Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 36
86 LÆKNABLADID Skráin gefur fjölda sjúklinga og rannsókna og hundraðshlutaskiptingu milli deilda og annarra aðkomustaða. 3) Skrá um vinnuálag. Sérstök forskrift er til að meta vinnuálag, annars vegar á deildina í heild, hins vegar vinnuálag á lækna, vegna hinna ýmsu rannsókna. Þessi skrá er í grundvallaratrið- um hin sama og 2), en deilir vinnuálags »punktum« og hundraðshlutfalli peirra milli deilda og annarra aðkomustaða. 4) Skrá um mismunandi rannsóknir. Petta er talning á hinum ýmsu rannsókna- tegundum, sundurliðuð eftir aðkomu sjúk- linga. Samtímis felst í pessari skrá sund- urliðun eftir kynjum. 5) Skrá um rannsóknir og greiningu. Hér eru rannsóknakódi og greiningakódi tengdir saman. Grunnupplýsingarnar eru einstaklingsbundnar, en koma ekki fram sem slíkar í pessari skýrslugerð. Talningin er í grundvallaratriðum eins upp byggð og í lið 3). 6) Aldursdreifingartöflur. Hér eru tvenns konar töflur: a) 5 ára aldurshópar, eftir kynjum og aðkomu; b) efnivið er skipt í prjá hópa, 0-14, 15-59, og yfir 60 ára, einnig eftir kynjum og aðkomu, en auk pess eftir tegund rann- sókna. 7) Mánaðaruppgjör. Mánaðarlegar talningar eru gerðar með tilliti til tegunda rannsókna, ennfremur álags á einstakar rannsóknastofur, aðkomu sjúklinga og tíma sólarhrings. 8) Verðflokkun. í úrvinnslunni er sérstök forskrift til verð- flokkunar rannsókna í samræmi við ákvarð- anir daggjaldanefndar hverju sinni. í peirri forskrift, sem er pá bæði bundin rann- sóknategund og einstaklingi, eru einnig upplýsingar um búsetu, sem aftur auðveld- ar alla reikningsgerð til einstakra sjúkrasam- laga. 7.2. »Próunarris röntgengreininga á íslandi« Læknablaðið; Ásmundur Brekkan, 1972, 58: 225-237. í pessari yfirlitsgrein um próun röntgenrann- sókna á tímabilinu 1960-1971 eru tölvugeymd- ar upplýsingar notaðar í fyrsta sinni til að meta ákveðna pætti í skiptingu sjúklinga, aðkomu peirra, tegund rannsókna og vinnuá- lag. Ennfremur eru pessar upplýsingar, ásamt sundurliðuðum heildartölum frá öðrum sjúkra- húsum, notaðar til grundvallar forspár um próun og parfir vegna röntgenrannsókna hér- lendis á áttunda og fram á níunda áratug. Enda pótt tölvugeymdar upplýsingar nái aðeins til hluta efniviðarins, sem pessi rannsókn byggir á, gefa pær samt ákveðna vísbendingu við úrvinnsluna og matið. 7.3. »Impact of Demographic Studies on the Planning of X-Ray Departments« (bókarkafli) Ásmundur Brekkan í: »Planning of Radiological Departments« Ed: F. E. Stieve, Thieme, Stuttgart 1974, bls. 52-54. Kynja- og aldursdreifing allra rannsakaðra sjúklinga á Röntgendeild Borgarspítalans 1971 er lögð til grundvallar við gerð á tölulegum og hlutfallssamanburði við íbúa Reykjavíkursvæð- isins, sundurliðað í samskonar 5 ára hópa. Ennfremur eru aldurshóparnir 0-14, 15-59 og eldri en 60 ára skoðaðir með tilliti til aðkomu (vistun; göngudeild; acut). Niðurstöður pessar- ar rannsóknar, sem byggist eingöngu á upp- lýsingainnihaldi tölvugeymslunnar, sýna ótví- rætt hlutfallslega mest álag, bæði í fjölda og pyngd rannsókna vegna sjúklinga eldri en 60 ára. Lögð er áhersla á skoðun aldurs- og álagsdreifingar við skipulag röntgendeilda, ekki síður en annarra pátta heilbrigðispjón- ustunnar. 7.4. »Kannanir á vinnuálagi á Röntgendeild« (bókarkafli) Heilbrigðismál 1, Ásmundur Brekkan (Fylgirit við heilbrigðisskýrslur) Reykjavík, 1979, bls. 77-89. í pessu yfirliti eru vinnsluferlar fyrir tölvu- geymd gögn Röntgendeildar Borgarspítalans tíundaðir og dæmi útskrifta sýnd í afritum og töflum. Sérstaklega er lýst aðferð við að meta vinnuálag, á lækna, á deildir, í heild, og á einstökum vinnustöðum. Vinnuálagspunktar peir, sem notaðir eru, gera pó ekki ráð fyrir »acut« aðkomu né aldri sjúklings, og er pað Ijóður, pegar endanlega skal meta vinnuálag.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.