Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 50
96 69,96,1983 LÆKNABLADID HUGLEIÐINGAR UM TÖLVUNOTKUN Um áramótin 1964-65 komu fyrstu tölvur til landsins, en áður höfðu gatspjaldavélar verið notaðar í liðlega áratug. Á árunum 1964-67 hófst vélvæðing nokkurra skráa með Iæknis- fræðigögnum. í>ar má nefna skrá Leitarstöðv- ar B hjá Krabbameinsfélaginu, Krabbameins- skrána, skrá Röntgendeildar Borgarspítalans og skrá hóprannsóknar Hjartaverndar. Rit Ásmundar Brekkan »Notkun tölvuge- ymdra upplýsinga um starfsemi röntgendeil- da« lýsir tilurð einnar af þessum fyrstu vél- tæku læknisfræðiskrám hér á landi. Verulegur fengur er að lýsingu pessarar brautryðjenda- vinnu, sérstaklega vegna þess að aflað er gagna mjög víða að um fræðilegan grundvöll slíkrar skrásetningar. Pví miður hefur útgáfa þessa viðamikla efnis dregist nokkuð, þar sem það var tekið saman fyrir allmörgum árum. Á þeim tíma hefur tölvutæknin tekið stökkbreytingum, þannig að eðlilegt er, að sú spurning vakni, hvort efni ritsins hafi staðist tímans tönn. Hiklaust má svara þessari spurningu játandi, þótt innbyrðis vægi einstakra áhersluatriða hafi nokkuð bre- yst. Nefna má í því sambandi, að í ritinu er aðaláhersla lögð auðveldun tölfræðiúrvinnslu ásamt uppbyggingu handvirkra gagnasafna. Þróunin hefur hinsvegar leitt til síaukins beins aðgangs að gögnum á tölvutæku formi gegn- um alls staðar nálæga tölvuskjái. Þetta dregur nokkuð úr tíðni aðgangs að handvirkum gag- nasöfnum, þótt eflaust sé enn nokkuð langt þar til allar myndir og önnur gögn verða geymd á tölvutæku formi. Beini aðgangurinn skapar hinsvegar nýja möguleika við hagræð- ingu daglegrar vinnu og auðveldar margs konar vísindalegar athuganir. Þrátt fyrir þessar framfarir stendur fræðilegi grunnurinn óhaggaður. Þar er um að ræða upplýsingafræðina og uppbyggingu lyklakerfa. Hvorttveggja er meðhöndlað ítarlega í ritinu. Ásmundi hefur frá upphafi verið ljós nauðsyn einhlítrar persónuauðkenningar og því valið fæðingarnúmer þjóðskrárinnar, sem kemst næst því að vara einhlítt, þótt því miður eigi sér stað breytingar á því vegna leiðréttinga fólks á fæðingardögum sínum. Þegar litið er til baka í ljósi þeirrar þróunar, sem orðið hefur, hefði sennilega verið heppilegast, að þjóð- skráin hefði innihaldið einhlitt persónunúmer án upplýsingainnihalds, þannig að aldrei þyrfti að breyta því. Slík auðkenning er hinsvegar einungis nytsöm, að hún komi frá þjóðskránni sjálfri og sé almennt notuð, vegna þarfar á tengingu við önnur gagnasöfn. Lyklun upplýsinga er gaumgæfilega meðhöndluð í ritinu, enda liggja margar orsak- ir til mikilvægis hennar. 1 fyrsta lagi þarf að koma skipulagi á efniviðinn. Þetta er aðaltil- gangurinn. í öðru lagi þurfa lyklar að vera auðveldir fyrir þá, sem vinna við daglega skrásetningu. Þá lærast gjarnan algengir lyklar og ministæknileg atriði skipta því máli. Kemur þá í hugann notkun forfeðra okkar á stuðlum og höfuðstöfum, sem var þeirra minn- stækni. Þar sem bókstafir eru nú orðnir jafnauðveldir fyrir tölvur og tölustafir, mætti fara að huga að aukinni notkun bókstafa einmitt vegna minnistækni. í þriðja lagi auð- veldar góð lyklun skipulagningu og forritum úrvinnslugagnanna. í heild ætti rit Ásmundar að geta orðið kveikja að nánari umfjöllun fræðilegra for- sendna þeirrar tölvuvæðingar læknisfræðigag- na, sem yfir stendur og óhjákvæmilega hlýtur að fara vaxandi. Janúar, 1983 Helgi Sigvaldason

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.