Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 19
LÆKNABLADID 173 atvinnusjúkdóma skipt í fjóra megin flokka eftir pví hvort þær eru eðlisfræðilegar, efna- fræðilegar, líffræðilegar eða sálfræðilegar. 1 þeim tilkynningum sem hér er fjallað um var enginn atvinnusjúkdómur talinn af geðrænum toga. Endurteknar hreyfingar og einhæf vinna skýrir allan fjöldann af þeim eðlisfræðilegu orsökum sem tilkynntar eru. Hinar efnafræði- legu orsakir dreifast á ýmis mismunandi efni og er fyrst að telja olíur og leysiefni. Lífrænt ryk svo sem mjöl, hey og viðarryk eru til samans stærsti orsakaþáttur atvinnusjúkdóma eftir þeim tilkynningum sem borist hafa. Auk þessa eru ýmis plastefni talin valda atvinnu- sjúkdómum, málmar og málmoxíð ásamt flúor og samböndum þess. Undir líffræðilegar or- sakir kemur sjúkdómsvaldur eins og myglugró sem talin er vera orsök heymæði. Tilkynningarnar hafa verið flokkaðar eftir atvinnugreinum með hliðsjón af alþjóðlegum staðli um atvinnugreinaflokkun (International Standard Industrial Classification of all Econo- mic Activites, New York, 1968). í töflu I er sýnd tíðni tilkynninga um meintan atvinnu- sjúkdóm á tímabilinu febrúar 1981 til janúar 1982 eftir atvinnugreinaflokkum á hverja 10.000 starfsmenn en jafnframt í sviga fjöldi tilkynninga. Á töflunni sést að ál og járnblendi- iðnaður hafa hæstu hlutfallstöluna en þess ber að geta að þessar tölur hvíla á örfáum tilkynntum tilfellum. Næstir komu málm og skipasmíðar, landbúnaður, efnaiðnaður og mat- vælaiðnaður. í flokkunum neðar á töflunni eru tilkynningar sjaldgæfari og nokkru fleiri meðal kvenna við störf er varða viðskipti, samgöngur og banka en tilfellin eru fá í hverjum flokki. Ályktanir um tíðni út frá þessum fjölda eru óraunhæfar. Það kann að koma á óvart að atvinnusjúkdómar eru til- kynntir í atvinnugreinum svo sem heildverslun, smásölu, veitinga- og hótelrekstri svo og í Tafla II. Sjúkdómaflokkar sem tilkynntir eru sem meintir atvinnusjúkdómar febr. 1981-jan. 1982. Sjúkdómar Karlar Konur Alls Nefangur, augnangur, ofnæmis og ekki ofnæmis 7 i 8 Astma 8 3 11 Bronchitis, lungnakvef 8 — 8 Heymæði 8 1 9 Dermatitis, húðbólga 8 2 10 Bein og Iiðbólga — I 1 Stoðvefjabólgur 2 1 3 Vöðvabólgur 6 4 10 Þursabit 1 — 1 Eitrun með alm. einkennum 5 — 5 Ofsakláði — 1 1 Höfuöverkur - 1 1 53 15 68 Tafla I. Tídni tilkynninga um meintan atvinnusjúkdóm febr. 1981-jan. 1982 eftir atvinnugreinaflokkum á hverja 10.000 starfsmenn, tölurnar innan sviganna sýna fjölda tUfella. Atvinnugrein Karlar Konur Alls 11 Landbúnaður .. 22.2(16) 2.2(1) 14.4(17) 13 Fiskveiðar .. 3.8 (3) — 3.6 (3) 30 Fiskiðnaður 6.8 (5) 8.0 (8) 7.5(13) 31 Matvælaiðnaður .. 16.8(5) 6.9(2) 12.0(7) 32 Vefjaiðnaður . . — — 33 Trjávöruiðnaður .. 10.9(2) — 9.6(2) 34 Pappírsvöruiðnaður .. 7.8(1) — 4.6(1) 35 Efnaiðnaður .. 19.4(1) — 13.6(1) 36 Steinefnaiðnaður . . — — — 37 Á1 og járnblendiiðnaður .. 34.9 (3) — 30.2 (3) 38 Málm og skipasmíðar .. 18.0(8) — 15.8 (8) 39 Ýmis iðnaður . . — — — 40 Rafmagns-, hita- og vatnsveitur . . — — — 50-52 Byggingar og viðgerðir .. 6.5 (8) — 5.7 (8) 61-63 Heildversl., smásala, veitinga og hótelrekstur . . — 0.8 0.5 71-72 Flutningastörf, póstur og sími .. 1.6(1) 4.3(1) 2.4 (2) 81-83 Peningastofnanir, tryggingar, fasteignarekstur og pjón. peirra ... 91-96 Opinber stjórnun, götu- og sorphreinsun, opinber pjónusta, 5.1 (2) 2.9 (2) menningarmál, persónuleg pjónusta, varnarliðið • • — — - Alls 6.4 (53) 2.3(15) 4.6 (68)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.