Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1986, Page 35

Læknablaðið - 15.02.1986, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 45 % Reykjavik Dalasýsla Stranda- Skagafjarðar- Hafnar- Húsavík Grindavík Kjósarsýsla sýsla sýsla fjörður Mynd 1. Samanburður á þróun lyfjakostnaðar átta sjúkrasamlaga miðað við landsmeðaltal áranna 1979-1983. Samlögin hafa ferns konar aldurssamsetningu, sem sjá má í töflu. að tilhlutan Norðurlandaráðs 1975. Nefndin hefur haldið skrá yfir lyfjanotkun á hverju Norðurlandanna fyrir sig og gefið út töflur og línurit i bókarformi öðru hvoru. Kemur þar fram talsverður munur milli þjóðanna, eink- um í notkun sýklalyfja, þar sem íslendingar skera sig nokkuð úr með mikla notkun (mynd 2). Notkun íslendinga á flestum lyfjaflokkum öðrum virðist hófleg miðað við nágranna- þjóðirnar og höfum við t.d. minnkað notkun benzódíazepína allverulega síðustu 10 árin. Notkun geðdeyfðarlyfja er þó mun meiri hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Vek- ur það spurningar um, hvort íslenzkir læknar noti þau lyf við fleiri kvillum en innri sút (endogen depression), sem mér vitanlega er ekki tíðari hérlendis, en meðal frændþjóða okkar og er eina almennt viðurkennda ábend- ingin á þennan lyfjaflokk. ER SÝKLALYFJANOTKUNIN ÞJÓÐARVANDI? Samkvæmt myndum 2 og 3 ávísum við íslenzkir læknar sýkingalyfjum áberandi oftar en starfsbræður okkar á hinum Norðurlöndunum og eykst sú notkun ár frá ári. Ekki telur Iandlæknisembættið (1), að tíðni bakteríusýkinga sé hlutfallslega meiri hér en annars staðar. Fræðimenn í þessum efnum i Svíþjóð og víðar fullyrða, að í flestum löndum sé notkun sýklalyfja óhóflega mikil (2, 3), og eru Svíar þó rétt aðeins hálfdrættingar á við okkur og nota auk þess mun ódýrari og hættuminni tegundir sýkingalyfja (mynd 3). Innlendar athuganir (1, 4, 5, 6, 7) hafa leitt í ljós gífurlega mismunandi ávísanavenjur lækna á sýklalyf, sem virðast mun meira not- uð af Stórreykvíkingum en dreifbýlisfólki. Með hliðsjón af framangreindum niðurstöðum má fullyrða, að íslendingar gætu minnkað sýklalyfjanotkunina niður í þriðjung af því, sem hún er núna án skaða fyrir sjúklingana. Æ fleiri efast um þörf sýkla- lyfjagjafar við loftvegasýkingum og eyrna- bólgum (8,9, 10). Sem betur fer, gefa þær fáu kannanir, sem gerðar hafa verið á meðferð- arheldni sýklalyfja á íslandi (11, 12, 13), vísbendingu um, að hún sé mjög léleg. Of- notkun sýklalyfja getur, sem kunnugt er, haft í för með sér ýmsar aukaverkanir og sýklaó- næmi. Slíkt verðum við íslendingar þó furðu lítið varir við vegna ófullkominnar skráning- ar. Telja má hinsvegar, að óþarfur kostnaður vegna sýklalyfjaávísana íslenzkra lcekna nemi

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.