Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 20
46 LÆKNABLAÐIÐ úrskeiðis þegar á fósturstigi, en ekki á sjúkdómsgreiningu við sjúkrabeð (klíník). Maurice Lev hefir með öðrum staðið fyrir enskri útgáfu á grein líffærafræðingsins Alexander Spitzers, fyrrum prófessors við Vínarháskóla: »Uber den Bauplan des normalen und misbildeten Herzens. Versuch einer phylogenetischen Theorie«. Með þýðingunni birtir Maurice Lev eigin athugasemdir og mat á kenningum Spitzers (4). Á endurskoðuðum kenningum Spitzers byggir Maurice Lev að nokkru niðurröðun efnis í bók sinni Autopsy diagnosis of congenitally malformed hearts (5). Af öðrum handbókum, sem núverandi höfundur hefir stuðst við, er m.a. vert að geta um An atlas of congenitally malformed hearts eftir Edwards, J.E. o.fl. (6), Pathology of the fetus and the infant eftir Potter, E. o.fl. (7) og Cardiophaties congenitales eftir Soulié, P. (8). Tölfræðilegra upplýsinga um fæðingar og ungbarnadauða hefir verið aflað í Heilbrigðisskýrslum (9). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Til grundvallar þessari úttekt á meðfæddum hjartasjúkdómum á íslandi eru lagðar niðurstöður krufninga ungbarna á fyrsta ári og andvana fæddum, sem gerðar voru á árunum 1957-76, flestar af höfundi, en niðurstöður allra annarra krufninga endurskoðaðar eftir því sem geymd sýni og önnur gögn leyfðu. Öllum þessum sýnum (hjörtum) var síðan komið í varanlega geymslu með merkingum er vísuðu til krufningaskýrslna vegna hugsanlegrar endurskoðunar síðar. Öll hjörtu voru viktuð á nákvæma vikt (10 mg) en það var nauðsynlegt vegna meinafræðilegrar greiningar þótt ekki séu viktir skráðar hér sérstaklega. Hjörtu og hinar stóru æðar voru klippt upp á hefðbundinn hátt og eftir nákvæma skoðun voru oft teknar myndir. Flest tilfellin, sem til krufningar komu, voru frá Fæðingadeild Landspítalans, Barnaspítala Hringsins og Fæðingarheimili Reykjavíkur. Sum voru lengra að komin (30%), en flest afbrigðileg tilfelli fæðandi móður eða nýfæddra barna koma þó fyrr eða síðar til meðferðar á fyrrgreindum stofnunum. Allur efniviður þessa úrtaks var eins og fyrr segir valinn úr krufningum áranna 1957-76 og skráðir Mynd 1. Lokaður meginœðarós - atresia of the aortic orifice (Ao atresia). Á myndinni sést hvernig meginslagæðin er dregin saman i oddmjóan ós, sem er þó alveg lokaður og sambandslaus við vinstra slegil, en gefur þó frá sér báðar kransœðar. Þetta er talinn megingalU þessa hjarta, en viðbrögðin eðlileg með opið sporgat (ASD secundum) og opin slagœðapípa (PAD) til þess að blóð frá lungum komist áfram um blóðflutningaleið fóstursins þó öfuga leið. Auk þess er míturloka óvirk og vinstri slegill lokað örverpi (cul-de-sac). Útkoman verður svo, frá starfrænu sjónarmiði, tvíhólfa hjarta. þeir meðfæddir hjartagallar, sem þar fundust, hver sem aðaldánarorsök annars var. Sem dæmi má nefna andvana fædd börn, sem dóu í eða fyrir fæðingu vegna afbrigða við naflastreng, vegna fjölkímisæxlis o.fl., en við krufningu fannst svo hjartagalli, sem þá fyrst hefði komið að sök ef barnið hefði fæðst lifandi. Lifandi fætt barn, sem dó úr vansköpun á nýrum eða lungum o.s.frv. en reyndist við krufningu einnig hafa hjartagalla og var þá skráður hér þótt ekki væri banvænn. í núverandi rannsókn var gengið ríkt eftir, að allir andvana fæddir væru færðir til krufninga og munu heimtur hafa verið um 100% á síðara helmingi tímabilsins. Þeir eru taldir andvana, sem engin merki sýndu um líf hvorki hjartslátt né útlimahreyfingar né öndun. Tvö tilfelli þar sem í annað vantaði bæði lungu (agenesis pulm. bilat) og í hitt barka (agenesis tracheae) lifðu þó í 40 og 45 mínútur. Ekkert þeirra andvana fæddu, sem hér koma við sögu voru léttari en 1000 g sem samsvara 28 vikna meðgöngutíma.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.