Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Síða 25

Læknablaðið - 15.01.1989, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 17 Tafla II. Á töflunnisést hœð ogþyngdskólabarna íReykjavíkfrá 1910 til 1965. Hœð ogþyngd hefur lengstum verið talin einn besti mœlikvarði á vöxt og þroska og þar með á nœringarástand, sem oft reynist nátengt heilsufarinu. á töflu 2 og línuriti sjást miklar framfarir á tímabilinu, eða um 10% hæðaraukning osv. frv. Sllkar niðurstöður, ef reynast neikvœðar við skoðun á einstökum börnum gefa tilefni til sérstakra heilsuverndaraðgerða, sem einnig kunna að ná til heimila barnanna og nánasta umhverfis. Taflan og línuritin eru unnin upp úr mcelingum prófessors Guðmundar Hannessonar, Lbl. 1917, bls. 156, skólaskoðunarskýrslum, Gunnlaugs Einarssonar 1924-27, Árbókum Reykjavikur 1940 og 45 eftir dr. Björn Björnsson og heilbrigðisskýrslum 1963, Benedikt Tómasson og Guðjón Hansen (1965). Árin drengir stúlkur drengir stúlkur drengir stúlkur drengir stúlkur HÆÐ 8 ára................................ 122,3 121,6 124,1 122,1 129,5 128,1 132,0 130,8 lOára................................ 131,0 130,2 134,2 132,8 138,6 137,8 142,9 141,9 12 ára............................... 138,3 139,6 144,4 142,5 147,2 148,1 152,8 154,9 ÞYNGD 8 ára................................ 23,0 22,8 24,1 23,4 26,6 26,1 28,8 27,9 lOára................................ 27,3 27,0 29,9 28,3 31,8 31,7 35,8 35,1 12 ára............................... 31,3 32,0 35,5 35,8 37,7 38,8 43,3 45,2 sums staðar í nálægum löndum hafi mikið skort á, að þessu hafi verið framfylgt réttilega. Guðmundur drepur líka réttilega á það að hæðar- og þyngdarmælingar séu mjög góður mælikvarði á vöxt og viðgang barnanna, næringarástand o.s.frv. (Tafla II). í samtíningi í þessu sama Læknablaði 1917 er einnig skýrsla um berklapróf (»Pirquet«) á skólabörnum árin 1911-1916, en þær rannsóknir gerði Jón Hjaltalín héraðslæknir í Reykjavík. Þar kemur í ljós að berklasmit hafði átt sér stað í yfir 80 af hundraði 14 ára barna og er það glöggt dæmi um útbreiðslu berklaveikinnar hér á þeim árum. Annars er nýbúið að taka berklahælið á Vífilsstöðum í notkun þegar berklapróf byrja. Samkvæmt berklalögunum 1903 er mikil áhersla lögð á rannsókn á berklum og forvarnaraðgerðum gegn þejm. Meðal annars er þá ákveðið, að í öllum opinberum byggingum skuli vera »hrákadallar« en ekki hrækt á gólfið því menn óttuðust smit út frá hrákum í þá daga sem von var til (Tafla III). Það má segja, að skólaeftirlitið hafi boðið upp á hina víðtækustu og bestu rannsóknaraðstöðu og aðferð vegna berklanna, en það var berklaprófið þar sem svo mörg börn komu saman á hverju ári. Allt frá þeim tíma að berklaprófið fyrst var tekið upp og til þessa dags hefur það verið eitt sterkasta vopnið í hendi þeirra manna sem voru að berjast gegn berklunum. Jákvætt berklapróf sýndi á áþreifanlegan hátt, að barnið hafði komist í snertingu við smitandi menn, karl eða konu, annað hvort í heimahúsum eða í næsta nágrenni og átti það því frekar við sem börnin voru yngri. Var þar hægt að ganga að smitberunum vísum og koma þeim í læknishendur án tafar, þó stundum hafi þurft að leita lengra. Á síðasta ári annars áratugarins, er skólinn tekinn fyrir sjúkrahús í inflúensunni eða spönsku veikinni sem hér gekk yfir. Á árunum 1918-19 fer héraðslæknir fram á nákvæma hreinsun á skólahúsinu áður en það verði tekið aftur í notkun sem skólahús eftir að það hafði verið sjúkrahús í nokkurn tíma. Á stríðsárunum aukast matgjafir og árið 1918 er kostnaður við þær áætlaður 3.000 krónur, hefur meira en tvöfaldast á einu ári, farið úr 1.200 krónum í 3.000. Árin 1920-1939. Skólaeftirlit og læknisskoðanir taka á sig framtíðarmynd Hér verða raktar ýmsar ákvarðanir skólanefndar sem segja má, að séu upphaf hinna ýmsu þátta skólaeftirlits framtíðarinnar. í þessum skólanefndarfundargerðum sést einnig hvenær fyrsti skólalæknirinn, sem ekki var héraðslæknir um leið, hóf störf 1920, fyrsti tannlæknirinn 1922, fyrsta skólahjúkrunarkonan 1922 og fyrsti skólaaugnlæknirinn 1920. I seinni tíma ritum svo sem »Skipan heilbrigðismála á íslandi« og »Ársskýrslum heilbrigðismálaráðs«, er snerta heilsugæslu í skólum, gætir misskilnings með ártöl þessi og atburðirnir tímasettir talsvert seinna en raunverulega var eða frá 1924-1929 eins og sést í umræddum skýrslum. Hér taka fundagerðir skólanefndar af öll tvímæli. í hinum ágætu skýrslum Gunnlaugs Einarssonar skólalæknis Barnaskóla Reykjavíkur frá 1924-1927 hefur slæðst inn sú villa, að skólaeftirlit Guðmundar Hannessonar hafi byrjað 1906. Hið sanna er, að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.