Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 51

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 35 KRANSÆÐASTÍFLA A LYFLÆKNINGADEILD FSA ÁRIN 1984-1986 Guðmundur Rúnarsson, Haraldur Bjarnason, Jón Þór Sverrisson, Þorkell Guðbrandsson. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Tilgangur þessarar könnunar var að athuga hvernig staðið hefði verið að greiningu, rannsóknum og meðferð sjúklinga með bráða kransæðastíflu á Lyflækningadeild FSA á árunum 1984 til 1986. Reynt var að fá mynd af áhættuþáttum, fylgikvillum og afdrifum sjúklinganna. Um var að ræða 166 tilfelli af kransæðastíflu hjá 145 sjúklingum. Karlar voru 106 og konur 60. Kynjahlutfall var 1,7:1. Meðalaldur sjúklinganna var 69 ár (konur 73 ár, karlar 67 ár). Fjörutíu og sjö sjúklingar yngri en 70 ára lögðust inn fyrstu fjórar klukkustundirnar eftir að einkenni hófust. Af þeim höfðu 44 infarctus transmuralis. Sjö þeirra fengu streptokinasameðferð. Meðalaldur þeirra var 55 ár og einn þeirra dó (ruptura cordis). Sextán konur (27%) og 16 karlar (15%) létust meðan á sjúkrahúsvist stóð. Heildardánarhlutfall var þannig 19%. Af 100 sjúklingum sem fengu kransæðastíflu í fyrsta sinn létust 17 eða 17%. Af 66 sjúklingum sem höfðu fengið kransæðastíflu áður létust 15 eða 23%. Tíðni endurtekinna kransæðastíflna var 40%. Samtals 103 sjúklingar fengu hjartsláttartruflun eða 62%. Sextíu og sex sjúklingar voru með hjartsláttartruflun við komu. Tuttugu og þrír þeirra fengu ekki hjartsláttartruflun síðar í legunni og dó aðeins einn þeirra. Áttatíu sjúklingar fengu hjartsláttartruflun síðar í legunni og dóu 24 þeirra eða 30%. Sleglatif, sleglaflökt, slegilsaukaslög og gáttatif sem komu í legu boðuðu verri horfur. Hjartabilaðir töldust 59 og létust 23 þeirra eða 39%. Þrjátíu sjúklingar töldust hafa farið í lost og létust 20 þeirra eða 67%. Reykingar reyndust algengasti áhættuþáttur hjá körlum 67% en 39% hjá konum. Aðrir áhættuþættir reyndust algengari hjá konum; háþrýstingur 67% og sykursýki 28%. Afdrif sjúklinga meðan á sjúkrahúsvist stóð virðast góð miðað við það sem áður hefur verið lýst hér á landi, enda þótt meðalaldur hafi verið hár. Athygli vekur, hversu endurteknar kransæðastíflur voru algengar, hversu kynjahlutfall var lágt og hversu algengt var að sjúklingar hefðu háþrýsting (53%) og sykursýki (18%). Að lokum ber að geta þess að skráningu í sjúkraskrár var að sumu leyti ábótavant. Tilraun til að bæta skráningu með notkun sérhannaðra blaða fyrir sjúklinga með kransæðastíflu verður kynnt. GANGRÁÐSAÐGERÐIR Á LANDAKOTSSPlTALA 1979-1986 Ásgeir Jónsson. Landakotsspítali. Á árunum 1979-1986 voru framkvæmdar 58 gangráðsaðgerðir á Landakotsspítala. í 51 skipti var um fyrstu gangráðsaðgerð að ræða, í sjö skipti var skipt um gangráðsrafhlöðu. Þrjátíu og fimm sjúklingar voru karlar, 23 konur. Sá yngsti var 55 ára, sá elsti 94 ára. Meðalaldur var 78 ár. Ástæða aðgerðar var í nær öllum tilvikum einhvers konar hægur hjartsláttur. Aðaleinkenni var yfirlið hjá 37 sjúklingum, hjartabilun hjá 13 og svimi hjá 8. Margir sjúklingar höfðu að sjálfsögðu tvö eða öll þrjú einkennin. Algengustu hjartalínuritsbreytingar voru truflanir á gáttatakti (25 sjúklingar) 3° A-V rof (13) og hægur sinustaktur (9). Langalgengast var að kransæðasjúkdómur væri orsök hjartsláttartruflananna en 33 sjúklingar höfðu kransæðasjúkdóm. 1 öllum tilvikum var gangráðsvír komið fyrir í broddi hægra slegils og var notuð svokölluð »demand« gangráðsrafhlaða frá fyrirtækjunum Telectronics og Vitatron. í 38 sjúklinga var sett stillanleg gangráðsrafhlaða (multiprogrammable). Fjörutíu sjúklingar eru enn á lífi V/2-9 árum eftir gangráðsaðgerðina. Átján sjúklingar eru látnir. Sjúkdómur í hjarta- eða æðakerfi var líkleg orsök dauða í 15 tilvikum. Einn dó úr lungnabólgu, tveir úr krabbameini. Fylgikvillar við aðgerð eða meðan á sjúkrahúsdvöl stóð voru engir. Síðkomnir fylgikvillar voru fáir. I tveim tilvikum þurfti að gera aðgerð vegna gats á húð yfir gangráðsrafhlöðunni. f öðru tilvikinu nægði að færa til rafhlöðuna en í hinu tilvikinu þurfti að skipta um rafhlöðu. Einn sjúklingur fékk blóðsega í viðbeinsbláæð. Einn sjúklingur fékk hjartaþelsbólgu. í einu tilviki kom gat á gangráðsvír og þurfti að skipta um vírinn. BLÓÐÞRÝSTINGSLÆKKANDI ÁHRIF FELODIPINS OG HYDRALAZINS SEM VIÐBÓT VIÐ BETABLOKKAMEÐFERÐ. NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNAR Á 120 HÁÞRÝSTINGSSJÚKLINGUM Þorkell Guðbrandsson, B. Dahlöf, L. Hansson, T. Hellsing, S. Kullman, J. Kuylenstierna, J. Leppert, B. Möller, K. Skogström, A. Svcnsson, O. Svensson, L. Ugander. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Bækistöð samstarfshóps: Östra sjukhuset Gautaborg. Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá betri stýringu á blóðþrýstingi hjá 120 háþrýstingssjúklingum, sem höfðu ekki fengið viðunandi árangur af betablokkameðferð. Sem viðbótarmeðferð voru borin saman tvö æðaútvíkkandi lyf. Annars vegar hið vel þekkta Hydralazin og hins vegar nýr calciumblokki af dihydropyridin gerð - Felodipin, sem hefur mikla virkni á útæðar. Átta stöðvar tóku þátt í rannsókninni. Rannsóknin stóð í 12 vikur. Fyrstu fjórar vikurnar fengu sjúklingar viðbót af placebo við fyrri betablokkameðferð og síðan fengu sjúklingarnir af handahófi annað hvort Felodipin 5 mg x 2 eða Hydralazin 25 mg x 2 (double blind) ef hlébilsblóðþrýstingur í liggjandi stöðu var >95 mm Hg. Fjórum vikum stðar voru skammtarnir af Felodipin eða Hydralazin tvöfaldaðir ef hlébilsblóðþrýstingur í liggjandi stöðu var >90 mm Hg. Sextíu og einn sjúklingur fékk Felodipin og 59 sjúklingar Hydralazin. Meðalaldur og kynskipting var mjög lík í hópunum. Blóðþrýstingur í liggjandi stöðu þegar handahófsvalið var gert var 171/105 mm Hg í Felodipin-hópnum og 169/105 mm Hg í Hydralazin-hópnum. Eftir átta vikna meðferð hafði Felodipin lækkað blóðþrýsting í liggjandi stöðu í 138/86 mm Hg en Hydralazin í 153/95 mm Hg (p< 0.001). Meðalmismunur í blóðþrýstingslækkun milli Felodipins

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.