Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 22
36 LÆKNABLAÐIÐ Ég neita því ekki, að í umræðum um þetta kemur alveg greinilega fram, þótt það sé kannski gróft að segja það við þessa menn, að ef éitthvert kerfi er orðið svo flókið að það virðist ekki vera hægt að bæta það nema með tölvuvæðingu, þá eigi menn fyrst að íhuga, hvort ekki eigi að breyta kerfinu, áður en farið er út í að setja upp einhverjar svona lausnir. Lbl: í framhaldi af því, sem Guðmundur var að segja, má nefna, að það voru ekki einasta innlendir menn, heldur og erlendir, sem hér áttu hlut að máli fyrir áratug, sem vildu koma hér á allsherjar upplýsingabanka (National Health Data Bank). Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin og Alþjóðaþróunarstofnunin stóðu þar að baki. Sem betur fer tókst að stöðva þessa fásinnu og nú er komin þessi bylting, sem menn spáðu þá, þessi nýja kynslóð tölva, einkatölvurnar og svo möguleikar á að tengja þær saman. Nú kemur væntanlega til kasta þeirra, sem settir eru til að gæta siðamála hjá Læknafé- lagi íslands. Er hugsanlegt að þetta geti valdið vandræðum hér frá sjónarmiði Siðanefnd- arinnar? Guðmundur Pétursson: Það verður nú að segjast eins og er, að Siðanefndin hefur mjög lítið komist í kynni við vandamál tengd tölvum og við höfum ekki rætt þau mál sérstaklega. Satt best að segja, hafa vandamál tengd brotum á reglum um þagnarskyldu heldur ekki komið til kasta nefndarinnar. Þó hefur aðili í einu tilviki ráðfært sig við Siða- nefnd, í sambandi við meðferð á vottorðum hjá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem tillögur voru um það, að nákvæmar læknis- fræðlilegar upplýsingar færu til deildar- stjóra, sem undirbyggi fundi. Tryggingayfir- læknir skaut þessu til Siðanefndar á sinum tíma vegna þess að honum virtist þetta vera fallið til þess, að fleiri fengju aðgang að viðkvæmum upplýsingum að óþörfu. Úr- skurður Siðanefndar var í þá áttina að styðja hans sjónarmið, að það bæri að forðast að dreifa þessum upplýsingum að óþörfu. Á þeim fundum sem ég hef mætt á um samvinnu Norðurlandamanna, minnist ég þess nú ekki í augnablikinu, að þetta hafi verið rætt sérstaklega. Það er alveg ljóst, að þarna koma upp vandamál, sem tengjast þessum auknu mögu- leikum. Kannski eru tæknilegu vandamálin ekki svo slæm, að þau sé hægt að leysa með ýmsum leiðum, get ég ímyndað mér, þó að ég þekki ekkert til tölvutækni. En það eru kannski önnur vandamál, sem við stöndum frammi fyrir, sem eru erfiðari úr- lausnar, þau sem snerta grunnreglur í þagnar- skyldunni, og svo þau, þegar þagnarskyldan rekst á aðra hagsmuni, þ.e.a.s. upplýsinga- skylduna. Læknar og heilbrigðisstéttir hafa upplýsingaskyldu, ég þarf ekki annað en að minnast á t.d. vitnisskyldu. í okkar samfé- lagi, þar sem menn eru að rannsaka alla mögulega hluti, þá verður þetta æ vanda- samara að skera úr málum, þar sem upplýs- ingaskylda og þagnarskylda rekast kannski á. Við höfum rætt hérna sérstaklega um rétt einstaklingsins til þess að viðkvæmum málum hans sé ekki flíkað. Almennar skráningar leiða stundum til þess, að fram koma upplýsingar, sem eru ákaflega óhagstæðar sumum hópum. Þetta skapar okkur enn fleiri vandamál, ég þarf ekki að nefna dæmi um þetta, þau eru augljós. í þessari miklu umræðu um AIDS t.d., þá er búið að afmarka og stimpla ákveðinn hóp manna. Við stöndum frammi fyrir gífurlegum vandamálum, þar sem annars vegar er spurn- ingin um þagnarskylduna og svo hins vegar krafa, kannski opinberra aðila, um öryggi og ýmsar aðgerðir til að hindra t.d. útbreiðslu sjúkdóma. Lbl: Hér er komið að nýju atriði: Hver á gögnin? Hjalti Zophaníasson: Áður en ég svara spurningunni: Hver á gögnin?, er ekki úr vegi að víkja almennt að þeim þætti læknisfræð- innar, sem snýr að vísindalegum rann- sóknum. Það hefur töluvert borist af umsóknum til tölvunefndar og það er rétt, að það þarf að sækja um leyfi, þegar menn eru að biðja um eitthvert úrtak á fólki til að gera rannsókn á heilsufari og heilsuhögum. Ég get nefnt, af því að þú nefndir vissa áhættuhópa, að t.d. Vinnueftirlit rikisins hefur fengið leyfi í tvígang hjá okkur til að kanna hjá tveimur starfsstéttum, hjá múrurum og vélstjórum, hvort þar sé um meiri hættu að ræða, hvort þeir hafi fengið krabbamein umfram aðra hópa. Eins og Guðmundur vék að áðan fær viss hópur á sig stimpil, og hann nefndi AIDS og að þetta mál gæti verið mjög viðkvæmt. Kannski er það eins viðkvæmt, að múrari sé talinn í meiri hættu með að fá krabbamein en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.