Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 51 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 74. Árg. - FEBRÚAR 1988 MEÐFERÐ KRAN SÆÐ ASTÍ FLU Kransæðastífla og hjartadrep Nú eru liðin 75 ár síðan Herrick lýsti fyrstur manna bráðu hjartadrepi (1). Hann kallaði það ekki hjartadrep heldur skyndilega kransæðastíflu. Um nokkurt skeið voru uppi efasemdir um að hjartadrep stafaði af kransæðastíflu. Davies og Thomas rannsökuðu nýlega 100 sjúklinga, sem dóu fyrirvaralaust eða innan sex klukkustunda frá upphafi brjóstverkja og höfðu 75% þeirra þrengsli í kransæð (2). Kransæðarnar voru kvikmyndaðar og þverskornar með þriggja millimetra bili. Segar fundust hjá 74 og skellusprunga (plaque fissure) hjá 21, en ekkert slíkt hjá 100 manna viðmiðunarhóp sem dó um svipað leyti. Kransæðamyndatökur hjá sjúklingum með brátt hjartadrep hafa leitt í ljós, að æðarnar eru oftast stíflaðar í upphafi en geta opnast aftur með hjálp segaleysandi efna í líkamanum. Streptókínasi - segaleysandi lyf Á undanförnum árum hefur streptókínasi verið notaður til að leysa upp sega í kransæðum og hefur þeirri aðferð verið beitt á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Akureyri (3). Langstærsta rannsóknin á árangri streptókínasameðferðar er ítölsk, svonefnd Gissirannsókn, sem tók til 11.806 sjúklinga með kransæðastíflueinkenni, sem höfðu staðið skemur en fjórar klukkustundir. Þeim var skipt af handahófi í tvo hópa (4). Annar hópurinn fékk 1,5 milljón eininga streptókínasa í æð á einni klukkustund en hinn ekki. Mikill munur var á hópunum, sérstaklega þeim hluta sjúklinganna sem höfðu haft einkenni skemur en þrjár klukkustundir, en hjá þeim leiddi streptókínasameðferð til 23% lækkunar á dánartíðni. Segaleysandi meðferð getur einnig dregið úr stærð hjartadreps. í Western-Washington rannsókninni var útstreymisbrot vinstra slegils 48% hjá þeim sem fengu streptókinasa ef hann var gefinn sjúklingum með hjartadrep í framvegg innan þriggja klukkustunda frá upphafi einkenna (5), en 37% hjá þeim sem ekki fengu lyfið. Kröftugri segalosun (recombinant tissue plasminogen activation) Á síðastliðnum þremur árum hafa verið birtar niðurstöður fjölda rannsókna þar sem recombinant tissue type plasminogen activator (rt-PA) hefur verið notað sem segaleysandi efni í stað streptókínasa. Þetta prótín er náttúrulegt í mönnum, hefur miklu sérhæfðari áhrif á niðurbrot fíbríns en streptókínasi og veldur ekki fíbrínleysingu í skömmtum sem notaðir eru í segaleysandi meðferð við kransæðastíflu. Fyrsta rannsóknin bar saman rt-PA og streptókínasa og leiddi í ljós að kransæðin sem nærði hjartadrepssvæðið var opin 75 til 90 mínútum eftir lyfjagjöfina hjá 70% sjúklinga, sem fengu plasminogen activator en hjá 55% sjúklinga sem fengu streptókínasa, auk þess sem minni blæðingarhætta var af rt-PA (6). f næstu rannsókn var plasminogen activator borinn saman við geðþóttalyf (7). í lok meðferðarinnar voru kransæðar myndaðar og kom þá í ljós, að sjúka kransæðin var opin hjá 61% sjúklinga, sem fengu lyfið en aðeins hjá 21% þeirra, sem fengu það ekki. Þessar niðurstöður hafa verið staðfestar í rannsókn á 290 sjúklingum í Bandaríkjunum. Þeir höfðu haft einkenni skemur en sjö klukkustundir og var skipt af handahófi þannig að annar hópurinn fékk rt-PA en hinn streptókínasa í æð. Stífluð æð opnaðist hjá 62% sjúklinganna sem fengu plasminogen activator en hjá helmingi færri sem fengu streptókínasa og dauðsföll fyrstu sex mánuðina voru einnig helmingi færri hjá þeim sem fengu plasminogen activator (8). í öllum þessum rannsóknum hefur komið í ljós, að verulegu máli skiptir að sjúklingar fái lyfið eins fljótt og kostur er. í rannsókn í Michigan í Bandaríkjunum var lyfið gefið á heilsugæslustöð að meðaltali 2,2 klukkustundum frá upphafi einkenna og við myndatöku 90 mínútum síðar hafði lokaða kransæðin opnast hjá 80% sjúklinga og meðalútstreymisbrot vinstra slegils var 54% (9). Ef þyrla þurfti að flytja lyfið til sjúklingsins eða sjúklingurinn var fluttur á sjúkrahús liðu hátt í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.