Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 26
178 LÆKNABLAÐIÐ auglýsingatekjum. Útgefandi þess er Lækna- blaðið. Ritstjóri er Jóhannes Tómasson, en ritnefnd skipa formenn L.í. og L.R., fram- kvæmdastjóri læknafélaganna og peir Guðjón Magnússon og Örn Bjarnason úr ritstjórn Læknablaðsins. ÁRSHÁTÍÐ L.R. var haldin í Hótel Sögu 22. jan. 1983 og var húsfyllir. Heiðursgestir voru 40 ára lækna- kandidatar, útskrifaðir árið 1943. Formaður L.R. flutti ávarp. Veizlustjóri var Guðmundur Oddsson. Einn 40 ára kandidata, Arinbjörn Kolbeinsson, flutti ræðu kvöldsins og kom víða við. Naut hann aðstoðar Sigurðar Hek- torssonar, sem hermdi listilega eftir valinkunn- um stjórnmálamönnum. Graham Smith og Jónas Pórir skemmtu og hljómsveit hússins lék fyrir dansi. Var þetta hin ágætasta skemmtun. BYGGINGAMÁL Á sameiginlegum fundum stjórna L.í. og L.R. hefur verið rætt um viðbyggingu við Domus Medica. Mikill áhugi er á pví að hrinda pessu máli í framkvæmd innan tíðar. Nákvæm kostn- aðaráætlun liggur enn ekki fyrir og ákvarðanir hafa enn ekki verið teknar. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru. Störf einstakra nefnda á vegum L.R. hafa ekki verið rædd, en formenn peirra gefa sérstakar skýrslur. Ljóst er að mörg stórmál eru og verða á döfinni hjá læknum. Samningar heilsugæzlu- lækna og sérfræðinga utan sjúkrahúsa eru í gangi. Undirbúningur undir »D-dag« er hafinn. Ósamið er um kjör þeirra lækna, sem kjósa að starfa utan heilsugæzlustöðva. Þróun í læknisfræði hefur leitt til æ meiri verkaskiptingar. Innan L.R. eru pví margir hagsmunahópar og ólík sjónarmið um margt. Fleira sameinar okkur pó en sundrar. Á- greining milli lækna verður að leysa innan læknasamtakanna, en sýna samhug út á við. Sameinaðir erum við mikils megnugir, samein- aðir getum við bætt starfsaðstöðu okkar og haft pá forystu í mótun og þróun heilbrigð- ismála, sem okkur ber að hafa. SKÝRSLA VAKTSTJÓRA BÆJARVAKTAR Læknar peir, sem sinntu bæjarvöktum, voru óánægðir með vaktaðstöðuna framan af árinu, en pá var bæjarvaktin staðsett í slysadeild Borgarspítalans. Læknar beittu prýstingi til þess að fá betri aðstöðu og höfðu í frammi hótanir um að hætta að sinna vöktum, ef ekki yrði gerð bót á. Um mánaðamótin maí-júní var bæjarvaktin síðan flutt í Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur. Aðstaða er par mjög góð, sér herbergi fyrir símavakt og einangrað herbergi fyrir svefnaðstöðu þannig, að ekki verður truflun af símanum. Að öðru leyti hefur bæjarvaktin verið með óbreyttu sniði frá pví sem verið hefur undanfarin ár. Nokkur brögð voru að því, að menn mættu ekki á vaktir og voru þeir þá strikaðir út af vaktalistanum. Þetta hefur orðið til pess, að menn hafa sinnt þessum vöktum betur, og pað fyrirbrigði, að ekki finnist læknir um miðnættið, heyrir for- tíðinni til. Vaktstjóraskipti urðu 1. jan. 1983 og lét Guðmundur I. Eyjólfsson þá af starfinu, en við tók Gunnar Ingi Gunnarsson. UM BÆJARVAKTINA Á sl. aðalfundi F.Í.H. var samþykkt' að fara þess á leit við L.R., að hin almenna vaktþjón- usta heimilislækna í Reykjavík yrði formlega færð í hendur heimilislæknum. Ástæðan var einfaldlega sú, að flestum okkar pótti ástæða til að vitjanaþjónusta utan venjulegs vinnu- tíma heilsugæzlu- og heimilislækna yrði fram- vegis í höndum þeirra, sem stunda heimilis- lækningar sem aðalstarf. Sú þjónusta, sem hefur verið veitt á vöktum og göngudeild Landspítalans, hefur sætt gagn- rýni margra, bæði frá fræðilegu og kjaralegu sjónarmiði. Lengi hafði vaktþjónusta verið rekin án þess að læknar tækju persónulega ábyrgð á skipulagi hennar og framkvæmd. Því var ákveðið fyrir allnokkru, að Guðmundur Ingi Eyjólfsson yrði nokkurs konar vaktstjóri og má segja, að hann hafi komið á ýmsum starfsreglum, sem síðar reyndust vel og lag- færðist fyrirkomulag vaktarinnar mjög, sér- staklega þó hvað varðar skemalagningu. Það hafa bílstjórar, símaverðir og læknar vitnað um. Stjórn L.R. samþykkti síðar að vaktmálin yrðu færð í hendur heimilislæknum til fram- búðar. Um leið og þessi breyting kom til, voru ákveðnar ýmsar lagfæringar á vaktinni. Meðal annars var ákveðið, að nýliðar á vaktlista kæmu framvegis einungis úr hópi heimilis- lækna og auk þess voru kynntar eftirfarandi reglur: 1. Samkvæmt samningi L.R. og S.R. er ekki leyfilegt að sami læknir gegni næturvakt í beinu framhaldi af kvöldvakt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.