Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 58

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 58
42 LÆKNABLAÐIÐ or very little effect on (Ca2+), . This suggests that the purinoceptor involved is of the P2Y-subtype (Gen. Pharmacol. 1985, 16: 433-40). The effect of ATP on (Ca2+)| was enhanced by increasing Mg2+ concentration of the incubation buffer from 1,2 mM to 3,6 mM (at higher Mg2+ concentrations the effect became suppressed). In sodium-free buffer the effect of ATP (1 x ÍO-4 M) was the same or even enhanced, possibly due to increased release of Ca2+ from intracellular stores (basal levels of (Ca2+), were increased in these cells due to lack of Na+/Ca2+ exchange). The potassium ionophore valinomycin (1 x 10“6 M) blocked the effect of ATP on (Ca2+)i, suggesting that depolarization of the sarcolemma was involved in the effect of extracellular ATP on (Ca2+)i . Oxonol V or bisoxonol (Biochemistry 1976, 15: 5094-105) were used to further study changes in plasma membrane potential of the myocytes. A striking resemblance was observed in the fluorescence pattern of bisoxonol or oxonol V and fura-2 in myocytes subjected to the various adenine nucleotides. ATP caused a concentration-dependent increase in bisoxonol fluorescence (depolarization) over the whole range of ATP concentrations (1 x 10" M—5 x 10" M). Like the effect of ATP on (Ca2+),, the depolarizing effect of ATP was transient, and a second application of ATP had little or no effect. Thus ATP-induced desensitization seems to be due to inability of ATP to depolarize the sarcolemma. Adenosine (1 x 10" M) alone had no effect on the membrane potential, and AMP, ADP, or the slowly hydrolyzable ATP analogues, had limited effect compared with ATP. Pretreatment of cells with valinomycin blocked the depolarizing effect of ATP. -We suggest that extracellular ATP binds to P2Y-purinoceptors on the sarcolemma of rat cardiac ventricular myocytes, and that ATP is rapidly hydrolyzed upon receptor binding. The energy and phosphate groups released during ATP hydrolysis may be necessary for phosphorylation and depolarization of voltage-dependent Ca2+-channels of the sarcolemma, through which extracellular Ca2+ fluxes. The influx of extracellular Ca2+ may trigger release of Ca2+ from intracellular stores, which accounts for most of the increase in (Ca2+), caused by extracellular ATP. ÓNÆMI ÆÐAÞELS GEGN ENDURHVATNINGU TIL PROSTASÝKLÍNFRAMLEIÐSLU. KÖNNUN Á HUGSANLEGU STÝRIKERFI Haraldur Halldórsson, Guðmundur Þorgeirsson. Rannsóknastofa í lyfjafræöi Háskóla íslands, Lyflækningadeild Landspítalans. Æðaþelsfrumur sem meðhöndlaðar eru með histamíni eða þrombíni svara með framleiðslu inósitólfosfata, sem valda hækkun á calsíumstyrk í frumunum, sem er nauðsynleg til að arakídónsýra losni og prostasýklín myndist. Annarri hvatningu með sama hvata svara frumurnar hins vegar hvorki með myndun inósítólfosfata né prostasýklíns. Rannsóknir beinast nú að orsökum þessarar ónæmismyndunar og skal hér gerð grein fyrir samanburði á ónæmi sem verður þegar hvatt er með náttúrlegum hvata eins og histamíni eða þrombíni og þegar prótínkínasi C er hvattur með phorbol 12-myristat 13-acetati (TPA). Æðaþelsfrumur voru ræktaðar úr bláæðum naflastrengja og merktar með 3H-inósitóli. Eftir hvatningu voru vatnsleysanleg inósitólfosföt aðskilin á jónskiptasúlum og geislavirkni þeirra mæld í sindurteljara. Þegar frumurnar höfðu verið hvattar með þrombíni svöruðu þær nánast ekkert næstu þrombínhvatningu, en svar við histamínhvatningu var hins vegar lítt skert í samanburði við frumur, sem aðeins höfðu komist í snertingu við buffer. Með sama hætti var svar við histamínhvatningu mjög minnkað í frumum sem áður höfðu verið meðhöndlaðar með histamíni, en svar þeirra fruma við þrombíni var hins vegar lítt skert. Þessar niðurstöður benda til að ónæmi æðaþelsfruma eftir hvatningu með náttúrlegum hvata sé bundið við sama hvata (homologous desensitization). Niðurstöður úr tilraunum með TPA gáfu hins vegar gagnstæða niðurstöðu. Ef frumurnar voru fyrst meðhöndlaðar með þessum forbólestra varð um það bil 70% minni myndun inósitólfosfata hvort sem frumurnar voru síðan hvattar með histamíni eða þrombíni. TPA veldur þannig ósérhæfðu ónæmi gegn hvatningu náttúrlegra hvata (heterologous desensitization). Prótínkínasa C hemillinn l-(5-isoquiolinesulfonyl)-2-methyl piperazine dihydrochloride (H-7) í styrk á bilinu 50-200 uM dró mjög úr ónæmismyndun af völdum TPA, en hafði engin áhrif á ónæmi, sem fylgir hvatningu frumanna með þrombíni. Af þessum niðurstöðum má álykta, að þótt virkjun prótínkínasa C kunni að hafa áhrif á myndun inósitólfosfata í æðaþelsfrumum sem hvattar eru til að mynda prostasýklín, þá er slík virkjun ekki líkleg til að orsaka hið sértæka ónæmi sem verður eftir hvatningu með náttúrlegum hvötum eins og histamíni og þrombíni. MYNDUN INÓSITÓLFOSFATA OG PROSTASÝKLÍNS í ÆÐAÞELI EFTIR ÖRVUN G-PRÓTÍNA MEÐ ÁLFLÚORÍÐI Magnús K. Magnússon, Haraldur Halldórsson, Matthías Kjeld, Guðmundur Þorgeirsson. Rannsóknastofa í lyfjafræði Háskóla íslands, Lyflækningadeild Landspítalans, Rannsóknastofa Landspitalans í meinefnafræði. Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að inósitólfosfata boðkerfið er hlekkur í myndun prostasýklíns (PGI2) í æðaþeli. Eftir að hvati á borð við histamín eða þrombín hefur bundist viðtaka á yfirborði frumunnar virkjast fosfólípasi C, sem klýfur fosfatidylinósitólbisfosfat og myndast þá inósitóltrisfosfat og diacylglyceról, sem bæði eru virk boðefni innan frumunnar. Tengsl viðtaka og fosfólípasa C eru enn óþekkt, en sett hefur verið fram sú kenning að sérstakt tengiprótín, G-prótín, miðli boðum þarna á milli. Til að kanna hlutverk G-prótína í framleiðslu inósitólfosfata og PGI2 í æðaþeli var álflúoríði (A1F4), sem örvar G-prótín með ósértækum hætti, bætt út í æti æðaþelsfruma sen ræktaðar voru úr bláæðum naflastrengja og merktar með 3H-inósitóli. Inósitólfosföt voru aðskilin á jónskiptasúlum og magn geislavirks inósitóls í hinum ýmsu samböndum mælt með sindurtalningu. Myndun PGI2 var metin með geislamótefnamælingu (radioimmunuassay) á PG6ketoF, sem er stöðug niðurbrotsafurð PGI2. A1F4 stóreykur framleiðslu bæði á inósitólfosfötum og PGI2, en svörunin kemur miklu seinna en þegar viðtaki

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.