Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.02.1988, Blaðsíða 46
68 LÆKNABLAÐIÐ keisaraskurðarbarnsnauð fyren nú, en öllum kom þeim um að ásamt, er þeir höfðu kannað skapnað sængrkonunnar, að hún gæti ekki fætt, og væri hér þvi eigi nema um það tvent að skipta að bæði móðir og fóstr hlyti að deya eptir laung og mikil harmkvæli hennar, eðr að ráðast þegar í keisaraskurðinn til þess að stytta þjáningar móðurinnar og bjarga lífi beggja ef svo vel gæti tekizt. Skiptu þá læknarnir niðr verkum með sér, hvað hver skyldi vinna þótt allir væri við: Chastang og Dexier »cloroformiseruðu« móðurina (gjörðu hana tilfinningarvana og aflvana með »cloroform«), Dr. Hjaltalín gjörði náraskurðinn, en Gísli Hjálmarsson gekk síðan til og skar upp móðurlífið og varð móðirin þá léttari að meybarni með fullu lífi og er vo 14 merkr í laugatroginu. Þetta gjörðist um kl. 10-11 24. f. mán. Voru umbúðir gjörðar um skurðarsárin, leið þá smámsaman cloroforms vanmegnið af móðurinni, og varð hún hress og heilsaðist eptir öllum hætti allt fram á hina næstu nótt: en þá fór hún að fá viðvarandi hóstakjöltr með ógleði, svo nóttin varð henni ókyr og næðislitil, færðust fyrir það úr lagi umbúðirnar og ýfðust sárin og máske blóðrásin hið innra, þegar leið á sunnudaginn (25. f. mán.) varð hún rænuskert og þar með allri lífsvon lokið enda skildi hún við hið sama kvöld undir náttmál. Barnið var skírt, að móðurinni lifandi: Júlíana Margrét, og lifir enn og dafnar eðlilega. 27. f.m. skáru þeir upp lík hennar, landlæknirinn og báðir hinir frönsku læknar, og sannaðist þá með líkskurðarrannsókninni, að fæðingin hafði verið alveg ómöguleg. Barnið lifir enn og hefir dafnað eðlilega til þessa.« Eins og fram kemur í Þjóðólfsgreininni, lést móðirin skömmu eftir aðgerðina og Vilmundur getur þess að þarnið, Júlíana Margrét, hafi látist rúmlega misserisgömul þann 31. desember 1865, föðurlaust tökubarn á Hrísbrú í Mosfellssveit. Enn ítarlegri dagbókarskýrsla, rituð á dönsku er fyrirliggjandi um þessa aðgerð. Byrjunin lofaði þannig ekki góðu, enda ekki um neitt sjúkrahús að ræða í Reykjavík á þeim tíma og ætlar Vilmundur Jónsson að aðgerðin hafi verið gerð á heimili sjúklingsins, þ.e. í Suðurbænum í Þingholtunum (líklega þar sem nú er Þingholtsstræti 7), þar sem stúlkan var niðursetningur. Annað sem teljast verður sögulegt við þessa aðgerð, sem Vilmundur Jónsson einnig bendir á, er það að öll rök hníga að því, að þetta hafi verið fyrsta svæfing á íslandi í sambandi við barnsfæðingu. Líða nú 45 ár án nokkurra heimilda um keisaraskurði á íslandi, og þó! Annar keisaraskurðurinn sem gerður var á íslandi og öruggar heimildir eru um, var gerður af Matthíasi Einarssyni á höfuðdaginn 1910 á St. Jósefsspítala í Reykjavík. Þessa keisaraskurðar er ekki getið í heilbrigðisskýrslum, en hins vegar í aðgerðarskrá frá því ári, sem enn er til á St. Jósefsspítala. Matthíasi sjálfum hefur þannig ekki þótt ástæða til að greina nánar frá þessari aðgerð, enda þótt vitað sé, að þetta var fyrsti keisaraskurðurinn hér á landi, þar sem móðir og barn lifðu af aðgerðina. Þórunn Á. Björnsdóttir Ijósmóðir gaf, árið 1929, út »Nokkrar sjúkrasögur« úr fæðingabók, þar sem hún lýsir aðdraganda þessarar aðgerðar, en sjúklingurinn var 36 ára gömul kona barnshafandi í fyrsta sinn. Af lýsingunni verður ráðið, að um algjör grindarþrengsli hafi verið að ræða og þegar sex voru dægrin frá því að sóttin hófst var konan flutt af Mýrargötu upp á Landakotsspítala. Getur Þórunn þess, að tæpur klukkutími var frá því að byrjað var að svæfa konuna, þangað til allt var búið: »Hjálpin var innifalin í því að Iæknirinn gerði keisaraskurð á konunni. Það fyrsta sem sást af barninu var vinstri mjöðmin og lærið. Læknirinn tók fyrst í fót og sveigði hann út, þar næst sitjandann og hinn fótinn og svo áfram kroppinn. Handleggjunum var hjálpað fram líkt og við niðurkroppsstöðu. Höfðinu var erfitt að ná, og það sem olli því mun hafa verið að höfuðið hafði fest sig í efra opi grindarinnar, að samdrættir voru í leginu og að skurðurinn var heldur litill fyrir höfuðið. Skurðurinn var þá stækkaður ofurlítið og þá losnaði höfuðið við næsta átak og barnið fæddist um þennan nýja fæðingarveg gjörðan af læknishöndum. Ég tók á móti blessuðu barninu þegar það kom. Það var táldautt, en lifnaði þó innan skamms við, við bað, sveiflur, nudd og við það að sjúga upp úr því. Það voru mér unaðsrík hljóð þegar Guð gaf okkur að það mátti vitna um líf í blessuðu litla brjóstinu. Lof og þökk sé góðum Guði fyrir líf þeirra beggja. Strax eftir að barnið var komið tók læknirinn fylgjuna sem lá efst í leginu aftan til. Því næsta var secale dælt í læri konunnar til þess að örfa samdrætti. Svo voru slæður sem eftir voru í leginu teknar og þerrað allt blóð. Að því loknu var allt saumað vandlega saman. Síðan var blessuð konan borin upp á háaloft sofandi, en hún vaknaði skömmu síðar og hafði þá furðu litlar þrautir.« Eftir þriggja vikna legu á Landakotsspítala lýsir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.