Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 17
LÆKNABLADID 171 aukning er allt tímabilið, að meðaltali um 5,8 % á ári. Fyrsta árið var meðalfjöldi for- skoðana 5,7 en síðasta árið var meðaltalið 9,5 skoðanir. í lok tímabilsins var heildarfjöldi forskoðana 15 púsundum meiri en nær áratug áður. Ekki er verulegur munur á fjölda forskoð- ana eftir aldri mæðra (sjá töflu 3). Pó virðast konur sem eru 40 ára eða eldri fara sjaldnar í skoðun en hinar yngri. Athugun leiðir í ljós að hver mæðraskoðun Tafla 2. Skrádar forskodanir árin 1972-1981. Fjöldi Meðalfjöldi Forskoð- Ár fæðinga forskoðana anir alls 1972 .......... 4570 5,7 26.000 1973 .......... 4494 6,2 27.900 1974 .......... 4186 6,6 27.600 1975 .......... 4270 7,3 31.200 1976 .......... 4236 7,6 32.200 1977 .......... 3922 8,1 31.800 1978 .......... 4077 8,6 35.100 1979 .......... 4431 9,0 39.900 1980 .......... 4486 9,1 40.800 1981 .......... 4312 9,5 41.000 Tafla 3. Fjöldi forskodana eftir aldri mædra, 1972- 1981. Aldur mæðra Meðalfjöldi forskoðana -19 ár 7,8 skoðanir 20-24 ár 8,0 skoðanir 25-29 ár 7,9 skoðanir 30-34 ár 7,7 skoðanir 35-39 ár 7,3 skoðanir 40- ár 6,4 skoðanir tekur að meðaltali um það bil 20 mínútur. Á flestum stöðum eru tveir eða jafnvel fleiri sem skoða. Tekið er tillit til vinnu ritara, rann- sóknarfólks, ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og lækna. Þótt stór hluti skoðana taki aðeins styttri tíma en þetta eru margar aðrar sem taka mun lengri tíma, ekki síst þegar teknar eru með ýmsar rannsóknir (sónar, röntgen o. fl.) sem konur mæta til utan venjulegra mæðra- skoðana. Samkvæmt þessum niðurstöðum má fá nokkurt mat á því hve mikil vinna er lögð í mæðraskoðanir hér á landi. Ef tekið er sem dæmi síðasta árið, 1981, þá fæddu 4312 konur sem skoðaðar voru 9,5 sinnum að meðaltali. Pað þýðir, samkvæmt töflu 2, alls um 41 þúsund mæðraskoðanir. Petta ár hafa mæðra- skoðanir tekið um 14 þúsund klukkustundir. Ef miðað er við 7 stunda nýtingu vinnudags þá hafa skoðanirnar tekið um 2 þúsund daga, eða um 9 starfsár. Aukningin frá 1972 til 1981 nemur því a.m.k. þremur starfsárum. í grein um burðarmálsdauða (Læknablaðið, desember 1982) var sýnt fram á lækkun hans alls staðar í landinu á fyrrnefnda athugunar- tímabilinu. Minnt var á að bætt mæðravernd, sem meðal annars er fólgin í auknum fjölda forskoðana, eigi verulegan þátt í lækkun burðarmálsdauða. Einkum er góð mæðra- vernd talin stuðla að lækkun á fjölda andvana fæddra. Pótt margir aðrir veigamiklir þættir eigi að sjálfsögðu einnig þátt í lækkun burðar- málsdauða er fróðlegt að gera nánari athug- anir á þeim áhrifum sem aukning á mæðra- vernd hefur haft á þessa þróun í landinu. Verða þær niðurstöður birtar síðar í Lækna- blaðinu. í næstu grein verður rætt um fæðingarröð barna (birth order).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.