Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 40
62 LÆKNABLAÐIÐ Aldur 75-79 65-74 55-64 45-54 35-44 25-34 18-24 Medal tal 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 Hundradshlutar Mynd 13. Tannleysi íslendinga 1962 samkvæmt athugunum Dunbars, Möllers og Woiffs (1). 55-64 65-74 75-79 Aldur Mynd 14. Tíðni tannleysis karla í úrtaki Hjartaverndar borið saman við niðurstöður Dunbars, Möllers og Wolffsfrá 1962. ára), sem voru á bilinu 45-54 ára 1962, var tannleysi þá þegar orðið umtalsvert, eða tæplega 36%. Svo virðist, sem bati sé að koma í ljós í yngsta hópunum, þótt hægur sé. Tannleysi fer vaxandi með aldrinum hér, sem annarsstaðar, og kemur sú staðreynd fáum á óvart (4-22). Hjá hinum stærri þjóðum er tíðni tannleysis þó mismunandi eftir löndum og landshlutum (4). Tannleysi og ástand tanna er samkvæmt nokkrum rannsóknum verra hjá fólki, sem dvelst á stofnunum, en hjá þeim, sem eru úti í þjóðfélaginu (21, 22). Getum er að því leitt, að lélegra heilsufar og hreyfingarleysi kunni m.a. að valda þvi, að tennur séu færri og í verra ástandi (21). Haakanson (9) komst meðal annars að eftirfarandi niðurstöðum með rannsóknum sínum á Svíum: 1) Tannleysi eykst með aldrinum. 2) Tannleysi er mun algengara hjá konum en körlum. 3) Tannleysi er algengara við lægri tekjur, menntun og þjóðfélagsstöðu. 4) Tannleysi er algengara í »smærri samfélögum«. Ennfremur kemst hann að þeirri niðurstöðu, að tannleysi sé mjög svipað hjá báðum kynjum frá 20 ára aldri til og með 50-54 ára, en verður svo helmingi algengara hjá konum á aldrinum 55-60 ára. Rise og Helöe fundu, að 72% karla 65-79 ára voru tannlausir í Troms 1979 (10). í sama aldurshópi hjá Hjartavernd voru rúmlega 58% tannlausir. Axell og Öwall komust að raun um, að 43% 55-64 ára og 62,5% 65-74 ára sænskra karlmanna höfðu gervitennur árið 1979 (23). Karlarnir í úrtaki Hjartaverndar voru með gervitennur í öðrum gómi eða báðum í 39,3% tilvika 55-64 ára og 70,5% tilfella 65-74 ára. Axell og Öwall fundu og meira tannleysi hjá fólki til sveita en í þéttbýli (23). Samkvæmt enskri könnun, sem gerð var árið 1968, og endurtekin árið 1978, minnkaði tannleysi meðal 50-64 ára úr 64% í 48%, en úr 79% í 74% fyrir 65-74 ára. Bati var minnstur hjá 75 ára og eldri, eins og vænta mátti (24). Tannleysi virðist hafa aukist í Finnlandi hjá 50 ára og eldri frá 1970-1980, úr 42% í 45% meðal 50-64 ára og 54% í 67% meðal þeirra, sem eldri eru en 65 ára (25). Danskar rannsóknir 1975 og 1980 sýna jafnan bata í öllum aldurshópum (26, 27). Sé tannleysi karla samkvæmt nokkrum rannsóknum á Norðurlöndum borið saman við rannsókn okkar verður útkoman eins og sést í töflu VII. í Noregi minnkaði tannleysi almennt frá 1973-1981 um 6,3% hjá 50-64 ára fólki, en stóð næstum í stað hjá aldurshópnum yfir 65 ára. Á sama tíma hafði fjöldi þeirra, sem haldið höfðu fleirum en 20 sinna eigin tanna aukist um 15,8% fyrir 50-64 ára, en 5,3% fyrir 65 ára og eldri (12). Bandarískar kannanir sýna stöðugt lækkandi tiðni tannleysis og könnun, sem framkvæmd var í Iowa 1985 sýnir 38,5% tannleysi meðal 65 ára og eldri (11, 17, 18, 19).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.