Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 25
LÆKNABLADID 79 að sumir höfundar áranna 1920-1950 gera ráð fyrir, að beita megi sjálfvirkni og vélaaðstoð við notkun lyklanna. Eftir 1950 er tölvuvinnsla á þessu sviði ýmist á næsta leiti eða orðin staðreynd að einhverju leyti, og gætir þess í kerfisgerðum, sem falla þá flestar mjög að tveim aðalgerðum í uþþbyggingu, sem nánar verður gerð grein fyrir hér á eftir. 6.3. Tilgangur og gildi kerfisbundinnar skrán- ingar rannsóknarniðurstöðu eða röntgengrein- ingar geta verið margþætt: 1) Samantekt rannsóknarniðurstöðunnar í eitt eða fá vel skilgreind atriðisorð. 2) Geymsla skilgreindrar vitneskju í saman- þjöþþuðu og auðveldu formi vegna saman- burðar við síðari rannsóknir. 3) Söfnun, flokkun og geymsla rannsóknar- niðurstaðna vegna kennslu, vísindastarfa eða ýmissa skýrslugerða. Fræðilega eru engir erfiðleikar á að gera lykil yfir allar framkvæmanlegar röntgenrannsókn- ir, ásamt þeirri sérhæfingu, sem þar kynni að koma til greina.' Gallalaus lykill af því tagi yrði að taka tillit til allra hugsanlegra tilvika og myndi verða svo umfangsmikill, að raunhæf not yrðu mjög takmörkuð. Þyrfti því að finna lykil, er væri nothæfur »meðalvegur«, sem krefðist talsverðra tilslak- ana frá fræðilega fullkominni (ideal) lausn. Eins og skýrt verður frá hér á eftir, reyndust þær skorður, sem skráningarkerfi voru settar, með þetta markmið í huga, meira en nægilega rúmar. 6.4. Þegar gert var kerfi skráningar rannsókna og greiningarlykill (diagnostic code) fyrir Röntgendeild Borgarsþítalans á árinu 1965, lágu fremur fáar skjalfestar uþþlýsingar fyrir um gerð og nothæfni slíkra kerfa í sambandi við tölvuvinnslu. Ég þekkti vel skráningarlykla þá, sem notað- ir höfðu verið í Svíþjóð og að einhverju leyti einnig annars staðar á Norðurlöndum um áratugaskeið, og voru byggðir á bókstafs- skammstöfun á nafni rannsóknar og sams konar skammstöfun á tiltölulega fáum grein- ingum og rannsóknarniðurstöðum. Þessir lyklar, sem höfða bæði til rann- sóknarsvæðis og niðurstöðu, henta vel til skráningar og skýrslugerðar um smærri ein- ingar, enn fremur til einkenningar í skjala- geymslu, en eru óhentugir til ýmissa tenginga og virtist mér, að þeir myndu óbreyttir illa henta í vélaunnið skráningarkerfi, þar sem loka- markiðværitölvugeymdirgreiningarlyklarfyrir rannsóknaraðferðir og niðurstöður. Á árunum 1959-1962 hafði ég unnið nokkuð að athugun röntgengreiningarlykla, sem á þáverandi stigi vélaúrvinnslu skýrslugagna og athuganna á tölvugeymdu skráningarkerfi mættu betur henta en bókstafakerfið sænska. Leitin beindist að kerfi, sem gæti sameinað skráningu rannsóknarinnar (líffæri + líffæris- hluti/rannsóknaraðferð), og niðurstöður (lýs- ing/sjúkdómsgreining). Skoðaðir voru lyklar, sem ég gat þá aflað mér gagna um (34, 67, 68). Sú athugun leiddi í ljós, að nánast myndi verða ókleift að sameina þessa þætti alla í rökrétt, skynsamlegt og nothæft kerfi. Niðurstaðan varð samning skráningarkerfis, sem að verulegu leyti tók mið af venzlatengdri (»stigveldislegri«, hierarkiskri) flokkunarað- ferð rannsóknanna, m.a. eftir hugmynd frá Brolin (1965, persónul. uppl.), og með hliðsjón af greiningarlykli American College of Radio- iogists (A.C.R.) (67). Greiningarlyklar til flokkunar mismunandi líffærakerfa, og raunar annarra kerfa geta verið með tvennu móti; annars vegar einfaldur tegunda- eða atriðalisti, þar sem einingum eru gefin nöfn og raðað saman í talnaröð, og hver tala hefur sína skilgreiningu (einása — mono- axial coding). Hins vegar eru þeir lyklar, sem nefna má venzlatengda (hierarchic), þar sem raunverulega er um undirflokkunargreiningu 6.4.1. Dæmi um venzlatengda (hierarkiska) skrán- ingu röntgenrannsókna. (Grunntölur teknar úr »mo- noaxial« kerfi Gould's og Morgan’s (51).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.