Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.08.1983, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐID 179 2. Vaktlækni er ekki heimilt að sinna annarri vakt meðan hann gegnir bæjarvaktinni. 3. Læknir á næturvakt er á bakvakt frá kl. 17.00 og þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli frá peim tíma, ef pörf krefur. 4. Læknir, sem skráður er á vaktlista, ber fulla ábyrgð á vakt sinni og ber honum að tilkynna símaverði eða bílstjóra forföll, eins fljótt og unnt er. 5. Við forföll ber vakthafandi lækni að útvega staðgengil og verður sá að vera læknir skráður á lista vaktarinnar. 6. Takist ekki að útvega staðgengil af listan- um, ber að tilkynna pað símaverði eða vaktstjóra. 7. Vaktlæknir, sem ítrekað mætir ekki á vakt sína án eðlilegra forfalla, fellur burtu af listanum. 8. Fjarvistir vegna sumarleyfa eða námsleyfa ber að tilkynna vaktstjóra með að minnsta kosti mánaðar fyrirvara. Einnig var ákveðið að peir, sem hingað til hefðu verið á lista vaktarinnar, en ekki stund- að heimilislækningar sem aðalstarf, fengju að taka þátt í vaktinni eins lengi og peir óskuðu á meðan vaktin væri í óbreyttu formi. Um næstu áramót er stefnt að því að leggja niður kerfi númeralækna, eins og flestir vita. Pá verður að semja um nýtt fyrirkomulag vaktarinnar og er undirbúningur nýs skipulags þegar hafinn. Við pá breytingu koma heilsugæzlustöðvar fyrst inn í fyrirkomulag heildarpjónustu heim- ilislækninga allan sólarhringinn á formlegan hátt. Framtíðarskipulagið er stórt og erfitt verkefni, og mun pað meðal annars ákvarðast af samningsaðstöðu heimilislækna um kjör sín og starfsaðstöðu. SKÝRSLA FRÆÐSLUNEFNDAR Aðalverkefni Námskeiðs- og fræðslunefndar læknafélaganna á árinu 1982 var skipulagning haustnámskeiðs, sem haldið var í Domus Medica dagana 16.-18. sept. 1982. Á pessu námskeiði var fjallað um faraldsfræði undir stjórn peirra Christer Hogstedt, prófessors við Arbetarskyddstyrelsen í Svípjóð og Olav Axelsson, yfirlæknis við Yrkesmedicinska kli- niken í Linköping, Svípjóð. Aðrir hlutar námskeiðsins fjölluðu um bráða slysameðferð, gigtsjúkdóma og öldr- unarþjónustu. Fjöldi íslenzkra lækna flutti par erindi. í október gekkst fræðslunefndin fyrir málpingi um sjúkdóma í heilaæðum. Málping petta var haldið í Domus Medica. Auk fjölda íslenzkra fyrirlesara fluttu tveir erlendir gestir erindi, Dr. Charles Warlow, Clinical Reader & Consultant Neurologist, Radcliffe Infirmary, Oxford og Dr. Salvador Moncada, Head, Department of Prostaglandin Research, The Wellcome Research Laboratories, England. Þingið var vel sótt. Þá hélt fræðslunefndin jólafund í desember í Domus Medica. Guðmundur Pétursson, forstöðumaður rannsóknastöðvar Háskóla ís- lands að Keldum, hélt erindi um móðuharð- indin og eituráhrif eldgosa. (Sjá ársskýrslu L.Í., Lbl. 8, 248-256). ÚTGÁFUSTARFSEMI Ekki parf að fjölyrða um útgáfu Læknablaðs- ins. Það kemur út 10 sinnum á ári og standa tekjur af auglýsingum undir útgáfukostnaði og ríflega pað. Nýlunda í útgáfustarfinu er Fréttabréf lækna, sem pegar hefur verið gerð grein fyrir. Þá er Handbók lækna 1983 væntanleg í þessum mánuði og fljótlega er tilbúin til setningar Ritskrá íslenzkra lækna. Verður hún að líkindum sett á tölvudisk, sem auðveldar alla útgáfu og hefur í för með sér fjölbreytta notkunarmöguleika þar fyrir utan. Ritstjórnarfulltrúi hefur verið ráðinn í fullt starf um tíma til að sinna aukinni útgáfustarf- semi, og verður síðar tekin ákvörðun um hvert framhald verður á pví.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.