Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 21
LÆKNABLADID 75 væru nothæf til gerðar forskrifta og vinnslu- ferla fyrir tölvur. Jafnframt varð þá að gera grundvallarþætti skráninganna þannig úr garði, að þeim mætti hnika til innbyrðis til að notfæra sér fleiri hugsanlega uþþlýsingaþætti en uþphaflega var stefnt að og jafnframt, að þeir mynduðu eðlilega tengla inn á önnur upþlýsingakerfi spítalans eða til annarra hluta heilbrigðisþjónustunnar, er fram liðu stundir (sbr. skipurit 5.7.1). Rétt er því að skilgreina þessa starfsemi sem tilraunir til að beita tölvutækni á skrán- ingu og úrvinnslu þeirra þátta, er telja má, að myndi grunn undir upplýsingakerfi sjúkrahús- deildar, í þessu tilviki röntgenrannsóknar- deildar. Fyrirkomulag tilraunarinnar víkur þó að einu mjög verulegu leyti frá þeim grundvallarskil- yrðum, sem setja bæri fyrir vísindalegt verk- efni af þessu tagi (8, 9): Enda þótt lokaárangur eða niðurstaða yrðu ekki séð fyrir, var það samt frá upphafi tilætlun, að verulegur hluti úrvinnslu yrði strax eða fljótlega, nothæfur við stjórnun og ákvarð- anir í daglegum rekstri, einnig til áætlana- gerða vegna röntgendeildarinnar. Til þess að ekki tapaðist yfirsýn, svo og af kostnaðarsökum, var verkið upphaflega tak- markað við þá tilgangsþætti, sem taldir eru í 5.2. 5.4. Eftirfarandi grundvallarupplýsingar eru taldar nauðsynleg forsenda fyrir því, að full- nægt væri þeim skilyrðum, sem um getur í 5.3.: I. Sjúklingurinn: Aldur, kyn, uppruni (hvað- an sendur) aðkoma (tímapöntun/bráð rannsókn). II. Rannsóknin: Líffærasvæði, líffæri, sérhæf- ing, staðsetning, dagsetning. III. Rannsóknarnidurstaðan: Ástandslýsing, sjúkdómsgreining, framhald rannsóknar/ aðrar upplýsingar. IV. Vinnuáiag: A rannsóknadeild í heild, lækna, einstaka rannsóknarstaði, lengd rannsóknar, tími sólarhrings. Forsendum fyrir skráningu þessara þátta verða gerð frekari skil í undirköflum hér á eftir. 5.5. Tilgangurinn með hönnun kerfisins og ákvörðun þeirra gagna (data), sem þar skyldi skrá, var þannig að fá fram skráningarkerfi, sem fullnægði sem bezt eftirtöldum skilyrðum: 1) að vera einfalt í notkun, 2) að vera áreiðanleg persónueinkenning (identification), 3) að vera nothæft á sjúkrahúsum og röntgen- deildum með mismunandi stærð og um- svifum, 4) að skrásetning á röntgenrannsóknum og niðurstöðum þeirra sé á sem ótvíræðastan og rökréttastan hátt, 5) að rökrétt samband sé milli skráningar- kerfis og skjalageymslukerfis (archives), 6) að auðvelt sé að gera viðauka við kerfið, 7) að það sé auðveldlega tækt til tölvuvinnslu og 8) hagkvæmt og ódýrt í rekstri. Þetta stefnumark var í reynd það sama og Koivisto gerði grein fyrir í riti sínu um samanburðarrannsóknir á skráningarkerfum fyrir röntgenrannsóknir nokkrum árum síðar (22). 5.6. Allt frá fyrstu áratugum röntgenfræðanna var ljós nauðsyn þess, að rannsóknargögnin væru vel einkennd og skjalfest með hliðsjón af geymslu þeirra í skjalasöfnum, til greiningar, til vísindalegrar úrvinnslu og kennslu. Einkenn- ingu sjúklinga (identification) og röðun rann- sóknargagna (arkivering) má haga á ýmsa vegu, og eru þessir kostir helztir: 5.6. 1. Röðun eftir nafni í stafrófsröð, með fæðingardegi sem viðbótaruppiýsingu. Þessi aðferð, sem er algengust og hefðbundnust, er vel nothæf sem einkenning og má auðveldlega raða t.d. sjúkálum og rannsóknargögnum þann- ig, og er sá tími sem fer til leitar (retrieval) þannig raðaðra gagna svipaður og eftir öðrum kerfum (57, 58). Ókostir slíkra röðunar eru hins vegar ýmsir: a) talsvert ber á því, að fólk skipti um nafn. Gildir það jafnt erlendis, þar sem raðað er eftir eftirnafni, og hérlendis, þar sem for- nöfn eru notuð í röðun; skv. upplýsingum frá Hagstofu íslands nema slíkar nafnbreyt- ingar 1-1,5 °/00 árlega (59). b) í stórum skjala- og filmugeymslum verða stærðarhlutföll óhagkvæm milli hinna ein- stöku upphafsstafa. c) Einstaklingseinkenning skv. ofangreindu var a.m.k. um það leyti, sem þessi rannsókn var skipulögð og miðað við þann vélakost, sem þá var aðgengilegur, illa véltæk til gagnaúrvinnslu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.