Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1986, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.02.1986, Qupperneq 42
50 LÆKNABLAÐIÐ kostnaði, sjúkrahúskostnaði og greiðslum til sérfræðinga, auk þess sem þetta mundi efla mjög veg heimilislæknisfræðinnar, sakir þeirrar bættu aðstöðu til vísindalegrar rann- sóknastarfsemi, sem þarna gæti skapast. Dæmi þessa höfum við bæði hérlendis og erlendis frá (17, 18, 19, 20). Jafnframt þessu þyrfti að stuðla að sýkla- rannsóknum á stöðvunum sjálfum og skapa þannig ræktunarhefð meðal heimilislækna, svo sem Svíar og Finnar hafa gert með góðum árangri. Slíkt mundi ásamt tölvuvæddu sjúkraskrárkerfi leggja grunn að ítarlegum rannsóknum á sýkingamynstri landsmanna og auka- og hliðarverkunum sýklalyfja- gjafar, sem gera myndu meðferðaráætl- anir markvissari. 4. Aukin afskipti heilbrigðisyfirvalda og lœknasamtaka. Á þessu stigi málsins þykir mér brýnast, að ofangreindir aðilar gangist fyrir fræðslu og útgáfustarfsemi fyrir lækna, til að hafa áhrif á ávísanavenjur varðandi lyf gegn sýkingum. Sé þar bæði fjallað um einstök lyf og jafnframt gefin meðferðarráð í samræmi við traustustu heimildir. Gnótt slíks fræðsluefnis er til í nágrannalöndum okkar. Jafnframt þyrfti að kanna í apótekum fjölda ávísana á sýklalyf og tölvuvinna þannig skrá fyrir hvern einasta lækni. Komi þar fram, hvers konar sýklalyfjum hann hefur ávísað, hve oft og hvaða sérlyfjum. Þessi uppgjör myndu síðan verða kynnt læknu’m og sérstak- lega kannað með heimsóknum til lækna, hvort stórávísendur geta í einhverju bætt vinnuvenjur sínar eða þekkingu. Þetta er verðugt verkefni fyrir fræðslunefndir lækna- félaganna. Slíkt eftirlit og fræðsla gæti ásamt uppbyggingu heilsugæzlukerfisins unnið gegn »þróttleysi lækna og gloppóttri fræða- kunnáttu« á áhrifaríkan hátt. LOKAORÐ í grein þessari hefur verið fjölyrt um það, hve íslendingar nota miklu meira magn sýkinga- lyfja og breiðvirkari lyf en frændur okkar. Er sá samanburður okkur einstaklega óhagstæð- ur. Reynt hefur verið að tína til hugsanleg- ar orsakir og lögð áherzla á, að sjúklingarn- ir sjálfir geta ekki átt sökina nema að sára- litlu leyti. Verulega er brýnt, að læknastétt- in stórbæti vinnuvenjur sínar á þessu sviði. Það er von mín, að framangreindir þankar geti örvað umræðu lækna um þessi mál. Það er stétt vorri ekki til neins framdráttar, að yppta öxlum af andvaralausri sjálfsánægju og segja störf okkar yfir gagnrýni hafin. Á næstu árum má heilbrigðisþjónustan íslenzka búast við enn frekari atlögum af hálfu andstæðinga félagslegrar samhjálpar, sem telja kostnað við heilbrigðisþjónustuna vera orðinn þjóðinni ofviða. Ég tel aftur á móti bættar vinnuvenjur í samræmi við ofanskráðar tilögur vera mun varanlegri og vænlegri leið til sparnaðar heldur en flæma burt hæft starfslið, draga úr þjónustu eða sleppa fjáraflahetjum úr lækna- stétt lausum á lendur einkaframtaksins. Læknastéttinni ber þegar í stað að hafa for- göngu um úrbætur í þessum efnum, ella munu þeir aðilar grípa stýrið, sem lítt eru læsir á sjókort samfélagslæknisfræðinnar. HEIMILDIR 1. Ólafsson Ó. Antibiotics prescribing habits of G. P.s in Reykjavík and in rural Iceland. Comparision with other nordic countries. Landlæknisembættið 1981. 2. Kallings LO. Varldsomfattandemissbrugavantibio- tika. Lakartidningen 1982; 79: 873-5. 3. Conference. Worldwide antibiotic misuse. Lancet 1981; II: 299. 4. Önundarson B. Drög að könnun á störfum 9 heimilislækna í Reykjavik. Læknablaðið 1974; 60: 57-72. 5. Sigurðsson G, Magnússon G, Sigvaldason H, Tulini- us H, Einarsson I, Ólafsson Ó. Egilsstaðarann- sóknin. Fylgirit við heilbrigðisskýrslur nr. 1 1980. Landlæknisembættið. 6. Frímannsson P. Rannsókn á notkun lyfja í Stykkis- hólmshéraði 1978. Skýrsla til iandlæknis 1979. 7. Pétursson P. Skýrsla um heilbrigðisþjónustu í Bol- ungarvík 1985 (Fjölritað). 8. van Buchem FL, Peeters MF, Van’t Hof MA. Acute otitis media: A neiv treatment strategy. Br Med J 1985; 290: 1033-7. 9. Premi JV Otitis media - Separating facts from fancy. Can Fam Physician 1977; 23: 1084-5. 10. Howie JGR, Bigg AR. Family trends in psychotropic and antibiotic prescribing in general practice. Br Med J 1980; 280: 836-8. 11. Johnsen SG, Ólafsdóttir AM, Ólafsson Ó, Jónsson S, Grímsson A. Könnun á lyfjaneyzlu nokkurra Reykvíkinga. Læknablaðið 1977; 63: 75-7. 12. Johnsen SG, Ólafsson Ó. Um sýklalyfjagjafir vakt- lækna í Reykjavík. Landlæknisembættið 1976. 13. Halldórsson S. Könnun á meðferðarheldni við gjöf sýklalyfja í Vopnafjarðarlæknishéraði. Lækna- blaðið 1984; 70: 87-90. 14. Einarsson I, Magnússon G, Ólafsson Ó. Könnun á heilsugæzluþjónustu 16.-22. okt. 1981. Lækna- blaðið 1984; 70: 225-36.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.