Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Síða 55

Læknablaðið - 15.01.1989, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 39 ATHUGUN Á VERKUN OG AUKAVERKUNUM LOVASTATINS Finnbogi Karlsson, Jón Þór Sverrisson, Þorkell Guðbrandsson. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Tilgangur: Að kanna blóðfitulækkandi áhrif Lovastatins og áhrif þess á blóðhag, blóðsykur, nýrnahag, lifrarhag, auk þess eftirlit með framkomu klínískra aukaverkana. Framkvœmd: Fjörutíu manna hópur, 28 karlar og 12 konur, aldur 35 til 73 ár, meðalaldur 54,5 ár. Hópurinn var valinn útfrá heildarkólesteróli >7,75 mmól/1 án þess að um afleidda blóðfituhækkun væri að ræða. Eftir fyrstu mælingu, sem sýndi hækkun á heildarkólesteróli, fékk hver einstaklingur leiðbeiningar um mataræði. Síðan voru mælingar endurteknar eftir nokkrar vikur. Við aðra mælingu var síðan hafin lyfjameðferð, 40 mg Lovastatins einu sinni daglega í sex vikur. Heildarkólesteról við upphaf lyfjagjafar var 7,75-11,65 mmól/1. Eftir sex vikur var heildarkólesteról 4,55-7,97 mmól/1. Lækkun var frá 13 til 46%. Lyfjameðferð var þá aukin hjá þeim sem voru >5,2 mmól/1 í 80 mg einu sinni á dag. Eftir 12 vikur hafði blóðfitulækkun haldist mikið til óbreytt hjá þeim er notuðu 40 mg og blóðfita hafði í flestum tilfellum lækkað enn frekar hjá þeim sem lyfjaskammtur hafði verið aukinn hjá. Blóðprufur og skoðun voru framkvæmdar á sex vikna fresti og er áætlað að gera svo í sex mánuði. I blóðprufum voru eftirfarandi mælingar fengnar: Rauður blóðhagur, hvít blóðkorn og deilitalning, blóðflögur og sökk, fastandi blóðsykur, nýrnahagur, lifrarhagur og kreatinfosfókínasi. Þá var athugað þvag fyrir sykri og eggjahvítu. Einnig var mæld blóðfita: Heildarkólesteról, þríglyceríðar og HDL-kólesteról. Nákvæm augnskoðun var framkvæmd í upphafi rannsóknar og verður fengin aftur eftir sex mánuði. Hjartarit var tekið í upphafi. Það verður endurtekið í lok rannsóknar. Niðurstöður: Veruleg lækkun hefur fengist á blóðfitu þegar eftir sex vikna meðferð með 40 mg Lovastatin. Sú lækkun hefur haldist að mestu með óbreyttum lyfjaskammti hjá þeim sem þegar lækkuðu niður fyrir markgildi 5,2 mmól/1, og enn frekari lækkun hefur orðið hjá flestum þeim sem lyfjaskammtur var aukinn hjá í 80 mg daglega. Engar alvarlegar klínískar, blóðmeinafræðilegar né meinefnafræðilegar aukaverkanir hafa komið í ljós. Út frá þessum bráðabirgðaniðurstöðum má álykta að Lovastatin sé áhrifamikð lyf til lækkunar á blóðfitu og þar með til að draga úr áhættu æðakölkunar. Einnig virðist lyfið vera án alvarlegra snemmtilkominna aukaverkana. NÝ AÐFERÐ VIÐ MEGRUN NOTKUN MAGABLÖÐRU Helga Magnúsdóttir, Ásgeir Theodórs, Ingigerður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, Gunnar Valtýsson, Vala Hildibrandsdóttir næringarráðgjafi, Tómas Zoéga, Anna Edda Ásgeirsdóttir næringarráðgjafi. Lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif magablöðru (gastric balloon) á sjúklinga, sem þjást af offitu og eru þátttakendur í skipulegri megrunaráætlun. Þátttakendur í rannsókninni eru 18 einstaklingar, 12 konur og 6 karlar. Aldur þeirra er frá 15 til 63 ára og meðalaldur 38,9 ár. í upphafi meðferðar voru sjúklingar á bilinu 95,5 til 160 kg. að þyngd (samanlögð heildarþyngd 2187 kg.), neðalþyngd 121 kg. Allir einstaklingar höfðu í upphafi BMI (body mass index) meira en 30. Helmingur einstaklinga (níu) höfðu líkamlega sjúkdóma samfara offitu. Að loknu ítarlegu mati (meltingarsérfræðings, innkirtlasérfræðings, geðlæknis og næringarráðgjafa) var gerð speglun á efri meltingarvegi og magablöðru (gastric balloon, Ballobes (R), DOT, APS, Danmörk) var komið fyrir um munn, niður í maga með þar til gerðum leiðara. Tuttugu blöðrum var komið fyrir í maga 18 sjúklinga. Lofti, 400 til 500 ml. var síðan blásið í blöðrurnar. Einstaklingarnir komu síðan vikulega í vigtun og viðtalsmeðferð (hjúkrunarfræðingur og næringarráðgjafi). Mögulegt er að meta árangur 14 sjúklinga með magablöðru sem fylgt var eftir í 8 til 23 vikur, meðaltal 13,4 vikur. Heildarmegrun er 204,1 kg., meðaltal 14,6 kg./einstakling, eða 1,1 kg. á viku. Magablaðra hefur nú verið fjarlægð úr fimm einstaklingum. Þeir höfðu þá haft blöðruna í 19 til 23 vikur, meðaltal 21 vika. Þyngdartap þeirra var 11 til 24 kg., meðaltal 18 kg. eða 0,8 kg./einstakling á viku. Eftir að blaðran var fjarlægð hefur einn einstaklingur hætt eftirliti, tveir hafa haldið áfram að megrast, (5,5 og 3,7 kg.) á 24 vikna tímabili. Tveir einstaklingar fengu aðra magablöðru til að megrast enn frekar (höfðu lést um 15 til 20 kg.). Nú eru níu einstaklingar með magablöðru, þrír karlar og sex konur. Eftirlit hefur staðið í 8 til 19 vikur, meðaltal 12,6 vikur. Megrun er 5,9 kg. til 32,3 kg., samtals 114,4 kg., 12,6 kg./einstakling (1,3 kg./viku). Engra aukaverkana varð vart við ísetningu magablaðranna. Allir einstaklingarnir (18) kvörtuðu um epigastric ónot í fyrstu einn til tvo sólarhringana, fimm (28%) kvörtuðu um krampakennda verki og uppköst fyrsta sólarhringinn. Loft lak úr einni blöðru (5%) á meðferðartímanum. Allir einstaklingar stunduðu sín fyrri störf meðan á eftirliti stóð. Engra síðkominna fylgikvilla varð vart. Álit: 1. Magablaðran minnkaði verulega hunguróþægindi og olli magafylli sem takmarkaði inntöku fæðu. 2. Snemmkomnar aukaverkanir voru fáar, en síðkomnar aukaverkanir voru engar. 3. Magablaðran auðveldaði flestum að hefja megrun. 4. Samanburðarrannsókn er nauðsynleg til að meta raunverulegan árangur magablöðru til megrunar. 5. Langtímaárangur er óviss og þarf að athuga frekar. LYFJANOTKUN SJÚKLINGA, SEM LEGGJAST INN Á LYFLÆKNINGADEILDIR Guðrún Pálsdóttir, Ástráður B. Hreiðarsson. Háskóli íslands lyfjafræði lyfsala, Lyflækningadeild Landspítalans. Lyfjanotkun var könnuð hjá öllum sjúklingum, sem lögðust inn á Lyflækningadeildir Landspítalans á tímabilinu 16. október til 16. nóvember 1987. Um var að ræða 241 sjúkling, 100 konur, meðalaldur 59.7 ± 16.9 ár, og 141 karl, meðalaldur 58.6 ± 14.2 ár. Við komu á spítalann voru 84.3% sjúklinga á einhverri lyfjameðferð, inni á deild fengu 96% lyf og 91.6% útskrifuðust á lyfjum. Meðalfjöldi lyfja á sjúkling við innlögn var 3.3 ±2.6 hjá konum en 2.8 ±2.6 hjá körlum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.