Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 50
34 LÆKNABLAÐIÐ of night-time dosing with H2-antagonists is also associated with highly acceptable ulcer healing rates and is convenient for and acceptable to patients. This provides effective therapy and should avoid any of the inherent problems of prolonged anacidity. LACK OF EFFECT OF COD LIVER OIL ON VENTRICULAR EXTRASYSTOLES AFTER MYOCARDIAL INFARCTION Þórður Harðarson, Árni Kristinsson, Guðrún Skúladóttir, Hanna Ásvaldsdóttir, Snorri P. Snorrason. The Dcpartment of Medicine, National University Hospital, The Science Institute of the University of Iceland. Previous work has shown that in experimental animal models, a lower incidence of arrhythmias and sudden death was observed if the animals were fed cod liver oil or fish oil. After a 48 hour control period 18 men who were recovering from acute myocardial infarction were given 20 ml cod liver oil for six weeks, either immediately after the control period, during weeks 0-6 (n= 10), or during weeks 6-12 (n = 8). 48 hour Holter monitoring was carried out before cod liver oil administration and at the end of weeks 6 and 12. The eicopentaeonic acid content of plasma phospholipids was increased 2,3 fold during cod liver oil administration. However, no significant change was observed in the 24 hour prevalence of ventricular extrasystoles or other arrhythmias during the study period. The mean ln number of ventricular extrasystoles was 2,95 ±0,51 (SD) during cod liver oil ingestion and 2,63 ±0,30 off cod liver oil. ÁHRIF LÝSISTÖKU Á LÍPÍÐ OG APOLÍPÓPRÓTÍN í BLÓÐI SJÚKLINGA EFTIR HJARTADREP Elín Ólafsdóttir, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Guðrún Skúladóttir, Árni Kristinsson, Þórður Harðarson. Rannsóknadeild Landspítalans i meinefnafræði, Lyflækningadeild Landspítalans, Raunvísindastofnun Háskóla íslands. Vitað er að þorskalýsi ver tilraunadýr gegn hjartsláttaróreglu og skyndidauða, þegar þau eru áreitt með efnum eins og isoproterenoli (1). Jafnframt er talið að lág tíðni hjarta- og æðasjúkdóma í Grænlendingum stafi af mikilli neyslu feitmetis úr sjó þar í landi (2). Hér er skýrt frá áhrifum þorskalýsis á lípíð og apolípóprótín A1 og B í 17 sjúklingum, sem höfðu fengið hjartadrep og fylgt var eftir í 12 vikur eftir útskrift af hjartadeild. Hópnum var skipt í tvennt og fengu níu sjúklingar 20 ml af þorskalýsi á dag til viðbótar venjubundnu fæði í sex vikur, en átta voru án lýsis þennan tíma. Þá var hópunum víxlað og sjúklingarnir átta hófu að taka lýsi en hinir níu hættu og fylgst var með hópunum í aðrar sex vikur. Tekin voru fastandi blóðsýni tvívegis fyrir útskrift og síðan á tveggja vikna fresti í 12 vikur, alls 8 sýni úr hverjum sjúkling. Mæld voru í sermi: tríglyceríð, heildar kolesterol, HDL-kolesterol, apolípóprótín A1 og B. Ennfremur var magn fjölómettuðu fitusýranna EPA (eicosapentaenoic acid) og DHA (docosahexaenoic acid) ákvarðað í plasma tríglyceríðum, fosfólípíðum og kolesterol-esterum. Mikil hækkun varð á EPA og DHA í blóði þeirra sem tóku lýsi og hækkaði EPA hlutfallslega meira í plasma lípíðum en DHA borið saman við magn þeirra í lýsinu sjálfu. Engin breyting varð á apolípóprótínum við lýsistöku og aðeins lítilsháttar aukning á heildar og HDL-kolesteroli, ekki marktæk. Hins vegar varð marktæk lækkun á tríglyceríðum (15% af meðaltali) í blóði sjúklinga meðan þeir tóku lýsi, en þeim áhrifum hefur áður verið lýst bæði í heilbrigðu og sjúku fólki (3). Hjartsláttaróregla greindist ekki í hópunum tveimur á tilraunatímanum og því ekki unnt að meta áhrif lýsistökunnar á postinfarct arrythmiur. Heimildir: 1) Benediktsdóttir VE, Guðbjarnason S. J. Molecular and Cellular Cardiology. I prentun. 2) Dyerberg J. Nutr Rev 1986; 44: 125-34. 3) Kinsella JE. Seafood and Fish Oils in Human Health and Disease. Marcel Dekker Inc., N.Y. and Basel, 1987: 70-4. KRANSÆÐASTÍFLA Á SJÚKRAHÚSI AKRANESS 1981-1987 Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Ágúst Kárason, Ari Jóhannesson. Lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness. Gerð var afturvirk úttekt á sjúkraskrám sjúklinga sem greindust með bráða kransæðastíflu á Sjúkrahúsi Akraness 1981-1987. Sjúkdómsgreiningin byggðist á skilmerkjum WHO. Á þessu tímabili greindust 140 tilfelli, þar af voru 92 karlar og 48 konur. Meðalaldur hópsins var 71,1 ár. Meðalaldur karla var 66,3 ár en meðalaldur kvenna var 72,9 ár. Flestir sjúklinga eða 47,1% komu frá Akranesi, 35,0% úr Borgarfjarðar- og Mýrasýslu en 17,9% af öðrum stöðum. í um helmingi tilfella komu sjúklingar á sjúkrahúsið innan 5 klst. frá byrjun einkenna. Af 140 tilfellum dóu 35 eða 25%. 35% af þeim konum sem lögðust inn vegna bráðrar kransæðastíflu dóu en 20% karlanna. Meðalaldur þeirra kvenna var 76,9 ár en meðalaldur karlanna var 75,3 ár. Þeir sem dóu voru allir eldri en 50 ára, 20,5% voru á aldursbilinu 60-69 ára, 23,7% á aldursbilinu 70-79 ára en helmingur áttræðra og eldri dóu. Um helmingur (49%) sjúklinganna dóu á fyrsta sólarhring eftir komu. Helstu dánarorsakir voru cardiogen shock (lost) eða’ í 54% tilvika, hjartabilun og arrhythmia voru hvor um sig í 20% tilvika. Flestir sem lifðu höfðu enga eða ómarktæka fylgikvilla. Algengustu fylgikvillar voru arrhythmiur, sem þörfnuðust lyfjameðferðar (24%) og hjartabilun (23%). Tveir sjúklingar lifðu af cardiogen shock (lost). Átján sjúklingar fengu bráða kransæðastíflu á sjúkrahúsinu og af þeim létust sjö (39%). Dánartíðni miðað við búsetu skiptist þannig að um 21% Akurnesinga deyja, 31% þeirra sem búa í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, en 24% sem koma frá öðrum stöðum. Nánar verður rætt um þessar niðurstöður og gerður samanburður við niðurstöður annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.