Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74; 57-65 57 Einar Ragnarsson, Sigurjón H. Ólafsson, Sigfús Þór Elíasson TENNUR OG TANNLEYSI 52JA-79 ÁRA KARLA í HÓPRANNSÓKN HJARTAVERNDAR 1985-1986 ÚTDRÁTTUR Rannsókn sú, sem hér um ræðir var gerð á ofanverðu árinu 1985 og fyrri hluta árs 1986 á Rannsóknarstofnun Hjartaverndar í Reykjavík. Skoðaðir voru 516 karlar 52ja-79 ára. Tilgangur rannsóknarinnar var sá að bæta að nokkru úr þeim skorti á upplýsingum um ástand tyggingarfæra fullorðinna einstaklinga, sem óneitanlega hefur háð allri umræðu, sem og áætlanagerð á þessu sviði. Upplýsinganna var aflað með spurningalista, sem var yfirfarinn á sama hátt og listar stofnunarinnar. Auk þess framkvæmdi hjúkrunarfræðingur munnskoðun samkvæmt stöðluðu eyðublaði. Helstu niðurstöður voru: Tönnum fer fækkandi með aldrinum. Tannlausir með öllu voru 39%, en 14,7% voru tannlausir í öðrum gómi. Tennur efri góms tapast fyrr en tennur neðri góms. Menn halda lengst augntönnum og framtönnum í báðum gómum, þó lengur tilsvarandi tönnum neðra góms. Augntennur neðra góms standa lengst. í þessum hópi voru tæp 10% með einhvers konar krónur eða brýr. Þetta er um 21% hinna tenntu. Tæplega 65% voru með laus tanngervi í munni. Karlar milli fimmtugs og sextugs urðu að meðaltali tannlausir í efra gómi u.þ.b. 17 árum seinna en þeir, sem voru milli sjötugs og áttræðs. í neðra gómi var breytingin meiri og munurinn um 23 ár milli hópanna. Meðalaldur gervitanna var rúmlega tólf ár og liðlega 20% yfir tuttugu ára gamlar. Flestir karlanna höfðu átt eitt til tvö gómasett, en fleiri en þrjú tannsett virðist vera fátítt í þessum hópi. Kvartanir eru algengari vegna gervitanna neðri góms. Algengast er að kvartað sé undan losi og þar næst eymslum. Óhætt virðist að draga þá ályktun, að verulega hafi dregið úr tannmissi. Menn nota gervitennur of lengi, en slíkt leiðir gjarnan til vandræða, enda kvörtuðu rúmlega 23% undan efri góm, en liðlega 33% vegna þess neðri. Ljóst er að þörf fyrir fræðslu um tannvernd, munnhirðu og notkun gervitanna er mikil í þessum hópi. INNGANGUR Til skamms tíma hafa upplýsingar varðandi munnheilsu (oral health) íslendinga verið mjög af skornum skammti. Segja má, að frá því að Dunbar, Möller og Wolff gerðu hér athugun á tyggingarfærum árið 1962 hafi lítið sem ekkert verið fylgst með breytingum í þessum efnum, þar til nú á allra seinustu árum (1). Fátt eitt er vitað um ástandið fyrir þann tíma. Hin síðari ár hafa verið gerðar nokkrar athuganir, einkum á skólabörnum enda auðvelt að ná til þeirra í skólum landsins. Einnig er hafin rannsókn meðal vistmanna dvalarheimila aldraðra í Reykjavík. Næsta lítið er vitað um ástand munnhols meðal íslendinga frá skólaaldri til elliára. Faraldsfræðileg könnun á þessum hópi hlýtur að veita ómetanlegar upplýsingar m.a. um það hver árangur hefur orðið af tannverndarstarfi fyrr á lífsleiðinni. Á þann hátt fæst viðmiðun, sem sýnir raunverulegt ástand og gagnast til samanburðar í framtíðinni. Þegar höfundar tóku að huga að því hvernig ná mætti nægilegu úrtaki fólks, sem komið væri af barnsaldri og því ekki beinlínis innan seilingar eins og skólabörn og vistmenn stofnana, var leitað til Rannsóknarstofnunar Hjartaverndar. Hjartavernd hefur þá sérstöðu, að þangað kemur tölvuvalið úrtak fólks til könnunar á heilbrigðisástandi. Hluti þeirrar könnunar fer fram á formi spurningalista, og virtist því fýsileg leið að bæta þar við spurningum um ástand

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.