Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 32
22 LÆKNABLAÐIÐ ungbörnum, smábörnum og það allt á einum stað undir einni stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Ljósböð voru tekin upp í barnaskólunum árið 1940 og til þess tekin stofa í hverjum skóla og ráðinn starfsmaður til að sjá um framkvæmd. Hætt var við ljósböðin í lok áttunda áratugarins. Tímabilið 1960-1983. Draumarnir rætast Segja má, að á þessum árum verði heilsuvernd í skólum að þeim mikilvæga þætti í barna og unglingavernd sem björtustu vonir stóðu til eða bjartsýnis- og heilsuverndarmenn hafði dreymt um. Árið 1962 bættist við nýr þáttur, heyrnarverndin, sem ekki veitti af í því hávaðasama þjóðfélagi, sem við lifum nú í, á vinnustöðum og skemmtistöðum. Zontaklúbbur Reykjavíkur gaf tæki til þess eftirlits og voru þegar á árinu 1962 prófuð 3.862 börn með þeim. Árið 1968 fékk þessi starfsemi bætta aðstöðu í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Á árunum 1967-1973 hafa farið fram 5 til 6 þúsund árlegar heyrnarmælingar á nemendum skóla, aðallega 7-12 ára. Árið 1973 þurfti að vísa 89 börnum í sérstaka meðferð til eyrnalækna. Með heyrnarskoðunum skólabarna og annarra með hinni góðu aðstöðu í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var lagður grundvöllur að einum þýðingarmesta þætti í forvörnum atvinnusjúkdóma í landinu. Einn algengasti atvinnusjúkdómurinn var að verða heyrnarskemmd af völdum hávaða á hinum ýmsu vinnustöðum, skemmtistöðum og víðar. Annað vandamál sem nú kom upp á yfirborðið á seinni árum vegna breyttra þjóðfélagshátta að ýmsu leyti var mataræði skólabarna þar sem heimilin voru ekki lengur fær um að sinna þessu hlutverki sínu og vegalengdir í borginni milli heimilis, skóla og vinnustaða voru að lengjast æ meir. Á vegum Manneldisráðs var því 1977 eins og fyrr er greint frá hafin athugun á mataræði, þar með máltíðum og matarvenjum skólabarna í nokkrum grunnskólum í Reykjavík. Af þessum könnunum þótti sýnt, að mataræði og matarvenjum skólabarna var í ýmsu ábótavant og voru söluskálar og sjoppur æði oft helstu matstaðir barnanna, þar sem eingöngu var neytt sykraðra gosdrykkja og sælgætis o.s.frv., samanber skýrslu um mataræði skólabarna í Reykjavík, könnun Manneldisráðs 1977-78 eftir Baldur Johnsen (fylgirit með heilbrigðisskýrslum 1981 nr. 1). Ef niðurstöður þessarar rannsóknar eru bornar saman við fyrri rannsóknir Baldurs Johnsens fyrir 40 árum kemur í ljós þegar á heildina er litið, að neysla sælgætis og gosdrykkja hafði aukist gífurlega. Neysla járns og fituleysanlegra vítamína var í lágmarki. Neysla máltiða í heimahúsum hafði minnkað verulega. Neysla ávaxta og grænmetis hafði aukist. Stjórnskipuð nefnd rannsakaði aðstöðu í skólum til matreiðslu og borðhalds og var slík aðstaða óvíða eða yfirleitt ekki fyrir hendi í grunnskólum. Þá hafði nefndin og forgöngu um, að sett yrði saman skólanesti sem miðað var við dagsþarfir 11-14 ára gamalla barna og skyldi það innihalda um 20% orku, hvítu og kalki, B, og B2 vítamínum og um 6% járns og yfir 90% C-vítamíns og þetta allt saman miðað við tilteknar erlendar töflur um dagsþarfir barnanna. Fræðsluráð Reykjavíkur hóf síðan byrjunarframkvæmdir í reynsluskyni haustið 1982 en haustið 1983 komst starfsemi þessi í fullan gang. Með neyslu þessa nestis í skólum átti að vera hægt að fella niður lengri frímínútur um miðjan daginn og stytta þannig skóladaginn um allt að einni klukkustund þegar á allt var litið og þar með að gera skólatímann samfelldan, samanber nefndarálit um skólafæði. Það var skoðun lækna og skólamanna, að með þessu nýja átaki mætti draga nokkuð úr sjoppurápi í frímínútum og þar með minnka hina miklu neyslu sælgætis og gosdrykka. Til ofáts sælgætis var talið að rekja mætti að stórum hluta hversu erfiðlega gengi í baráttunni við tannskemmdir unglinga þrátt fyrir gífurlega fyrirhöfn og kostnað af hálfu borgarinnar vegna tannlækninga. Þótt þessu yfirliti sé fyrst og fremst ætlað að rekja ástand mála í læknisþjónustu skóla áður en grunnskólalögin tóku gildi, verður ekki komist hjá því að drepa á nokkrar breytingar á læknisþjónustu fyrir og eftir 1980, auk þess sem að framan er rætt um mataræði. Tekin var upp leit að mótefnum gegn rauðum undum í 11 ára telpum og síðan bólusettar þær sem ekki höfðu mótefni (ekki fengið sjúkdóminn). Tekin var upp mislingabólusetning. Kúabólusetningu var hætt þar sem stórabóla var talin vera úr sögunni í heiminum. Hætt var við lýsisgjafir, m.a. vegna erfiðleika í framkvæmd enda heimilum treyst fyrir því hlutverki og það í samræmi við niðurstöður áðurnefndrar könnunar á mataræði skólabarna. Þá var eigi lengur talin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.