Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 39 sjúkdómurinn er auðlæknanlegur á því stigi. Flestar þeirra kvenna sem greinast með sjúkdóminn á þessu stigi eru ungar (78% voru 25-44 ára árin 1975-86). Kirtilkrabbamein og blandæxli eru hins vegar erfið í greiningu með venjulegu frumustroki. Það getur byggst á staðsetningu þessara æxla hátt uppi í leghálsinum (8). Hugsanlega má ná til þeirra með betri tækni við frumustrokstöku (burstasýni) (9). Greinileg aukning varð í forstigum leghálskrabbameins og þá aðallega í konum 20-44 ára. Frá 1966-70 var aukningin einna mest í aldurshópnum 20-24 ára, sem er undir neðri aldursmörkum skoðunaraldurs. Meðalaldur kvenna með leghálskrabbamein lækkaði á sama tíma. Á tímabilinu 1975-86 voru um 50% greindra kvenna 44 ára og yngri, en 28% á tímabilinu 1955-63. Ekki er óeðlilegt að ætla að orsakir þessarar þróunar megi að hulta rekja til breytinga á faraldsfræðilegum orsakavöldum þessara krabbameina. Undanfarin ár hafa rannsóknir bent til mögulegra tengsla HPV-veira (Human Papilloma Virus) og leghálskrabbameins og forstigsbreytinga þess (10-13). Sumar þessara veira valda einnig góðkynja kynfæravörtum (condylomata acuminata), en þeim virðist hafa fjölgað ört hin síðari ár (11, 12). Sú aukning getur að hluta tengst breyttri kynlífshegðan karla og kvenna (14, 15). Á tímabilinu 1975-86 höfðu 23 konur af 164 (14%) eðlilegt frumusýni innan þriggja ára fyrir greiningu sjúkdómsins. Af þessum voru fimm konur á stigi I B til III B sem höfðu verið skoðaðar þrem til tíu mánuðum fyrir sjúkdómsgreiningu. Greiningu þessara kvenna hefur getað seinkað vegna þess falska öryggis sem eðlilegt frumusýni gaf viðkomandi skoðunarlækni. Talið er að um 10% leghálskrabbameina á stigi I B og hærra gefi eðlileg frumusýni og er því mikilvægt að skoðunarlæknir treysti ekki um of á eðlileg frumustrok ef legháls er grunsamlegur útlits eða saga er um blæðingar eftir samfarir. í slíkum tilvikum skal konunni vísað í nánari rannsókn með leghálsspeglun og vefjasýnistöku. Á grunni áðurnefndra kannana er ályktað, að með góðri skipulagningu leitar megi koma í veg fyrir flest flöguþekjukrabbamein sem eru á hærra stigi en I A, en að erfitt verði að koma í veg fyrir kirtilkrabbamein og blandæxli í leghálsi. Við teljum jafnframt að uppfylla þurfi eftirtalin atriði ef góður árangur á að nást í leghálskrabbameinsleit í framtíðinni: 1. Lækka skoðunaraldur í 20 ár með hliðsjón af þeirri miklu aukningu forstigsbreytinga sem orðið hefur í aldurshópnum 20-24 ára. 2. Skýrar og nákvæmar vinnureglur bæði hvað varðar skoðun konu, skoðun frumu- og vefjasýna og framkvæmd meðferðar. 3. Tölvutekið eftirlit með mætingu, skráningu skoðunar, frumusýna, vefjasýna og meðferðar. 4. Góð samvinna allra þeirra aðila er taka frumustrok, s.s. Leitarstöð, heilsugæslustöðvar, sérfræðingar á stofu og sjúkrastofnanir. 5. Góð tengsl við þátttakendur með stöðugu upplýsingaflæði. 6. Trygg miðstýring m.t.t. ofangreindra þátta. SUMMARY Screening for cervical cancer in Iceland 1964-86: Do we reap as we sow? Before screening for cervical cancer was started in Iceland in 1964, incidence and mortality rates was on the increase but fell significantly between 1966-70 and 1976-80. After commencement of the screening programme there was a shift from advanced to early stages and at the same time the five year survival rate doubled. The mortality rates among the unscreened population remained high compared with the screened population. After 1979 the incidence rose again and reached a local maximum in 1984 but has decreased since then. About one third of the female population has not attended the screening at the recommended maximum three year intervals and two thirds of the cervical cancer was found among these since 1980. During the latter years there has been a shift in the occurrence of invasive cervical cancer from the older to the younger age groups. At the same time, up to 1985, there was a significant rise in the rate of preinvasive stages among women under 45 years of age. After analyzing the screening history, stage and histology distribution, we find that screening appeared still to be an effective approach to control most of the squamous cell carcinomas of stage I B and higher, but not the adeno- and adenosquamous carcinomas. Technical details such as strict working rules, central steering and an effective data-handling system are a prerequisite for optimal results in a cancer screening program. HEIMILDIR 1. Breslow NE, Day NE. Indirect standardization and multiplicative models for rates, with reference to the age adjustment of cancer incidence and relative frequency data. J Chronic Dis 1975; 28: 289-303. 2. Adalsteinsson S. Cervical cancer in Iceland and its preinvasive stages. Statistical evaluation of trends for the period 1964-1985. Report of the Statistical Workshop of the Icelandic Cancer Society, No. 3, 1987.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.