Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 18
34 LÆKNABLAÐIÐ Erlendis er æ algengara, að menn noti einkatölvur sínar til að leita í stórum upplýs- ingabönkum. Reyndar höfum við örlítið byrj- að á slíku hérlendis og er nú á Landspítalanum leitað í læknisfræðilegum gagnabanka með hjálp einkatölvu. Niðurstaða leitarinnar er síðan geymd á segulskífu til frekari úrvinnslu þegar hentar. Not sem þessi verða sennilega algeng á næsta ári með tilkomu tölvunets Pósts og síma, sem vonandi lækkar kostn- aðinn við leit í gagnabönkum erlendis. En sá böggull fylgir skammrifi, að oft er í holti heyrandi nær og því getur verið varasamt að flytja viðkvæmar upplýsingar í gegnum síma eða um tölvunet. Þær breytingar, sem ég hef minnst á hér að framan má best sjá í einkatölvunni. Einka- tölvan hefur nú þegar valdið byltingu í allri gagnavinnslu og ekki séð fyrir endann á þeirri þróun ennþá. Þó er ekki öll tölvuvinnsla að flytjast yfir á einkatölvurnar, en stefnan er óneitanlega í þá átt. Stórtölvur verða nauðsynlegar áfram fyrir stærri og flóknari verk. Eg held að við verðum að gera greinarmun á stórtölvum og smátölvum, þegar við tölum um tölvuöryggi. Við skulum hugsa okkur stórtölvu á sjúkrahúsi, þar sem geymdar eru ýmsar viðkvæmar upplýsingar. Við tölvuna vinnur fjöldi fólks, tölvufræðingar, ritarar tæknimenn og er því erfitt að takmarka aðgang og koma í veg fyrir upplýsingaleka: Eg er hérna fyrir framan mig með tölur frá Svíþjóð varðandi tölvukerfi heilbrigðisþjón- ustunnar í Stokkhólmsléni. Þar hafa 4.500 manns aðgang að kerfinu og við það eru tengdir sex hundruð skjáir á víð og dreif um borgina, þannig að mjög erfitt er að vernda upplýsingarnar. Einkatölvan er hins vegar persónulegt hjálpartæki læknisins og er stjórnað af honum. Það starfsfólk, sem hefur aðgang að einkatölvunni er því sama starfsfólk og hefur aðgang að sjúkraskránum í dag, t.d. lækna- ritarar og hjúkrunarfólk. Hættan á upplýs- ingaleka er því mun minni, borið saman við stórtölvurnar. Hins vegar gerir notkun tölvu mögulega samkeyrslu á upplýsingum og er þannig hægt á augabragði að fá lista t.d. yfir einstaklinga, sem eru haldnir ákveðnum sjúkdómi. Slíkt var nánast ekki mögulegt áður með handvirku kerfi sökum þess hve tímafrekt það var. Það má hugsa sér, aðt.d. þeir sem hafameð ráðningar starfsmanna að gera, gætu gert sér mat úr slíkum upplýsingum. Hættan á upplýsingaleka er alltaf fyrir hendi og nauðsynlegt er að við höldum vöku okkar. Lbl: Nefndar eru viðkvæmar upplýsingar. Guðmundur Sigurðsson: Þú vannst með þetta um árabil á Egilsstöðum og þróaðir upplýs- ingakerfi. Olli þetta vandkvæðum hjá ykk- ur, breytingin yfir í þetta nýja skráningar- form, frá því að handskrifa á lappa, eins og menn gerðu áður? Guðmundur Sigurðsson: Það var viss tor- tryggni hjá sjúklingum fyrst í stað, þegar fréttist, að nú væri farið að skrá á tölvu upp- lýsingar um samskipti þeirra við lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hins vegar var þessi tölvunotkun lítið áberandi og er enn. Það eru ekki tölvuskermar inni á viðtalsher- bergjum og upplýsingarnar eru skráðar í venjulega sjúkraskrá, pappírssjúkraskrá. Þar eru skráð á kerfisbundinn hátt lykilatriði, sem hægt er bæði að vinna úr ýmsar tölfræðilegar upplýsingar og eins er hægt að leita í sjúkraskrársafninu eftir þessum lykilorðum. Það er kannski fyrst og fremst þetta, sem svokölluð Egilsstaðarannsókn beindist að, það var að reyna að finna og skipuleggja skráningu á lykilorðum til notkunar í sjúkraskrám, á sama hátt og menn skrá bækur í bókasöfnum. Ég held að það sé þörf ábending hjá Bárði, að hættan sé þaðan af meiri, að upplýsingar, sem ekki á tala um, berist út, þeim mun fleiri sem um þær fjalla. Nú er gamla þagnarskyldan í Hippokrates- areiðnum ekki orðuð þannig, að menn megi ekki segja eitt eða neitt um samskipti þeirra við sjúklinga, heldur vísar hún til þess, að þögn á að vera um það, sem ekki ætti að tala um. Það er því læknisins að meta það, hvað það er, sem ekki má tala um. Auðvitað er það svo að algjör þagnarskylda um allt, er í fyrsta lagi óframkvæmanleg og í öðru lagi er stundum hægt að segja meira með því að neita að segja yfirhöfuð neitt, þannig að þetta er í sjálfu sér ekki einfalt. Það hefur ekki reynt á þessi vandamál í sambandi við þessa skráningu á Egilsstöðum. Þó hefur kannski reynt á það í þeim skilningi, að þegar byrjað var á þessari skráningu, þá voru uppi tvær stefnur hvernig ætti að standa að henni. Önnur var stórtölvustefna, sem var

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.