Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Síða 39

Læknablaðið - 15.02.1986, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 47 []] Trím-súlfa □ Súlfa □ Önnur syklalyf g Penisillín Ampisillín Tetrasyklin 75 79 83 76 79 83 75 79 83 75 79 83 75 79 83 Danmörk Finnland ísland Noregur Sviþjóð Mynd 3. Samanburður á notkun lyfja gegn sýkingum (J 01 ogJ03) eftir tegundum. (Heimild: Norrœna lyfjanefndin). hafa áhrif á heilsufars- og sjúkdómshugmynd skjólstæðingsins með uppfræðslu í einhverri mynd. Svo sem þeim er kunnugt, sem vita vilja, er kennsla í heimislækningum við Læknadeild Háskóla íslands mest í skötulíki og er smám saman markvisst verið að þurrka hana út af kennsluskrá. Fer kennslan mest fram í formi kynningarheimsókna á valdar heilsugæzlu- stöðvar. Heimilislæknisfræðin er og verður Öskubuskan í námsgreinahópi læknanem- anna og mun ekki rísa úr öskustó sinni, fyrr en prófessor er skipaður í greininni. Skortur á kennslu og starfsþjálfun Iækna- nema og læknakandidata í heimilislœknis- fræðum er að mínu mati ein höfuðorsök lyfseðlaritgleði íslenzkra lækna og óyndis kandidata, sem við heimilislækningar starfa. Læknadeild Háskóla íslands ber því höfuðábyrgð á þeirri tregðu unglækna til starfa í dreifbýli, sem ennþá er til staðar. Það ekki nóg að frœða læknanema um takmark- anir og aukaverkanir sýklalyfja, ef þeim er ekki kennt neitt annað til að láta sjúk/ingum sínum í té í staðinn. Vert er að benda á, að læknum er í starfsþjálfuninni varla gert nægilega ljóst, hve mikilvægt er að gera viðeigandi sýkla- rannsóknir og ræktanir, til að meðferð verði markviss. Til að ræktunarhefð skapist hjá læknum þessa lands, verður að flytja rækt- unar- og rannsóknaaðstöðuna út á heilsu- gæzlustöðvarnar og læknamiðstövarnar, en fregnir af nýjungum i rannsóknartækni gefa tilefni til að ætla að slíkt sé hægt, enda hafa bæði Finnar og Sviar gert þetta með góðum árangri. 3. Skipulag heilbrigðisþjónustu. Með skýr- skotun til þess, sem áður er sagt, gæti skortur á sérmenntuðum heimilislæknum verið mikil- væg orsök hinnar miklu sýklalyfjanotkunar íslendinga. Engin breyting verður á þeim skorti, fyrr en búið er að koma allri heilsu- gæzlu í landinu undir þak heilsugæzlustöðv- anna. Við það munu þjálfunarmöguleikar læknisefna stóraukast og áhugi þeirra á heimilislækningum vonandi vaxa. Fæstum heimilislæknum sýnist það fýsilegt að lokinni sérmenntun að setja upp stofu á eigin spýtur, sakir kostnaðar við þá aðstöðu og hjálparlið, sem nauðsynlegt verður að teljast við nútíma heilsugæzlu. í þessu sambandi má nefna þá aðstöðu til sýklarannsókna, sem heilsugæzl-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.