Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1984, Side 15

Læknablaðið - 15.09.1984, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 1984;70:219-20 219 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL (íÍrI Læknafélag íslands og Læknaíélag Reykjavíkur 70. ARG. - SEPTEMBER 1984 BETABLOKKAR EFTIR HJARTADREP Undanfarin 20 ár hafa áhrif betablokka á dánartíðni sjúklinga með brátt hjartadrep verið prófuð ítarlega. Fyrsta vísindagreinin um petta efni birtist árið 1965, (1) og virtist hún benda til þess að dánartala sjúklinga minnkaði eftir hjartadrep, ef peim voru gefnir beta- blokkar. Fjöldi rannsókna fylgdi í kjölfarið, en flestum var pað sammerkt að taka til fárra sjúklinga, enginn sambærilegur hópur var tekinn til samanburðar, og fæstar rannsóknir voru tvíblindar. Fyrsta rannsóknin, sem verulegt mark er takandi á, birtist árið 1975 og fjallaði um praktólól. (2) Rannsóknin tók til 3038 sjúk- linga yngri en 70 ára, sem fengu 200 mg af praktólól eða geðþóttalyf. Lyfjameðferð var hafin 7-28 dögum eftir hjartadrep. Hjarta- dauði og skyndidauði reyndist fátíðari í prak- tólól-hópnum. Hins vegar var ekki marktækur munur á heildardánartíðni. Praktólól virtist vernda þá sjúklinga best, sem höfðu fram- veggsdrep. Petta hafa síðari rannsóknir á öðrum betablokkum ekki staðfest. Rannsóknin var stöðvuð í miðju kafi, pegar pað vitnaðist að praktólól gat valdið bandvefsmyndun að baki lífhimnu og einkennum svipuðum rauðum úlfum. Næsta rannsókn birtist snemma árs 1981,(3) og vakti hún strax heimsathygli. Læknar sjúkrahúsa, sem þjóna u.p.b. þriðjungi norsku pjóðarinnar, tóku pátt í rannsókninni. Áhrif tímólóls voru borin saman við geðpóttalyf hjá 1884 sjúklingum, sem höfðu hlotið brátt hjarta- drep á tímabilinu 1. janúar 1978 til 7. október 1979. Meðferð var hafin 6-27 dögum, eftir að sjúkdómseinkenni hófust. Ekki voru teknir með í rannsóknina sjúklingar, sem purftu betablokka vegna annarra ástæðna, né peir, sem þoldu ekki betablokka. Sjúklingarnir voru flokkaðir í 3 áhættuhópa. í hópi 1 (verstar horfur) voru peir, sem höfðu áður fengið hjartadrep. í hópi 2 peir, sem höfðu fengið alvarlega fylgikvilla í legunni, en í hópi 3 aðrir sjúklingar, og voru þeir taldir hafa bestar heilsuhorfur. Rannsóknin var tvíblind, og á- kveðið var að meta dánartölu í meðferðarhóp- unum tveimur eftir pví, hvorum hópnum sjúk- lingur tilheyrði í upphafi, óháð pví, hvort með- ferð var hætt fyrir rannsóknarlok t.d. vegna hjáverkana eða fylgikvilla (»intention to treat principle«). Þó að hending réði vali sjúklinga í meðferðarhópa, urðu hóparnir dálítið mis- munandi í ýmsu tilliti. Pannig fengu yngri sjúklingar tímólól en geðþóttalyf og færri peirra fyrrnefndu höfðu purft pvagræsilyf fyrir drep. Hins vegar höfðu fleiri verið endurlífgðir í sjúkdómslegunni og fleiri fengið alvarlegar hjartsláttartruflanir í síðarnefnda hópnum. Þessi munur á meðferðarhópum varpar nokk- urri rýrð á rannsóknina. Hins vegar hafa Norðmenn leitt að pví tölfræðileg rök, að hann geti ekki skýrt mismunandi afdrif sjúkl- inga í meðferðarhópunum tveimur. Alls hurfu úr rannsókninni 494 sjúklingar, flestir vegna þess, að þeir purftu betablokka (100), fengu hjartsláttartruflanir, sem kröfðust pess, að meðferð var hætt (51), hjartabilun, lágprýsting eða hægatakt. Fimmtíu og átta sjúklingar dóu í tímólól hópnum, en 113 í samanburðarhópn- um. Pessi munur var marktækur (P< 0.001). Einnig dóu færri sjúklingar skyndilega í tímó- lól hópnum (P< 0.001). Munur á dánartíðni fór vaxandi allt fyrsta árið a.m.k., og kom hann jafnt fram í öllum áhættuhópunum þremur og var óháður stað- setningu hjartadreps. Loks er pess að geta, að sjúklingar, sem tóku tímólól fengu síður (P< 0.001) annað hjartadrep, meðan rannsóknin stóð yfir. í priðju stóru rannsókninni (1982) (4) var beitt própranólól meðferð, en niðurstöður hennar voru mjög á sömu lund og tímólól rannsóknarinnar. Ekki var sjáanlegt, að neinn sérstakur undirhópur hefði meira gagn af própranólol meðferð en annar. Taylor og félagar (1982) birtu niðurstöður rannsókna sinna á oxprenólól meðferð (5). Pær benda til þess, að ávinningur meðferðar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.