Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Síða 52

Læknablaðið - 15.11.1985, Síða 52
314 LÆKNABLAÐIÐ birtingar eru í Læknablaðinu og Fréttabréfi lækna. Með bréfi, dags. 11. júní sl., óskaði stjórn félagsins eftir áliti Siðanefndar á þessu tvennu. Svar hefur ekki borist. STARFSMATSNEFND hélt 7 fundi á árinu 1984 og lagði mat á starfsaldur 16 sérfræðinga og ákvað launastig 48 aðstoðarlækna. ORÐANEFND í síðustu ársskýrslu kom fram, að Orðanefnd læknafélaganna hefur tekið til starfa á ný og vinnur nú ötullega að undirbúningi að íðorðasafni lækna. Við vinnu sína styðst nefndin fyrst og fremst við Gould’s Medical Dictionary. í marz í vetur gaf nefndin út fjölritað sem handrit, í litlu upplagi, stafkaflann A í íðorðasafninu. Síðan boðaði nefndin til al- menns fundar til að kynna verkið. Einnig hefur nefndin leitað eftir gagnrýni og ábend- ingum fráeinstökumlæknum. Með nefndinni starfar Magnús Snædal, cand. mag. Magnús, sem einnig er starfsmaður íslenzkrar málnefndar, hefur sýnt íðorðasafninu sérstak- an áhuga og reynst nefndinni góður ráðgjafi. Gerð íðorðasafns og í framhaldi af því útgáfa orðabókar kostar mikið fé, og hafa L.í. og L.R. lagt fram talsvert fé til að standa undir kostnaði. Ljóst er, að félögin hafa ekki bolmagn til að standa undir þessu verki. Var því stofnaður sérstakur orðabókarsjóður óháður sjóðum félaganna með sérstakri stjórn, sem hefur það verkefni að fjármagna fyrirtækið. Á sameiginlegum fundi stjórna L.í. og L.R. þann 21. ágúst sl. var formlega gengið frá stofnun sjóðsins og samþykkt eftirfarandi reglugerð fyrir hann: Reglugerð fyrir Orðabókarsjóð L.f. og L.R. 1. Nafn sjóðsins er Orðabókarsjóður Lœknafélags íslands og Lœknafélags Reykjavíkur. 2. Stofnfé sjóðsins er kr. 150.000.00 frá hvoru félagi, alls kr. 300.000.00, svo og þau framlög önnur, sem berast sjóðnum fyrir 1. janúar 1986. 3. Tekur sjóðsins eru vaxtatekjur, gjafafé og annað fé, sem stjórnin aflar. Sjóðinn skal ávaxta á hagkvæman hátt í bönkum eða sparisjóðum. 4. Tilgangur sjóðsins er að standa straum af kostnaði við gerð og útgáfu íðorðasafns lækna og í framhaldi af því gerð læknis- fræðilegrar orðabókar. 5. Stjórnir L.í. og L.R. skipa á sameigin- legum fundi formann sjóðsstjórnar og fjóra meðstjórnendur, alla eftir tilnefn- ingu Orðanefndar læknafélaganna, til fjögurra ára í senn. 6. Skrifstofa læknafélaganna skal sjá um bókhald sjóðsins. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af sama löggilta endurskoðanda og endurskoðar reikn- inga læknafélaganna. Skulu þeir birtir með reikningum L.í. 7. Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur eiga sameiginlega höfundar- og útgáfurétt þeirra verka, sem til verða á vegum sjóðsins. 8. Á sameiginlegum fundi stjórna L.í. og L.R. og sjóðsins má breyta reglugerð þessari eða ákveða að leggja sjóðinn niður, enda greiði 3/5 stjórnamanna því atkvæði, sbr. þó 9. gr. 9. Eftir útgáfu lœknisfræði/egrar orðabók- ar skv. 4. gr. skal sjóðurinn lagður niður á sameiginlegum fundi stjórnar sjóðsins, L.í. og L.R. Eignir hans, ef einhverjar eru, skiptast að jöfnu milli L.í. og L.R. 10. Reg/ugerð þessi tekur gildi, þegar stjórnir L.í. og L.R. hafa samþykkt hana. (Samþykkt á sameiginlegum fundi stjórna L.í. og L.R. 21. ágúst 1985). Um skipan sjóðsstjórnar sjá nefndatal aftar. BÓKASAFNSNEFND Bókasafnsmál hafa lengi verið á dagskrá L í. og ýmsar samþykktir gerðar um að vinna að úrbótum í þeim málum. Fyrir forgöngu L.í. var á sl. hausti stofnuð 6 manna nefnd, þriggja bókasafnsfræðinga og þriggja lækna. Nefndin hélt 18 fundi. Hún kynnti sér gögn um málið þ.á m. lög og reglur varðandi bókasöfn og reyndi að gera sér grein fyrir, hvar skórinn kreppir. Þá var rætt um framtíðarþörf og hugsanlegar lausnir. í þessu skyni ræddi nefndin við ráðuneyt- isstjóra, forstjóra sjúkrahúsanna í Reykja- vík og Krabbameinsfélags íslands, formann Sambands ísl. sveitarfélaga og forseta lækna- deildar. Þá sendi nefndin öllum heimilis- og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.