Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 28
20 LÆKNABLAÐIÐ mjólkurgjafir í barnaskólum af hálfu skólafélags barnakennara. Fyrir árið 1933 er áætlað að að verja kr. 19.000 í heilbrigðiseftirlit og tannlækningar, kr. 15.000 í matargjafir og kr. 3.000 til leikfimi vegna hryggjskekkju eða alls 37.000 krónum af 135.000 króna kostnaði utan kennaralauna eða 27,4<7o og fer þvi þessi kostnaður hækkandi. Kennaralaun eru svipuð og annar heildarkostnaður, það er 130.000 krónur. Árið 1932 er ráðinn sérstakur sundkennari við sundlaug Austurbæjarskólans, Vignir Andrésson, en eins og vitað er hafði sundkennsla farið fram um langan tíma við Sundlaugarnar í Reykjavík. Sumarið 1933 er farið fram á að gerður verði sérstakur samningur við skólalækna. Þrem árum seinna voru lögð fram drög að erindisbréfi fyrir skólalækna og gerð tillaga um sérstakt skoðunargjald, kr. 2,50, fyrir barnið. Hér er að finna upphafið að samræmdum skólaskoðunarspurningum og samræmdu mati á kvillum skólabarna. Sama ár var ályktað um matgjafir við barnaskólann eins og raunar á hverju hausti í sambandi við fjárhagsáætlun. Fyrir skólaárið 1934 voru útgjöld til heilbrigðismála áætluð 27% af öllum útgjöldum skólanna fyrir utan laun kennara. Vorið 1934 var lögð fram tillaga kennara um eftirlit með veikluðum börnum sem einnig fari fram yfir sumartímann. Hér er um að ræða fyrstu hugmynd um gæslunemendur sem síðar fengu fastari sess í skólaskoðunarkerfinu. Þetta sama vor 1934 fara skólalæknar fram á sérherbergi fyrir starfsemi sína við skólana. Ekki er talið fært að nota sama herbergi og tannlæknir til almennrar skólaskoðunar. Þetta sama ár falast skólalæknar eftir því í bréfi til nefndarinnar, að stofnaður verði heimavistarskóli fyrir veikluð börn eða aðstaða til slíkrar heimavistar í Laugarnesskólanum, sem nú var í byggingu við Reykjaveg og skyldi byggingu skólans vera hagað í samræmi við það. Árið 1935 hófst svo þessi starfræksla í hinum nýja skóla, það er eins konar sjúkradeild, undir forstöðu Vigdísar Blöndal, sem hafði áður fengið styrk til að kynna sér slíka starfsemi í heimavistarskólum í Danmörku. Hinn 5. október þetta ár beinir skólanefndin þeirri ósk til bæjarráðs að mjólkur- og lýsisgjafir skyldu hefjast í barnaskólanum hið fyrsta. Hér er í fyrsta skipti á skólanefndarfundum minnst á lýsisgjafir í skólanum. Eins og fram kemur í gjörðum skólanefndar, þ.e. fundagerðabókunum, eru frá árunum 1920-1939 flestir aðalþættir skólaeftirlits þegar komnir fram í lok fjórða áratugarins. Beinar tilvitnanir í skólanefndarfundagerðir eru gerðar af marggefnu tilefni sem er miskilningur síðari tíma manna á ársetningu ýmissa þessara byrjunaratriða, svo sem skólalæknis, skólahjúkrunarkonu o.fl. Þegar hér er komið við sögu eru skólarnir í Reykjavík orðnir fimm talsins, sumir mjög fámennir og afskekktir, til dæmis Viðeyjarskóli með 14 börn og Seltjarnarnesskóli með 50 börn. Hinir skólarnir eru stærri, Skildinganesskóli með 264 börn, Miðbæjarskóli 1.779 börn, Laugarnesskóli 327 börn og Ausurbæjarskóli 1.809 börn. Alls eru því hér 4.243 börn sem árleg skólaskoðun nær til. Skólalæknar þessa tíma hafa séð erfiðleika á að fá fullkomlega samræmdar niðurstöður úr skólaskoðunum og höfðu því fengið samþykkt erindisbréf. Samræmdar aðferðir og tæki nægðu þó ekki fyllilega til þess að tryggja fullt samræmi í niðurstöðum því að mat sjúkdómseinkenna vill verða einstaklingsbundið og erfitt um stöðlun eins og átti eftir að koma í ljós. í fræðslulögum nr. 94/1936 segir í 27. grein: Lækniseftirlit með heilbrigði skólabarna og kennara og hollustuháttum skólanna skal haga eftir því sem fræðslumálastjórn ákveður í samráði við heilbrigðisstjórn (sbr. reglugerð nr. 50/1944 hér á eftir). Þess má ennfremur geta hér, að fyrstu rannsóknir á mataræði skólabarna hóf Baldur Johnsen í Laugarnesskóla veturinn 1938-1939 eins og um getur i Læknablaðinu 1941 þar sem niðurstöður í Reykjavík og annars staðar eru raktar. Sams konar rannsókn gerði Manneldisráð 1977-1978, samanber fylgirit með Heilbrigðisskýrslum 1981. Tímabilið 1940-1959. Ný lög og reglugerðir vísa veginn til framtíðarinnar Á fyrsta ári þessa timabils eru sett ný lög um stjórn íþróttamála nr. 25/1940. Þar er gert ráð fyrir framkvæmdastjórn i höndum íþróttafulltrúa ríkisins til aðstoðar fræðslumálastjórn í framkvæmd íþróttamála sem segja má, að sé einn af hyrningasteinum líkams- og heilsuræktar. Með reglugerð nr. 50/1944 eins og fyrr er drepið á, er málum þessum komið i enn fastara form og þá ákveðin kennsla í heilsufræði i barna- og unglingaskólum. í fyrstu árbókum Reykjavíkur árin 1940 og 1945, einkum þó 1940, er gerð grein fyrir þróun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.