Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 46
32 LÆKNABLAÐIÐ KRABBAMEIN í BRISKIRTLI. SJÚKLINGAR GREINDIR Á BORGARSPÍTALANUM 1974-1984 Davíð O. Arnar, Ásgeir Theodórs, Gunnar H. Gunnlaugsson, Helgi ísaksson. Lyflækningadeild og Skurðlækningadeild Borgarspítalans, Rannsóknastofa Háskólans í líffærameinafræði. Gerð var afturskyggð rannsókn á 67 sjúklingum sem greindir voru með krabbamein í briskirtli á Borgarspítala á tímabilinu 01.01.74 til 31.12.83. Sjúkdómsgreining var staðfest með kviðristu (explorative laparotomy), ERCP, CT, sónar, vefjarannsókn eða krufningu. I hópnum var 31 karl og 36 konur (kynjahlutfall 1/1,2). Meðalaldur sjúklinga við greiningu var 71,6 ár. Sjúkdómsgreining var staðfest með vefjarannsókn hjá 47 sjúklingum (70%). Adenocarcinoma greindist hjá 46 þeirra, en islet cell tumor hjá einum sjúklingi. Við greiningu var verkur (81,2%), gula (59%) og megrun (39,7%) algengustu einkennin. Meinvörp voru til staðar í 67,2% tilfella. Staðsetning æxlis var algengust í caput (40,3%). Framhjáhlaup á görnum og/eða gallvegum var gert hjá 64,2% tilfeila. Brottnám æxlis var framkvæmt hjá fjórum sjúklingum (6%), þ.e. Whippels aðgerð þrír sjúklingar og total pancreatectomy einn sjúklingur. Krabbameinslyfjameðferð fengu 19,4% sjúklinga. Fjórðungur sjúklinga fékk enga meðferð. Meðallifun sjúklinga voru 192 dagar, 18% lifðu í eitt ár, 3% í tvö ár og 1,5% í þrjú ár eftir sjúkdómsgreiningu. Enginn sjúklingur lifði í fjögur ár eða lengur. Niðurstaða: 1. Krabbamein í briskirtli er sjúkdómur hjá eldra fólki. Meðalaldur við greiningu var 71,6 ár í þessari athugun og er hærri en áður hefur verið lýst. 2. Kviðrista var algengasta greiningaraðferðin á rannsóknartímabilinu. 3. Framhjáhlaup á görnum og/eða gallvegum var algengasta meðferðin. Höfundar (D.O.A., Á.T., H.f.) vinna að frekari athugun á faraldsfræði briskirtilskrabbameins á íslandi. SKIPULÖGÐ LEIT AÐ ÆXLUM I RISTLI OG ENDAÞARMI: FRUMKÖNNUN Ásgeir Theodórs, Anna Pálsdóttir meinatæknir, Stefán Aðalsteinsson tölfræðiráðgjafi, Hrafn Tulinius, Nicholas Cariglia, Ólafur Gunnlaugsson. Krabbameinsfélag íslands. Tilgangur könnunarinnar var að kanna þátttökuvilja, framkvæmd og niðurstöður slíkrar leitar á íslandi. Sex þúsund einstaklingum (þrjú þúsund körlum og þrjú þúsund konum) á aldrinum 46 til 70 ára var boðin þátttaka og voru einstaklingar valdir af handahófi úr þjóðskrá, 120 af hvoru kyni úr hverjum aldursflokki. Þátttakendur voru 5800 af höfuðborgarsvæðinu en 100 einstaklingar frá hvorum stað Bolungarvík og Egilsstöðum. Þeim voru send hemoccult spjöld (Röhm Pharma GmbH Darmstat, Germany) og sendu þeir síðan sex saursýni til baka til rannsóknar. Innsend hægðasýni á hemoccult spjöldum reyndust 2355 (40%). Þátttaka karla var 35% en kvenna 45%. Blóð í hægðasýnum fannst hjá 46 einstaklingum (1,95%). Fullkomin ristilspeglun (að caecum) var framkvæmd hjá 36 einstaklingum (78%), ófullkomin ristilspeglun var framkvæmd hjá níu einstaklingum (20%) sem síðar fóru í tvícontrast ristilmynd. Einn einstaklingur var ekki rannsakaður frekar. Hugsanleg skýring fannst á blóði í saur hjá 37 einstaklingum (82%). Adenocarcinoma coli fannst hjá þremur einstaklingum (6,7%), tveimur konum og einum karli (stigun A,C,D). Einnig greindust 9 adenomatous polypar (tubular 8 og tubulovillous 1) hjá fimm einstaklingum (11%), 56% voru stærri en 1 cm. í þvermál. Haemorrhoidar greindust hjá 40% og diverticulosis hjá 16% einstaklinga. Engra fylgikvilla varð vart við ristilspeglun. Þá voru send 1000 bréf til þeirra sem ekki þáðu þátttöku og svöruðu 300 (30%), um 60% þeirra ætluðu að taka þátt í könnuninni en komu því ekki í verk. Niðurstaða: 1. Þátttaka í þessari skipulögðu leit er sambærileg við aðrar erlendar rannsóknir. 2. Fjöldi greindra illkynja æxla og góðkynja adenoma virðist heldur minni en við sambærilegar erlendar rannsóknir. 3. Framkvæmd er auðveld og þátttökuvilji góður. 4. Ástæða er til að halda áfram slíkri frumkönnun með því markmiði að meta frekar kostnað slíks leitarstarfs og áhrif aukinnar fræðslu á þátttöku einstaklinga. INTRAOPERATIVE ENDOSCOPY (IOE). GREINING OG MEÐFERÐ Á TVEIMUR SJÚKLINGUM Ásgeir Theodórs, Jóhannes Gunnarsson, Árni Björnsson. Lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, Skurðlækningadeild og Lyflækningadeild Borgarspítalans. Skýrt er frá tveimur sjúklingum, sem gengust undir intraoperative endoscopy (IOE) á Borgarspítalanum. Fyrsti sjúklingur var 77 ára gamall karlmaður með intermittent melena og 26 blóðgjafir á einu ári. Angiodysplasiur í maga og skeifugörn voru endoscopiskt electrocoaguleraðar (monopolar). Hinn sjúklingurinn var 73 ára gömul kona með chron. hypochrome anemiu og occult blóð í saur. Grunur lék á blæðandi lesion í colon. Báðir sjúklingar höfðu áður gengist undir ítarlegar rannsóknir, sem ekki leiddu til öruggra sjúkdómsgreininga. Vegna gruns um blæðandi lesionir í smágirni og/eða colon var framkvæmd IOE. Eftir laparotomy var colonoscope rennt niður um efri meltingarveg og smágirnið síðan þrætt upp á speglunartækið. Smágirnið var transilluminerað, lesionir staðfestar og meðhöndlaðar. Fyrri sjúklingur reyndist hafa multiple angiodysplasiur, sem voru electrocoaguleraðar (27) og resecteraðar. Aðgerðin stóð í 2Vi klst. Blæðingum frá meltingarvegi fækkaði verulega og sjúklingi vegnaði vel ári eftir aðgerð. Seinni sjúklingur reyndist hafa multiple telangiectasiur í smágirni, sem voru electrocoaguleraðar (monopoiar), en í colon fannst illkynja æxli (adenocarcinoma) vaxið frá ovary hægra megin. Gerð resection en tveimur vikum síðar var hún op. aftur og greind perforation eftir electrocoagulation. Sjúklingur lést fjórum dögum síðar. Niðurstaða: 1. IOE kemur vel til álita þegar grunur leikur á multiple
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.