Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 4
162 LÆKNABLADID 69, 162-165, 1983 Jón Hilmar Alfreðsson TÆKNIFRJÓVGUN MEÐ FRYSTU GJAFASÆÐI Greinargerð um fyrstu þrjá tugi tilfella Tæknifrjóvgun með gjafasæði (artificial inse- mination by donor, AID) var hafin hér á landi í ársbyrjun 1980 og hefir verið notað fryst sæði. Hér er ætlunin að gera grein fyrir tilhögun pessarar meðferðar og þeim árangri, sem náðst hefur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Alls hafa fjörutíu og tvenn hjón komið til meðferðar, eftir ýtarlega rannsókn á frjósemi beggja og viðtal við þau bæði. Af ýmsum ástæðum hættu fjórar kvennanna í þeirri meðferð, áður en ráðgerðum sex mánaða tíma var lokið (dropouts), sjö eru enn á þessum meðferðartíma, þegar uppgjörið fer fram, 1. október 1982 (open cases), en prjátíu og ein kona hefur lokið meðferð. Getnaður tókst hjá tuttugu og tveimur (tafla 1). Ófrjósemi karla. Ástæðan til AID meðferð- ar (indication) var í öllum tilvikum ólæknan- leg ófrjósemi eiginmanns. Ymist var um að ræða algjöra vöntun á sæðisfrumum (sáð- frumuleysi, aspermia) eða að mikið vantaði á eðlilegan fjölda, hreyfanleika og/eða lögun frumanna (oligo — astheno — teratospermia, OAT). í þessum síðarnefndu tilfellum er ó- gjörningur að meta frjósemishorfur af sæðis- rannsóknum einum og verður því að gera ráð fyrir a.m.k. 3-5 ára barnlausri sambúð, áður en til tæknifrjóvgunar kemur. í töflu 2 er flokkun á meintum orsökum ófrjósemi karla í þeim 42 tilfellum, sem rann- sökuð voru. »Klinefelter syndrome« fannst hjá fjórum þeirra. »Agenesis«, »spermatogenic maturation arrest« og »Sertoli cell only synd- rome« eru einnig afbrigði gallaðrar sæðis- myndunar (secretory aspermia) og voru fimm slík tilfelli greind. Sáðfrumuleysi vegna stíflu (excretory aspermia) fannst hjá þrem og loks eru átta tilfelli talin »idiopathic«, en par er um að ræða »secretory aspermia« án frekari grein- ingar. Náragangseistu (cryptorchidism) höfðu Frá Kvennadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 12/01/1983. Samþykkt til birtingar 14/01/1983. Send í prentsmiðju 02/05/1983. sex. Skert sæðismyndun (OAT) er oft án frekari skýringa, en henni fylgir í sumum tilvikum haull í bláæðum (varicocele) eða aðrir óljósir orsakapættir (orchitis, autoimmunity). Arfgengir sjúkdómar hafa ekki ennpá orðið tilefni til meðferðar hér. Forrannsóknir á konum. ítarleg frjósemis- rannsókn var gerð á öllum konum, áður en meðferð hófst. Raunhitarit (basal temperatu- re) var fært a.m.k. í einn mánuð fyrir og síðan stöðugt meðan á meðferð stóð. Leghálsbreyt- ingar kringum egglos voru metnar að hætti Insler (1) og legbolsslímhúð vefjagreind m.t.t. proska á driftarskeiði. Til pess að kanna eggjaleiðara var gerð kviðspeglun og blásning hjá 28 konum, en hjá þremur, (af 31 sem lokið Table 1. Classification of females Total number of patients..................... 42 Number of drop-outs ............................ 4 Number of open cases ........................... 7 Number of successes............................ 22 Number of failures.............................. 9 Table2. Causes of male sterility Oligo- astheno- Azoo- terato- spermia spermia Congenital Klinefelter (XXY) ................ 4 — Agenesis and spermatogenic maturation arrest............... 4 — Sertoli cell only syndrome ....... 1 — Cryptorchism...................... 3 3 Acquired Excretory (occlusion) ............ 3 — Orchidis ......................... — l Varicocele (op) .................. 1 4 Auto-immunity .................... — l Other causes (»idiopathic«)..... 8 9 All causes 24 18 Total 42

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.