Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 36
46 LÆKNABLAÐIÐ DDD/ 100 IB Mynd 2. Samanburður á notkun lyfja gegn sýkingunt (lyfjaflokkar J 01 og J 03) á Norðurlöndunum. Spítala- notkun Finna er ekki meðtalin. (Heimild: Norrœna lyfjanefndin). árlega tugum milljóna króna. Okkur er því mikill vandi á höndum, sem heilbrigðisyfir- völdum og læknum ber skylda til að snúast gegn á viðeigandi hátt. HUGSANLEGAR ORSAKIR 1. Óskir og ásókn sjúklinga. Athuganir hafa sýnt, að aðgengi íslendinga að læknum er mun meira en víðast hvar annars staðar (5,7, 14, 15). Líklegt er, að þeir, sem fá smávægi- legar sýkingar, venjist smátt og smátt á að leita læknis hið fyrsta, í stað þess að bíða og láta kvillana batna af sjálfu sér, eins og veiru- sóttir og raunar langflestar sýkingar gera. Ef sjúklingur fær alla jafna lyfseðil í hendur við smákvillum sínum, fær hann staðfestingu á því, að rétt hafi verið að leita læknis. Venst hann þannig af því að bjarga sér á eigin spýtur, nema viðkomandi læknir kappkosti að fræða sjúklinga og tali við þá eins og fullorðið fólk. Sýkingar eru langalgengasta orsök veik- indavottorða til vinnuveitenda, en velflestum launþegum ber skylda til að hafa samband við lækni strax á fyrsta fjarvistadegi. íslendingar eru almennt vinnufúsir og eru enn sem komið er, tregir til að bæla flet sín og vera fjarvistum frá vinnu, sé annars nokkur kostur. Þar sem lífsstíll íslendinga er nokkuð hóflaus, kemur tekjumissir vegna veikinda sér illa fyrir þá, sem teflt hafa djarft varðandi fjármálaskuld- bindingar. Ódýr sýklalyf þykja því hinn ágætasti valkostur fyrir þá, sem dregið hafa þann lærdóm af ávísanavenjum lækna sinna, að hægt sé að lækna kvef og aðrar umferða- pestir með lyfjaáti. 2. Ófu/komin starfsþjálfun lcekna. Drýgstur hluti af sýklalyfjaávísunum er líkast til frá heimilislæknum og mismunandi reyndum staðgenglum þeirra kominn. Beini ég umræðunni því í þá átt, enda þótt háls- nef og eyrnalæknar og barnalæknar séu líka drjúgir við skriftirnar. Áætlað er, að 15-20% sýkla- lyfjanotkunar fari fram á sjúkrahúsum. Áður hefur verið vikið að þeirri gömlu siðvenju eða rítúali að ljúka læknisviðtali með því að afhenda sjúklingi lyfseðil, rann- sóknarbeiðni eða tilvísun. Hugmyndafræðingar heimilislæknis- fræðinnar hafa bent á nauðsyn þess að gera læknanemum ljóst fánýti þessa rítúals og kynna þeim atferlisfræðilega þætti læknis- viðtals og eðli tjáskipta og kenna þeim að leggja heildrænt mat á allt ástand sjúklingsins og aðstæður. Einkar mikilvægt er að gera sér grein fyrir raunverulegu erindi skjólstæðings- ins og koma honum til að fjalla um kjarna málsins, fremur en hengja sig eingöngu í þau atriði, sem hann tilgreinir sem erindi sitt. Með því að tileinka sér þessa afstöðu og viðeigandi tjáskiptatækni, getur læknirinn fremur gefið af sjálfum sér og eflt þannig sjálflækn- ingargetu sjúklingsins; vakið upp lœkninn í honum. Geta slík vinnubrögð dregið verulega úr óþarfa útgáfu lyfseðla, rannsóknarbeiðna eða tilvísana. Það er einkar mikilvægt fyrir alla Iækna- nema og kandídata, sem hefja störf á heilsu- gæzlustöðvum, læknastofum eða bæjarvökt- um, að hafa grundvallarinnsýn í ofangreind atriði, því íslenzkum heimilislæknum mætir daglega flaumur sjúklinga með mjögóveruleg einkenni (subklínískar kvartanir), sakir þess hve auðvelt er að komast til læknis hér á landi. Er þá einkar brýnt að láta ekki hugfallast, þótt erfitt sé að nafngreina sjúkdóminn hverju sinni. Mikilvægt er að sjá hlutina í réttu samhengi, fá heildrænt yfirlit og einnig að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.