Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1985, Síða 54

Læknablaðið - 15.11.1985, Síða 54
316 LÆKNABLAÐIÐ getur orðið vandamál, ef ekki er þörf fyrir alla, sem vilja hefja störf á sama tíma. Stjórn L.í. skipaði þriggja manna nefnd, þar af 2 skv. tilnefningu F.Í.H., til að hyggja að þessu máli. í nefndinni voru Arnór Egilsson, Haukur Magnússon og Katrín Fjeldsted, og var sá fyrstnefndi formaður nefndarinnar. Nefndin lagði til eftirfarandi: »Lausa aðstöðu fyrir heimilislækni skal auglýsa í dagblöðum og Lögbirtingablaðinu a.m.k. tvisvar sinnum. Skriflegar umsóknir skulu síðan sendar stjórn stöðvar. Stjórn stöðvar (aðstöðu) í samráði við viðkomandi héraðslækni og að fengnu mati stöðunefndar gerir samning við lækninn. Miðað skal við, að réttindi og skyldur læknisins, sem slíka aðstöðu fær, séu sambærileg við þá lækna, sem fyrir eru á stöðinni/svæðinu.« Nefndarálitið var kynnt samninganefnd heimilislækna. ÝMIS MÁL 1. Þann 18. október 1984 voru liðin 75 árfrá stofnun Lœknafélags Reykjavíkur og var haldið upp á það með tveggja daga afmæl- ishátíð. L.í. gaf af þessu tilefni L.R. tvö málverk eftir læknana Guðmund Bjarnason og Nikulás Sigfússon. 2. Árleg móttaka stjórna L.í. og L.R. fyrir nýútskrifaða læknakandidata fór fram föstu- daginn 31. maí. 3. Stjórn Sjúkraliðafélags íslands óskaði í ársbyrjun eftir viðræðum við fulltrúa L.Í., L.R. og F.Í.H. um menntunarmálsjúkraliða. í framhaldi af þeim viðræðum rituðu stjórnir félaganna sameiginlegt bréf til Sjúkra- liðafélagsins, þar sem tekið var undir hug- myndir um viðbótarmenntun sjúkraliða og að þeim verði gefinn kostur á aukinni sérhæfingu i starfi. 4. Á undanförnum árum hefur stjórn L.í. Iagt fram fé, til að hægt væri að halda námskeið einkum ætluð lœknakandidötum, sem hyggja á framhaldsnám í lyflækningum. L.í. stóð straum af kostnaði við eitt slíkt námskeið á sl. vetri. Það var þó viðameira en hin fyrri og stóð í 5 eftirmiðaga. Námskeiðinu lauk með prófi. Eins og áður var námskeiðið skipulagt af yfirlæknum lyflækningadeilda sjúkrahúsanna í Reykjavík. Þessi námskeið eru styrkt í þeirri von, að þau verði vísir að skipulögðu framhaldsnámi hér heima. 5. Á sl. hausti kom upp ágreiningur um greiðslur fyrir vaktir heilsugœzlulækna í Keflavík, sem fram til þess tíma höfðu verið skv. númerasamningum. Þegar ljóst varð, að læknarnir mundu hætta á vöktum, náði L.í. samkomulagi við fjármálaráðherra og T.R. um, að greitt yrði með sama hætti og áður til 1. des. Eftir þann tíma yrði greitt skv. væntanlegu samkomulagi við fjármálaráðu- neytið. Jafnframt var sett á fót nefnd skipuð tveim fulltrúum frá heilbrigðisráðuneyti, ein- um frá fjármálaráðuneyti og þrem læknum. Nefndinni var ætlað að gera úttekt á starfs- aðstöðu og starfskjörum heilsugæzlulækna, sbr. bókun með sérkjarasamningi L.í. og fjármálaráðherrafrá23. maí 1984. Jafnframt átti úttektin að ná til heimilis- og heilsugæzlu- lækna. Nefndin kom nokkrum sinnum sam- an, en aldrei fullskipuð. Lögð voru fram gögn um greiðslur fyrir vaktir á hinum ýmsu stöðum og greinargerð um störf þeirra heilsu- gæzlulækna, sem jafnframt eru héraðslækn- ar. Nefndin skilaði ekki skýrslu. Með við- auka, sem gerður var 10. ágúst sl. við sérkjarasamning L.í. og fjármálaráðherra, hafa aðstæður breyzt á þann veg, að ekki er gert ráð fyrir áframhaldandi starfi nefndar- innar. Við stofnun formlegrar heilsugæzlu- stöðvar á Akureyri kom einnig upp ágrein- ingur um greiðslur fyrir vaktir þar. í maí náð- ist samkomulag milli fulltrúa L.Í., fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um, að frá 1. des. skyldu greiðslur í Keflavík og á Akureyri vera tvöfaldar á við gæzluvakt- argreiðslur í öðrum heilsugæzluumdæmum. Þessar greiðslur voru samt sem áður lægri en áður hafði verið. Eftir að læknar á Akureyri bjuggust til að hætta á vöktum, ákvað stjórn heilsugæzlustöðvarinnar að tryggja þeim sömu greiðslur og þeir höfðu áður haft. Gilti sú ákvörðun til gildistöku viðaukasamnings- ins frá 10. ágúst, sem áður er nefndur. Með þeim viðaukasamningi er ágreiningur um greiðslur fyrir vaktir á þessum stöðum úr sögunni, enda þótt ánægja með greiðslufjár- hæðir sé ekki almenn. 6. í nóvember 1984 ritaði L.í. bréf til fjármálaráðherra um starfskjör heilsugœzlu- lækna, skólaskoðanir og embœttisstörf héraðslækna. Aðaltilefni bréfsins var það, að Kópavogskaupstaður hafði neitað að greiða læknum fyrir skólaskoðanir. Neitun Kópa- vogskaupstaðar á greiðslum byggðist á fyrir-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.