Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 48
94 69,94-95,1983 LÆKNABLADID Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering, Helgi Sigvaldason og Jónas Ragnarsson Fæðingar á íslandi 1972-1981,5. grein: FÓSTURLÁT EFTIR 20 VIKNA MEÐGÖNGU Við undirbúning nýju fæðingaskráningarinnar árið 1971 var tekin ákvörðun um að færa skráningarmark neðar en áður hafði verið, p.e.a.s. að auk fæðinga skyldi einnig skrá öll fósturlát eftir 20 vikna meðgöngu. Á þessum tíma hillti undir nýjar reglur hjá Alpjóða- heilbrigðisstofnuninni um skráningarmörk, p.e. að framvegis skyldi meiri áhersla lögð á pyngd nýbura en tímalengd meðgöngu. Mis- munandi reglur giltu hér um í nágrannalönd- um, en víðast var þó fylgt þeirri reglu, að barn skyldi talið andvana fætt ef það hafði náð 28 vikna meðgöngu en fósturlát fyrir þann tíma. Hins vegar, ef lífsmark var með burði, var talið til fæðingar ef nýburinn náði 600 g þunga en fósturlát undir því þyngdarmarki. Þetta mark var síðar lækkað niður í 500 g hérlendis sem víðast í nágrannalöndum. í leiðbeiningum þeim sem prentaðar eru á bakhlið eyðublaðsins er skýrt tekið fram, að skrá skuli alla burði eftir 20 vikna meðgöngu. Petta var ítrekað í embættisbréfi frá landlækni árið 1971. Tafla 1 sýnir fjölda tilkynninga um fósturlát sem bárust til úrvinnslu árin 1972-1981. Flest ö'll fósturlát eftir 20. viku eru hjá konum sem lagðar eru inn á fæðingastofnanir eða sjúkra- hús og eru allar líkur á því að heimtur hafi verið mjög góðar hvað snertir skráningu þeirra. Eins og tafla 1 ber með sér eru tiltölulega litlar breytingar á milli ára og ef litið er á fimm ára tímabil, 1972-1976 og 1977- 1981, kemur í ljós að tíðnin er nálega hin sama. Alls hafa 114 tilfelli verið skráð þessi tíu ár. Til fróðleiks er í töflu 2 sýndur fjöldi fósturláta hjá konum sem lagðar hafa verið inn á Kvennadeild Landspítalans og önnur sjúkrahús árin 1980 og 1981. í þessum tölum eru talin með fósturlát eftir 20. viku hjá konum sem legið hafa á kvennadeildinni. Þessi tvö ár voru öll framtalin tilfelli í landinu (sbr. töflu 1) innlögð á Kvennadeild Landspítalans eða 13 hvort árið. Tíðni fósturláta er, skv. tölum deildarinnar, mjög stöðug frá ári til árs. Tölur frá sjúkrahúsum öðrum en Landspítalanum hefur Gunnar Herbertsson læknir fundið í gögnum Rannsóknastofu Háskólans (1). Kvennadeildin tekur nú við flestum þeim kon- umáReykjavíkursvæðinusemþurfaásjúkrahús- vist að halda vegna fósturláta. Árin 1980 og 1981 er fjöldi fósturláta 8,9 % miðað við fjölda fæddra, þar af eru einungis 0,3 % eftir 20. vikur. Um tíðni fósturláta í landinu skal vakin athygli á upplýsingum úr Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins (2) sem sýna að nær þriðja hver kona á aldrinum 40-74 ára segist hafa misst fóstur. Þrátt fyrir góðar heimtur á skráningu fjölda tilfella er ekki hægt að segja það sama um ýmsar upplýsingar, sem yfirleitt er farið fram á í fæðingaskráningu. Á sjúkrahúsum eru sjúkra- skrár til staðar, sem hægt verður að safna viðbótarupplýsingum frá hvað snertir kyn fósturs þyngd, lengd o.s.frv. Allur þorri tilfella hefur verið frá Kvennadeild Landspítalans en þaðan eru öll látin fóstur send til Rannsókna- stofu Háskólans. Niðurstöður af krufningum eða öðrum rannsóknum hafa yfirleitt ekki legið fyrir þegar fæðingatilkynning var útfyllt og verður því ekki af eyðublaðinu einu ráðið í helstu ástæður fósturlátsins. í sambandi við rannsóknir á fósturáhættu, sem nú eru mjög í sviðsljósinu á Norðurlönd- um, hefur áhugi vaxið á því að kanna ástæður fyrir fósturlátum, einkum á síðari hluta með- göngunnar, einnig með það í huga að athuga tíðni fósturgalla. Hér er um sérstakt verkefni að ræða, sem felst í því, að leita frumheimilda og finna niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið í hverju einstöku tilviki. Meðalaldur þeirra kvenna sem tilkynningar hafa borist um, reyndist vera 27,5 ár árin 1972- 1976 en 26,6 ár árin 1977-1981. Þessi meðal- aldur er aðeins hærri en hjá konum sem fæddu á sama tíma í landinu (25,5 ár 1977-81). Konur, sem létu fóstri 19 ára og yngri voru 12,3 % sem er nokkru lægra en hlutfallslegur fjöldi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.