokun á eðlilegu opi eða leið í líffæri eða líffærakerfi. Hér er gerð allnákvæm sundurliðun í einstakar greiningar innan sjálfs atriðisflokksins, enda pótt í ein- stökum tilvikum sé gert ráð fyrir, að vísað sé til rannsóknarheitis. 8. flokkur, upphafstala 7, er sérstaklega miðaður við sjúkdóma í hjarta og leyfir talsverða sundurliðun í lokugalla, meðfædda galla o.s.frv. 9. flokkur, með upphafstölu 8, inniheldur ýmis atriðisorð, sem flest verða að höfða til líffæris, sem skilgreint hefur verið með skrá- ningartölu rannsóknar. 6.14. Enda pótt leitazt væri við að hafa skilgreiningar skýrar, ótvíræðar og rökréttar (sbr. 4.8.), pá leiðir gagnrýnin skoðun skráning- ar í ljós, að hér eru notuð saman í einum lykli atriðisorð, sem annars vegar geta táknað ákveðinn sjúkdóm og hins vegar lýst meira eða minna ljósu starfrænu sjúkdómsástandi. Dæmi: a) 10.00.201 = Fractura cranii b) 70.20.310 = Splenomegalia.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.