Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 37 einhver annar, ég skal ekkert um það segja. Það er kannski ekki svo ýkja viðkvæmt. En það er meðferðin á gögnunum og meðferðin á upplýsingunum, sem tölvunefndin hefur verið mikið upptekin af að skoða. Almennt viljum við ekki að hægt sé að rekja upplýs- ingar til einstakra manna, þótt einhver geri könnun. Það á að koma nafnlaust, eftir því sem hægt er. Þegar búið er að veita leyfi fyrir rannsókn og læknir, eða einhver annar, hefur unnið þessu, þá er almennt gert að skilyrði, að gögnin séu eyðilögð, þannig að það er enginn eignarréttur á gögnunum. En hver á svo »pródúktið«, sem út úr könnuninni kemur, það sem tölvan slítur út úr sér eða læknirinn semur? Við teljum að það sé sá, sem fær leyfið hjá okkur og sá sem vinnur verkið. Annars er þetta mjög lögfræðilega flókið mál og er á mörgum öðrum sviðum ágrein- ingsefni. Guðmundur Sigurðsson: Ég vil víkja að því sem Guðmundur Pétursson minntist á áðan, þ.e.a.s. hættunni á því, að stimpla ákveðna hópa, því að þarna kemur aftur upp þessi spurning: Hvað er það sem á ekki að tala um? Það hlýtur að vera tímabundið mat. Við vitum, að það hefur orðið mikil afstöðubreyting, bæði hér í okkar samfélagi og alls staðar annars staðar, til þess hvað það er, sem tala má um. Ég gæti nefnt dæmi eins og flogaveiki, kynsjúkdóma, eins ogt.d. lekanda, semyngra fólk i rauninni telur svo sem ekki neitt stórmál. Afstaða til ýmissa geðkvilla: Þar kemur t.d. aftur upp þessi spurning, ef við tökum upp niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna hér á landi á geðkvillum, sem er búið að framkvæma hér á landi á grundvelli gagna langt aftur í tímann, allt aftur undir aldamót og þá er ég fyrst og fremst að tala um rannsóknir Tómasar Helgssonar. Það eru rannsóknir, sem byggjast allar á því að fylgjast með ákveðnum einstaklingum i hálfa öld eða lengur. Ef við horfum á upplýsingarnar, sem koma út úr því og litum á líkurnar, sem fást fyrir því, að það sé hægt að kalla einhvern mann geðsjúkan einhvern tíma á ævinni, þá get ég í rauninni ekki skilið, hvernig fólk á að vera haldið fordómum gagnvart geðsjúklingum, þegar það liggur við, að meiri hluti manna geti einhvern tíma á ævinni flokkast undir að vera það. Ég vil því leggja áherslu á það, að þetta er ekkert, sem hægt er að afgreiða í eitt skipti fyrir öll. Hins vegar hefur verið afskaplega lítil umræða um þetta hér á landi og það hefur verið ákaflega hljótt um þagnarskylduna. Lbl: Getur maður sagt sig úr lögum við aðra menn og komið sér hjá því að komast inn í svona læknaskrá? Benedikt Sigurjónsson: Það er mjög í tísku nú að framkvæma alls kyns kannanir. Margar þessara kannana eru á heilbrigðissviðinu. Oftast er þetta framkvæmt þannig, að við- komandi aðili fær úrtak ákveðins fjölda manna úr þjóðskrá. Tölvunefnd telur skil- yrðislaust, að leyfi hennar þurfi til slíkra kannana. Talið er, að hinn spurði geti neitað að svara annað hvort öllum spurningalistan- um eða einstökum spurningum. Þetta skal beint tekið fram við hinn spurða. Nú hefur hagstofustjóri auglýst, að menn geti óskað þess að fá ekki dreifibréf, þó að stofnun eða fyrirtæki hafi verið leyft að fá nafn og heimilis- föng manna til útsendinga bæklinga, spurn- inga eða happdrættismiða. Ég veit að deilt er um það hversu víðtæk þessi synjunarheimild einstaklinga skuli vera. Tökum dæmi: Segjum, að einhver, sem skráður var í sjúkraskrá á Egilsstöðum þegar Egilsstaðaá- ætlunin var í gangi, hefði neitað héraðslækn- inum um að nota sitt sjúkdómsefni við þá rannsókn. Það er mín persónulega skoðun, ég skal ekki segja um hvað Tölvunefnd segir um það, að sjúklingurinn geti neitað þessu, enda sé það ekki almenningsheill, sem krefjist þess, að þessi aðili taki þátt í rannsókninni. Við Hjalti vorum nýverið úti í Osló á fundi framkvæmdastjóra Tölvunefnda á Norðurlöndum. Þar komu til umræða hin. stóru upplýsingasöfn, þ.e.a.s. tölvusöfn og það, hvort þau söfn væru heppileg eða hvort þau ættu að vera fleiri og smærri. Ég skildi þessa framkvæmdastjóra svo, að þeir væru á móti óskaplega stórum tölvusöfnum, svo sem á heilbrigðissviðinu og í almannatrygginga- kerfinu en slík söfn munu a.m.k. vera í Svíþjóð og að nokkru leyti í Noregi og Danmörku. Fram kom, að sumir læknar í Svíþjóð voru afar hrifnir af þessum stór- söfnum. Þeim þótti svo notalegt að geta setið í stofunni sinni, ýtt á takká og séð æviferil sjúklings norður í Norður-Svíþjóð s.l. 20 ár.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.