Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 11
LÆKNABLADID 167 Notaður var logaljósmælir (Instrumentation Laboratories model 543). Staðlalausnir voru frá Corning. Sýnin voru öll mæld í einni lotu. Fyrir og eftir mælinguna og á nokkurra sýna fresti voru mæld þekkt sermissýni, samtals 12 sinnum. Pessi sýni voru: 1] Precinorm U (Boehringer Mannheim), 2] Precipath U (Boehringer Mannheim), 3] Seronorm (Ny- gárd A/S), 4] eigin sermisblanda (Pool), sem notuð var við gæðamat mælinga á SMA (Technicon). Sýni valin af handahófi, 15 talsins, voru send til mælinga á Landakotsspítala og Borgarspít- ala. Á Landakoti voru sýni mæld með Eppen- dorf logaljósmæli eftir handpynningu, á Borg- arspítala með Zeiss FL 6 Iogaljósmæli. Á Borgarspítala var einnig notaður ASTRA-8 (Beckman), sem hefur jón-sérhæfð skaut (ion specific electrodes, ISE). Enginn munur var á natríummælingum pessara tveggja tækja, en marktækur munur var á kalíummælingum, ASTRA tækið mældi 0.073 mmol/1 hærra en Zeeiss FL 6. Niðurstöður frá Zeiss FL 6 eru notaðar í pessari grein. Blóðrauði, hematókrít, hvít og rauð blóð- korn voru mæld hjá öllum pátttakendum og voru innan marka heilbrigðs fólks (normal- marka). NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður mælinga á pekktum sermislausn- um og samanburður við uppgefin gildi eru sýnd í töflu I. Eins og sjá má, lenda öll uppgefin meðalgildi innan tveggja staðalfrá- vika í okkar mælingum. Pað er pví líklegt að okkar mælingum beri saman við mælingar erlendra rannsóknastofa, paðan sem Sero- norm (Norðurlönd) og Precinorm og Preci- path (V-Þýskaland) koma. Gerður var samanburður á niðurstöðum frá körlum og konum og er pað sýnt í töflu II. Pað er ljóslega enginn munur á milli kynja. Könnuð var aldursdreifing og er hún sýnd í töflu III. Enginn munur kom í ljós milli aldurshópa, hvorki í kalíum- né natríumpéttni. Tíðnidreifing natríum- og kalíumgilda í ser- mi er sýnd í stöpla riti (Fig.) og sýnist natríum hafa dálítið skeifa (skew) dreifingu, en kalíum fellur nær Gauss-dreifingu. í töflu IV má sjá hvernig Landspítalanum, Landakotsspítala og Borgarspítala ber saman í mælingum Na og K á peim 15 sýnum, sem peir mældu allir prír. Gildi eru eins og sjá má mjög svipuð, en vegna markvísi mælinganna Table II. Comparison between K and Na values in serum of women and males. N x SD Range Potassium Women......... 53 4.180 0.273 3.7-4.9 Men .......... 53 4.198 0.272 3.5-4.8 Sodium Women......... 53 142.55 2.284 136-149 Men .......... 53 143.98 2.628 138-148 Table III. Comparison of serum K and Na values between age groups (N = 106). K Na Age N x SD x SD 18-19 ........ 2 4.05 143.0 20-29 .......... 32 4.169 0.266 143.3 2.70 30-39 .......... 25 4.177 0.304 143.4 2.64 40-49 .......... 21 4.238 0.267 143.8 1.89 50-59 .......... 19 4.158 0.217 143.1 3.03 60-69 ........... 7 4.40 0.306 142.4 2.70 Total 106 4.192 0.271 143.28 2.60 Table IV. A comparison of Na and K measurements in three hospitals in Reykjhavík (x± SD; N= 15). Landakot Borgarspítali Landspítali Na 145.13±2.39* 142.33 ±2.26 142.53 ±3.02 K 4.173 + 0.228 4.033 ± 0.226* 4.133±0.261 *) Significant difference (p<0.05) from the values of Landspítalinn in a paired t test. Fjöldi einstaklinga Fig.: Potassium and sodium values found in 106 healthy employees at Landspítalinn, The National Hospital, Iceland.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.