Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 29 mikil hækkun greinir ZES frá sjúklingum með G-frumu vefjaauka, venjulegt skeifu- garnarsár og porthellisheilkenni (RAS) (7, 13). Örvunarpróf með staðlaðri máltíð (kálfa- hakkspróO hefur jafnan ekki áhrif á gastríngildi í sermi hjá sjúklingum með ZES, en valda verulegri hækkun hjá sjúklingum með G-frumu vefjaauka og nokkurri hækkun hjá sjúklingum með venjulegt skeifugarn- arsár (3, 8). Kalsíuminnrennslisprófið er ónákvæmara og óþjálla og hefur í för með sér fleiri aukaverkanir, svo sem hjartsláttaróreglu. Við þetta próf hækkar gastrínmagn í sermi um meira en 300 pg, þ.e. tvöfaldast hjá sjúk- lingum með ZES, en sjúklingar með venjulegt skeifugarnarsár og RAS sýna mjög væga svörun, þ.e. minni en 100 pg/ml (3, 8, 13). Hjá sjúklingi okkar voru gerð próf með staðlaðri kálfahakksmáltíð og kalsíum, sem bæði studdu greininguna ZES á þeim tíma sem gastrín í sermi mældist vægt hækkað. Síðar hefur gastrín í sermi sjúklings okkar hækkað mikið, eðaupp í 1.800pg/ml í janúar 1985, þannig að ofangreind örvunarpróf væru nú óþörf til greiningar á sjúkdómnum. Nákvæm staðsetning æxlis eða æxla, ef um fleiri er að ræða eða hugsanlegra meinvarpa er mikilvæg til ákvörðunar á frekari meðferð (8): 1. Einfaldasta aðferðin er ómskoðun á brisi. Með henni greinast þó aðeins 28% sjúk- linga með ZES vegna smæðar æxlanna (16). 2. Tölvusneiðmynd er nákvæm við greiningu illkynja brisæxla, en þannig greinast eyja- frumuæxli hjá sjúklingum með ZES í aðeins 18-22% tilfella (8, 17). Með þessari aðferð greinast ekki minni æxli en 0,5 cm í þvermál (8). 3. Gastrínæxli greinast ekki eins vel á æða- myndatöku (þ.e. um 20%) og insúnlínæxli (þ.e. um 80%). Þessar þrjár greiningaraðferðir styrkja hver aðra þegar þeim er beitt við sama sjúkling. Röntgenmynd af skeifugörn með loft- blæstri (duodenographia hypotonica), spegl- un með brisþræðingu og geislaskann af brisi hafa ekki reynst vel við staðsetningu æxl- anna (8). Nýjasta tækni í þessu sambandi er ómun í aðgerð (intraoperative sonographia) (22). Meðferð. Besta og ákjósanlegasta meðferðin við ZES er að nema brisæxlið (gastrinoma) burt. Það er hægt ef það er eitt sér og t.d. staðsett í skeifugörn eða brisrófu. Þetta er hins vegar afar sjaldgæft. Langoftast er ekki hægt að nema æxlið brott vegna þess að það er illkynja með meinvörpum (50%), svo lítið að það finnst ekki eða að um mörg dreifð æxli eða ofvöxt á Langerhanseyjum er að ræða (6). Árum saman hefur þvi áhrifa- ríkasta meðferðin verið sú, að taka allan magann og er þeirri meðferð enn beitt, ef lyfjameðferð bregst (3, 8, 14). Ef ZES greinist sem hluti af MEA I, kemur skurðaðgerð nánast aldrei til greina, enda æxlin venjulegast dreifð (3, 10). Þó er mælt með því, að sjúklingar með MEA I, sem hafa ofstarf í kalkkirtli og gastrinoma, gangist undir kalkkirtlabrottnám, þar sem lækning á of háu kalsíummagni í blóði getur leitt til þess, að magasárseinkenni gangi til baka (3). Ástæða er talin sú, að við lækkun á kalsium í sermi dragi veruleg úr gastrínlosi (3). Meðferð ZES hefur hins vegar almennt breyst verulega í seinni tíð með tilkomu áhrifaríkra sýrueyðandi lyfja, þ.e. H2 blokkandi lyfja, simetidín og síðar ranítídín (3). Enginn vafi er á því að sjúklingi okkar hefur vegnað betur en föður og föður- bræðrum hans vegna tilkomu þessara síðast- nefndu lyfja. Önnur lyf, svo sem pýrenzepín, ómepra- zólín og enpróstíl hafa einnig verið notuð, en nægileg reynsla hefur enn ekki fengist af þeim til að meta árangur þeirra (3, 8). Við meinvörpum hafa verið gefin lyf svo sem streptózótósín, 5-flúóróúrasíl og túbersídín (8). NIÐURSTAÐA Ættarsaga og rannsóknir á sjúklingi okkar benda eindregið til þess að hann hafi ZES, sem hluta af MEA I. Hann er nú kominn með hyperparathyroidismus á talsvert háu stigi. Ef heilkenni Zollinger-Ellison uppgötvast sem hluti af æxlamergð vakakirtla, er talið nauðsynlegt að rannsaka öll nánustu skyld- menni sjúklings með tilliti til hormónatrufl- ana (3, 8, 9). Að þessu verður unnið. SUMMARY The first case of Zollinger-Ellison syndrome in Iceland is reported. The patient was 48 year old at the time of the diagnosis in 1982. At that time he had had symptoms of

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.