Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 42
188 LÆK.NABLAÐIÐ Að kanna sjónskerpu og samsjón fjögurra ára barna á skipulegan hátt eins og gert er í Reykjavík, nágrenni Reykjavíkur og á Akur- eyri er mjög mikilvægt atriði í sjónvernd og einn stærsti páttur heilsuverndar meðal barna. Á pessum aldri er auðvelt að kanna sjónskerpu og hvort augun vinni eðlilega saman. Þó að börn hafi allmikla sjóngalla kvarta pau ekki. Foreldrar eru pví grunlausir, því að hegðun barnsins getur verið eðlileg. Til þess að fullvissa sig um hvort börn hafi eðlilega sjón eða að augun vinni rétt saman þarf sérstak- lega og á skipulegan hátt að kanna sjónskerpu og samsjón. Sjón barna er í mótun allt til 5-6 ára aldurs. Á þessum fyrstu aldursárum er oftast hægt að lækna starfræna sjóndepru og oft hægt að þjálfa augun til samstarfs, ef sam- sjón er ábótavant. Eftir að barn er komið á skólaskyldualdur er slík lækning lítt vænleg til árangurs og oft óframkvæmanleg. Par sem a.m.k. 7-8 % fjögurra ára barna hafa sjóngalla, sem í flestum tilfellum er hægt að lagfæra á þann hátt að sjón og samsjón þroskast á eðlilegan hátt fái þau lækningu í tæka tíð, þarf að hlúa að þeirri starfsemi, sem þegar er hafin, en er ennþá ófullnægjandi og þarfnast skipulagn- ingar. Skipuleggja þarf betur sjónprófun fjög- urra ára barna á heilsugæslustöðvum landsins og greiða betur fyrir þeim börnum, sem finnast með meiriháttar sjóngalla og unnt er að lækna, hvar svo sem þau eiga heima á landinu. SUMMARY A vision screening program was included in the general health control of four-year old children in Reykjavík 1974. The screening was done by public health nurses. During the years 1980 and 1981 a vision screening was done on 2128 children born 1976 and 1977, living in Reykjavík. The total population was 2580. The criteria for referral was a visual acuity of 5/6 or less and/or muscular imbalance. 306 children (14.4 %) were referred and professionally examined at St. Joseph’s Orthoptic Clinic. 130 children had significant eye disorders or 6.1 %. By including children already under professional care the preva- lence of eye disorders of the agegroup was found to be 7.8 % i.e. the proportion of those in need of ophtalmological treatment and/or observation. Functional amblyopia was found in 1.3 % and manifest strabismus in 2.8 %. The need for correcti- ve glasses was around 3.3 %. Determination of the refractive state in 372 children was done by retinoscopy 30 minutes after installation of Cyclogyl 1 %. The main refraction was hyperopia (>2.0 D) diagnosed in 57.6 %, while myopia (> 0.5 D) was only 4.1 %. No sex difference was found in any of the results. The results in Sweden and U.K.. of vision scre- ening of all preschool children is a goal to be aimed at in Iceland and visual examination should be repeated in the first schoolyear. HEIMILDIR 1) Heilbrigðisráð Reykjavíkur. Ársskýrsla 1980. 2) Köhler L og Stigmar G. Vision screening of four- year-old children. Acta Pædiat Scand 1973; 62: 17-27. 3) Graham PA. Epidemiology of strabismus Brit J Ophthalmol 1974;58:224-31. 4) Kaivonen M og Koskenoja M. Visual screening for children aged four years and preliminary experience from its application in practice. Acta Ophthalmol 1963; 41: 785-86. Fyrir mistök birtist grein þessi í maí-blaðinu áður en hún var fullfrágengin og leiðréttingar frá síðustu próförk komust því ekki til skila. Eru höfundar og iesendur beðnir velvirðingar á því.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.