Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1987, Page 20

Læknablaðið - 15.10.1987, Page 20
324 LÆKNABLAÐIÐ óþæginda. Munur milli fyrri og síðari helmings tímabilsins hvað varðar fyrri notkun getnaðarvarnataflna var ekki marktækur. Af þeim 3.398 konum þar sem upplýsingar fengust um notkun getnaðarvarna, urðu 345 (10,2%) þungaðar er þær tóku »pilluhvíld«. Þetta hlutfall var hæst á árinu 1984 eða 12%, en þá fengust upplýsingar um notkun getnaðarvarna hjá öllum konum, sem fóru í fóstureyðingu. Mun fleiri konur urðu þungaðar í »pilluhvíld« á síðari helmingi rannsóknartímabilsins en þeim fyrri(oc2, 2.1 = 6.8, p<0,01). Af konum sem urðu þungaðar með lykkju, voru upplýsingar um tegund lykkju aðeins tiltækar hjá 43,8%. Lykkju með koparvafningi höfðu 75,8%, 22,1% Lippes lykkju, ein Progestasert lykkju og ein hafði haft Dalkon skjöld. Hjá 181 konu fengust upplýsingar um hve lengi lykkjan hafði verið í leginu og hafði 61 (33,7%) orðið þunguð innan árs frá uppsetningu lykkjunnar. I 110 tilvikum (60,8%) varð þungun 1-3 árum eftir að þær fengu lykkjuna, en 10 konur (5,5%) höfðu notað sömu lykkju lengur. Ein þeirra hafði haft sömu lykkju (Lippes loop) í 16 ár áður en hún brást. í fjórum tilvikum hafði lykkjan verið sett upp eftir að þungun átti sér stað. Upplýsingar um staðsetningu og afdrif lykkjunnar fengust hjá 200 konum. í Vi tilvika virtist lykkjan hafa verið rétt staðsett í leginu. Hjá hinum var lykkjan annaðhvort laus í leghálsi eða fannst ekki við aðgerð, röntgenmyndatöku eða ómskoðun. Hjá fjórum konum hafði lykkjan stungist inn í kviðarhol og hjá þrem var hún föst í legveggnum. UMRÆÐA Notkun getnaðarvarna er verulega ábótavant meðal kvenna, sem leita á Landspítalann í fóstureyðingu, enda þótt smám saman hafi miðað í rétta átt. Á árunum 1966-67 notuðu aðeins 17,1% kvennanna getnaðarvarnir (3), en í þessari athugun hafði hlutfallið hækkað í 27% árið 1977 og 38% árið 1984. Þetta er lægra hlutfall en lýst hefur verið erlendis (4, 5). Nýleg bandarísk athugun sýndi að aðeins 23% höfðu ekki notað getnaðarvarnir, en hinsvegar tengdust 22% þungana rangri eða slitróttri notkun getnaðarvarnapillunnar (5). Um 27% bandarísku kvennanna höfðu notað hettu, oftast rangt eða óreglulega. Mun færri íslenskar konur treysta á þá getnaðarvörn. Á Landspítalanum var hlutfall kvenna, sem notuðu áreiðanlegustu getnaðarvarnirnar, pilluna og lykkju, nær óbreytt á átta ára tímabili, en ívið fleiri notuðu smokka og útreikning öruggs tíma á síðari hluta tímabilsins. Almennari notkun öruggra getnaðarvarna gæti leitt til fækkunar fóstureyðinga um allt að 70% eftir því hvaða aðferðir eru notaðar (6). Konur, sem fara í fóstureyðingu eru hins vegar hópur, sem oft á erfitt með að nota getnaðarvarnir af ýmsum orsökum (4, 6). Margar konur í þessari athugun höfðu reynt að nota getnaðarvarnatöflur, en þolað þær illa og hætt notkun þeirra. Þá vakti athygli að 13 konum hafði verið sagt af lækni að getnaðarvörn væri óþörf vegna skaddaðra eggjaleiðara. Samkvæmt nýlegri athugun er vitað að tíðni ófrjósemisaðgerða sem bregðast er ekki meiri hér á Iandi en erlendis (7). Tengsl voru milli minni notkunar getnaðarvarna og þess að kona kom seint í fóstureyðingu, en meðgöngulengd við aðgerð var almennt óháð hjúskaparstétt, aldri eða fyrri barneignum. Þetta er samhljóða niðurstöðum erlendra rannsókna (8, 9). Tilhneigingar gætti þó í þá átt að þær, sem fóru í aðgerð eftir 11 vikur, væru oftar einhleypar og barnlausar. Hjá þeim konum, sem ekki notuðu getnaðarvarnir, var meðalaldur einu og hálfu ári lægri en meðalaldur alls hópsins. Á síðasta árinu sóttu fleiri konur með barn á framfæri en áður seint um fóstureyðingu. Hjá 8-12% kvennanna varð þungun í svokallaðri »pilluhvíld«. Á síðasta rannsóknarárinu mátti rekja 20% fóstureyðinganna til »pilluhvíldar« og slitróttrar notkunar getnaðarvarnapillunnar. »Pilluhvíldin« er tilbúið vandamál, sem ekki á sér neina líffræðilega eða lyfjafræðilega stoð (10, 11), en má sennilega rekja til ráðgjafar frá læknum. Erfiðlega hefur gengið að útrýma þeirri trú meðal íslenskra kvenna og jafnvel lækna, að reglulegar, t.d. árlegar, »hvíldir« frá töku taflnanna séu nauðsynlegar til að hormónajafnvægi líkamans raskist ekki. Engar rannsóknaniðurstöður er þó hægt að finna, sem sýnt hafa nauðsyn þess að hlé sé gert á pillutökunni af og til (10-13). Shearman (14) og Whitelaw et al (15) lýstu tíðateppu eftir töku getnaðarvarnapillunnar, en Golditch (16) gat ekki fundið að tíðateppa eftir töku taflnanna hefði neina fylgni við líkamsburði, óeðlilega innkirtlastarfsemi eða tímalengd töflutökunnar. Hins vegar var fylgni við fyrri sögu um óreglulegar blæðingar og við brottfall frátaksblæðinga. Golditch taldi tíðni tíðateppu eftir getnaðarvarnapilluna vera 2,2/1.000 meðal

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.