Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 47 Til hliðsjónar var farið yfir alla aðra meðfædda vansköpun, sem til krufninga kom á tímabilinu. Litningarannsóknir voru og gerðar í sérstökum tilvikum. Ytri lýti vegna minni háttar vanskapana eru ekki skráð hér. Varanleg efri vinstri holæð ætti kannski að falla út hér enda spurning hvort þar sé um að ræða eiginlega meðfædda vansköpun, en aðeins eitt tilfelli er skráð hér. Loks er svo þess að geta, að oft koma fyrir margir gallar í sama hjarta og æðum þess. Sumir gallar eins og opið sporgat (ASD-secundum) og opin slagpípa (PDA) eru oftar en ekki afleiðingar annarra meiri háttar meðfæddra galla. Þessar blóðflutningaleiðir fósturlífins lokast misfljótt eftir fæðingu af ýmsum ástæðum svo sem þroska barnsins. Það kann stundum í slíkum tilvikum að vera vandasamt að velja þann meðfædda galla, sem er afdrifaríkastur til skrásetningar nema um sé að ræða heilkenni (syndroma) eða einkennafléttur (complexes), sem fengið hafa viðurkennd sjúkdómsheiti svo sem Fallots tetralogi og Eisenmenger complex. í þessum tveimur tilfellum verður bygging hjartans svipuð, galli efst í sleglaskipt en þar yfir rís meginæð, sem færst hefir til hægri. f fyrra tilfellinu er meginæðin (aorta) vel þroskuð, en lungnastofnæð (truncus pulmonalis) áberandi rýr. í seinna tilfellinu er þessu öfugt farið. Nánar um áhrif lokaðs meginæðaróss (Atresia aortae) á byggingu hjartans sjá myndina. NIÐURSTÖÐUR Tafla II sýnir yfirlit yfir meðfædda hjartagalla á íslandi árin 1957-76. Um er að ræða öll börn, sem krufin hafa verið á RH á aldrinum 0-6 daga (perinatal), að viðbættum öllum eldri börnum allt til eins árs aldurs, bæði lifandi fæddum og andvana fæddum. Table II. Autopsy cases of congenitally malformed heartsselectedfrom a material of 1,052 autopsies, 1957-76from the Department of Pathology, University of Iceland. All infants within one year of age and 390 stillborns are included. Age: A = 0-6 days, B = 0-1 years 1957-61 1962-66 1967-71 1972-76 1957-76 A B A B A B A B A B Malformed hearts 16 28 15 33 19 29 12 17 62 107 Anomalies of the systemic veins _ _ _ _ 1 1 _ 1 1 2 Anomalies of the pulmonic veins 2 2 2 6 5 5 _ _ 9 13 Abnormalities of the atrial septum (ASD) 1 2 - - 1 1 - - 2 3 Common atrioventricular orifice (canal) (AVC), abnormalities of the tricuspid orifice and valve apparatus - - - 1 1 1 - 1 1 3 Abnormalities of the pulmonoal orifice and valve - 1 1 3 1 1 1 2 3 7 Abnormalities of ductus arteriosus veins 1 4 - - 1 2 _ _ 2 6 Fibroelastosis cordis - 2 - - - - - _ _ 2 Abnormalities of the ventricular septum (VSD). 6 8 8 10 2 4 1 3 17 25 Abnormalities of the aortic orifice and valve ... - 1 2 2 - 3 5 5 7 11 Abnormalities of the aorta and aortic arch 2 2 1 2 1 2 1 1 5 7 Persistent truncus arteriosus 1 1 - 2 1 1 1 1 3 5 Transpositions of the great vessels _ 1 1 3 2 4 _ _ 3 8 Transposition complexes 1 2 - - - 1 - _ 1 3 Fallots tetralogy - - - 1 3 3 - - 3 4 Eisenmenger complex 1 1 - 2 - - - - 1 3 Cor triloculare biatricum and cor biloculare ... 1 1 - 1 - - 3 3 4 5 Total malformed hearts 16 28 15 33 19 29 12 17 62 107 Total malformations 43 61 42 66 49 65 54 64 188 256 Total autopsies 171 237 161 226 278 327 203 262 913 1052 Malformations of hearts as percentage of all malformations 37 46 36 50 39 45 22 27 33 42 Malformations of hearts as percentage of all autopsies 9 12 9 15 7 9 6 7 7 10

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.