Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐID 163 hefur meðferð), var einungis stuðst við rönt- gen (HSG). Af pessum hópi voru 20 konur taldar hafa óskerta frjósemi, sjö höfðu starfrænær trufl- anir á egglosum (oligomenorrhoea, corpus luteum insufficiency, late ovulation) og fjórar höfðu líffæraskemmdir í eggjakerfum (afleið- ingar bólgu), en svo vægar, að mátti »lagfæra« við speglunina. Fjórar konur af sjö með egglostruflanir fengu lyfjameðferð (Clomid eitt sér eða með Physex, HCG). Cjafar (donors) og frysting sæðis. Djúpfryst sæði er fengið frá Central — Sædbank í Kaupmannahöfn. Pessi banki annar yfir 20 kvenlækningadeildum í Danmörku, auk nokk- urra í Noregi (2). Gjafar (donors) eru valdir með tilliti til heilsufars og útlits, en einnig frjósemi og frystipols sæðisins, en pað er talsvert mismunandi. Af sjálfboðaliðum eru endanlega aðeins 10-15 % tækir sem gjafar. Sæðið er fryst og geymt í mjóum plaströr- um, stráum, 0,5 ml í fljótandi köfnunarefni við — 196°C, blandað frystivara (cryoprotective medium), en uppistaða hans er glycerol. Geymslu sæðisins annast Blóðbankinn. Kostir pess að nota fryst sæði eru margir. Pað er tiltækt á hvaða (egglos-) tíma sem er, frá gjafa, óskyldum, en pó ekki ólíkum pigg- jendum. Auðvelt er að gæta launungar og hægt að fyrirbyggja smit með ræktun. Pegar ferskt sæði er notað, vinnst ekki tími til pess. í fámenni okkar koma ýmsir pessara kosta sér einkar vel, en par á móti er sá ljóður, að mannssæðið missir verulegan frjósemiskraft við frystingu (3). Aðferðin við tæknifrjóvgun. Aðferðin við tæknifrjóvgun er einföld, en á hinn bóginn er mjög erfitt að tímasetja hana rétt, við eða skömmu fyrir egglos. Pað eykur á pennan vanda, að sumar kvennanna, allt að 30 % (4), verða óreglulegar að pessu leyti eftir að meðferðin hefst, enda pótt pær hafi verið alveg reglulegar áður. Sæðið piðnar á 10-15 mínútum við stofuhita. Vatnsböð hafa ekki gefið betri árangur. Tvær sæðingar eru gerðar við hvert egglos með eins til tveggja sólarhringa millibili. Eitt strá er notað hverju sinni (> 10 milljónir lífvænlegra fruma). Hluta sæðisins er komið upp í legháls- göngin, en mestu utan á leghálsinn (portio). Plastbollar hafa verið notaðir sl. tvö ár til að halda sæðinu að leghálsinum. Þeir eru einnota og fjarlægðir eftir 8-24 klukkustundir. Með bollunum sparast lega eftir aðgerð. NIÐURSTÖÐUR Á tímabilinu 1.2.1980 til 1.10.1982 hefur 31 kona lokið meðferð með tæknifrjóvgun. Með- ferðarmánuðir voru alls 116. Þungun var greind hjá 22, en níu luku sex mánaða til- raunum án pess að getnaður yrði greindur. Árangurinn (overall success rate) er 71 % og að meðaltali purfti 5,2 mánuði fyrir hvern getnað. Eitt fósturlát varð á priðja mánuði, en aðrar meðgöngur hafa til pessa verið eðlilegar. Sautján konur hafa pegar fætt, fjórar eru pungaðar. Fjórtán fæðingar voru eðlilegar, en prjú börn voru tekin með keisaraskurði, (tvö vegna stærðarmisræmis og eitt vegna yfirvofandi köfnunar barns í fæðingu). Lengd meðgangna, frá getnaði talið, var á bilinu frá 250 til 278 dagar, að meðaltali 267 dagar. Sautján börn hafa fæðst og öll talin heil- brigð, nema eitt hafði subluxatio coxae, sem sett var í von Rosen-skinnu. Pyngd barnanna var frá 3000 upp í 4120 g, meðalpyngd 3517 g, meðalpyngd drengja var 3545 g, stúlkna 3485 g. Lengd við fæðingu var 50-55 cm eða að meðaltali 52,1 cm. Drengir voru níu, stúlkur átta (male-to-female sex ratio: 1.1). í samvinnu við Rigshospitalet í Kaupman- nahöfn (prófessor John Philip) hafa nú pegar verið rannsakaðir litningar hjá 12 pessara barna, án pess að nokkuð athugavert hafi fundizt. UMRÆÐA Heildarárangur reyndist vera um 70% og er pá miðað við pær konur, sem lokið hafa sex mánaða meðferð. Árangur annarra er allbreyi- legur, frá 40 til 80 %, enda forsendur mismun- andi. Flestir útiloka pau tilfelli, sem hætta við meðferð innan priggja mánaða og einnig pær konur, sem reynast nánast »infertil«. Það er ekki óalgengt, að frjósemisrannsókn á kon- unum fari fyrst fram eftir 3-6 árangurslausa meðferðarmánuði. Að jafnaði virðist árangur með fersku sæði vera 10-15% betri en með frystu (5). Hér verða rædd nokkur atriði, sem væntan- lega hafa áhrif á árangur meðferðarinnar. Aldursdreifing kvennanna er sýnd á töflu 3, par sem konunum er skipt í prjá aldursflokka. Enda pótt fjöldi tilfella sé ekki mikill, virðist greinileg tilhneiging til versnandi árangurs með vaxandi aldri.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.