Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1985, Side 29

Læknablaðið - 15.11.1985, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 1985;71:301-21 301 ÁRSSKÝRSLA LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS starfsárið 1984-1985 INNGANGUR Skýrsla þessi nær yfir tímabilið frá 16. júlí 1984 til 21. ágúst 1985. Alls greiddi 631 læknir árgjald árið 1984. Þar af greiddi 491 fullt árgjald, en 140 hluta árgjalds. Læknar á skrá, komnir yfir sjötugt og/eða hættir störfum, voru 53 í árslok, en þeir greiða ekki árgjöld. Árgjaldið 1984 var kr. 10.500.00 og hluti svæðafélags þar af kr. 1.500.00. Innheimt árgjöld samsvöruðu 569 heilum árgjöldum og skiptust þau þannig milli svæðafélaga: Læknafélag Reykjavíkur 435, Læknafélag Vesturlands 24, Læknafélag Vestfjarða 11, Læknafélag Norðvesturlands 13, Lækna- félag Akureyrar 49, Læknafélag Norðaustur- lands 9, Læknafélag Austurlands 12 og Læknafélag Suðurlands 16. Vorið 1985 útskrifaðist 51 kandidat frá Iæknadeild Háskóla íslands, en 43 árið áður. Eftirtaldir læknar hafa ársskýrslu: látist frá síðustu Aðalsteinn Pétursson f. 07.09.33 d. 09.01.85 Einar Guttormsson f. 15.12.01 d. 12.02.85 Jón G. Nikulásson f. 30.12.97 d. 01.11.84 Kristjana P. Helgadóttir f. 05.08.21 d. 08.11.84 Kristján Jóhannesson f. 23.09.09 d. 26.07.85 Kristján Sveinsson f. 08.02.00 d. 23.05.85 Þórður Þórðarson f. 06.11.04 d. 10.03.85 AÐALFUNDUR L. í. 1984 Aðalfundur Læknafélags íslands árið 1984 var haldinn á ísafirði 24. og 25. ágúst. Fundinn sátu eftirtaldir fulltrúar: Frá Lœknafélagi Reykjavíkur: Árni B Stefánsson, Guðmundur I. Eyjólfsson, Gunnar I. Gunnarsson, Haukur S. Magnús- son, Lúðvík Ólafsson, Pétur Lúðvigsson, Stef- án B. Matthíasson, Viðar Hjartarson, Vigfús Magnússon, Þórður Harðarson, Þórður Þór- kelsson og Þorkell Bjarnason. Frá Lœknafélagi Vesturlands: Sigurbjörn Sveinsson. Frá Lœknafélagi Vestfjarða: Samúel J. Samúelsson. Frá Læknafélagi Norðvesturlands. Sigur- steinn Guðmundsson. Frá Lœknafélagi Akureyrar: Brynjólfur Ing- varsson, Hjálmar Freysteinsson og Júlíus Gestsson. Frá Lœknafélagi Norðausturlands: Ingimar S. Hjálmarsson. Frá Læknafélagi Austurlands: Stefán Þór- arinsson. Frá Læknafélagi Suðurlands: Arnór Egils- son. FráFÍLÍS: Sveinn Magnússon. FÍLÍB, FÍLÍNA og FÍLÍÞý sendu ekki fulltrúa. Úr stjórn Læknafélags fslands sátu fundinn: Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður, Halldór Steinsen, varaformaður, Kristján Eyjólfsson, ritari, Jón Bjarni Þorsteinsson, gjaldkeri, Kristófer Þorleifsson, Finnbogi Jakobsson og Ólafur Z. Ólafsson meðstjórn- endur. Haukur Þórðarson var erlendis. Einnig sátu fundinn Páll Þórðarson, fram- kvæmdastjóri læknafélaganna og Friðrik Karlsson, framkvæmdastjóri Domus Med- ica. Gestir voru: Matthías Bjarnason, heil- brigðisráðherra, Páll Sigurðsson, ráðuneyt- isstjóri, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Sig- urður S. Magnússon, verðandi forseti lækna- deildar, Jón H. Alfreðsson, formaður Sér- fræðingafélags lækna, Ólafur F. Mixa, for- maður Félags íslenzkra heimilislækna, Margrét Oddsdóttir frá Félagi ungra lækna og Pétur I. Pétursson, héraðslæknir Vestfjarða. í byrjun fundar flutti heilbrigðisráðherra erindi og kom víða við. Hann ræddi í upphafi um niðurstöður nefndar um læknaþörf á íslandi til aldamóta. Síðan fjallaði hann um framkvæmdir á sviði heilbrigðismála og um fjárframlög til þess málaflokks í væntanlegu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1985. Þá gerði ráðherra fjölda starfsmanna í heilbrigðisþjónustu að umræðuefni og ræddi að lokum um greiðsluhlut sjúklinga.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.