Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 567 Auknar veikindafjarvistir kvenna Eftirtektarvert er að fjarvistir vegna veikinda hafa nær ein- göngu aukist í kvennastéttum. Þetta kemur heim og saman við það að vinnutími kvenna á aldr- inum 34 til 61 árs jókst marktækt á árunum 1968-1991. þótt vinnu- tími karla ykist ekki að sama skapi. Því er talið líklegt að þessar fjarvistir tengist aukinni streitu og vinnuálagi. Þegar jafnframt er haft í huga að streitutíðni meðal hjúkrunar- fræðinga og lækna er með því hæsta sem gerist meðal vinn- andi stétta hér á landi er ljóst að draga verður úr vinnuálagi, sér- staklega meðal kvenna á sjúkra- húsum. Samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunarsviði Borgarspítalans hefur vinnuálag þar aukist mjög mikið á árunum 1992-1995. í heild hefur fjarvistum samt sem áður fækkað á árunum 1992- 1994, en séu veikindafjarvistir einstakra starfshópa eftir deild- um skoðaðar, sjást verulegar breytingar milli ára og sérstak- lega hefur fjarvistum vegna veikinda fjölgað á bráðadeild- um, svo sem gjörgæslu-, rönt- gen-, svæfingar- og skurðstofu- deildum. Mest ber á veikinda- fjarvistum meðal sjúkraliða, Sóknarkvenna, aðstoðar- manna, sálfræðinga, félags- fræðinga, fóstra og hjúkrunar- fræðinga. Á móttökudeildum Landspít- alans hefur hjúkrunarálag auk- ist frá árinu 1992, sem dæmi má nefna deild 33C en þar fjölgaði sjúklingum sem þörfnuðust stöðugs eftirlits allan sólar- hringinn um 15,4% milli áranna 1992 og 1993. Hafa ber í huga að á sama tíma hefur bráðasjúkra- húsum í Reykjavík fækkað úr þremur í tvö. Á tímabilinu 1992- 1994 hafa veikindafjarvistir aukist mest á geðdeild, tauga- lækningadeild, almennum göngudeildum og lungnadeild. Veikindafjarvistir hafa einnig aukist mikið á ræstingarsviði enda er yfirleitt fyrst tekið til við sparnað þar. I sparnaðarskyni er nú yfirleitt ekki leyfilegt að kalla starfsfólk á aukavakt ef álag á deildum eykst og eykur það verulega á erfiðleika starfs- fólks. Á Landakotsspítala hafa veikindafjarvistir aukist á bráða- og öldrunardeildum en ekki á legudeildum. Niðurstöður Niðurstöður skýrslunnar eru þær að fjarvistir hafi aukist um 50-90% á árunum 1993-1994 hjá mörgum starfsstéttum á sér- greinasjúkrahúsunum í Reykja- vík, einkum hjá hjúkrunarfræð- ingum, sjúkraliðum, röntgen- tæknum og starfsfólki í ræstingu. Fjarvistir virðist svip- aðar eða jafnvel orðnar meiri en í nágrannalöndunum. í Skandi- navíu er tíðni veikindafjarvista hjá hjúkrunarfræðingum 15-18 dagar á ári. Nú bregður svo við að veikindafjarvistir hjúkrunar- fræðinga á sambærilegum sjúkrahúsum í Reykjavík eru orðnar meiri. Samfara auknum veikindafjarvistum kemur fram að vinnuálag hefur aukist veru- lega. Nauðsynlegt er talið að fylgj- ast betur með starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks, bæta skráningu og fylgjast með starfsanda. í lokin er bent á nið- urstöður tveggja kannana land- læknisembættisins, þar sem fram kemur afgerandi vilji fólks til þess að veita bráðaþjónustu forgang fram yfir aðra þjónustu. -bþ- Heimildir 1. Ólafur Ólafsson, Ásta Ólafsdóttir, Magnús Baldursson, Vilborg Ingólfs- dóttir. Veikindafjarvistir heilbrigdis- starfsfólks á sérfræðisjúkrahúsum. Reykjavík: Landlæknisembættið, 1995. 2. Social security in the Nordic countries. Köbenhavn: Nord, 1993. 3. Sigríður Haraldsdóttir, Ólafur Ólafs- son. Sérgreinasjúkrahús á íslandi og í Danmörku. Samanburður á fjölda rúma, útskrifta og legudaga miðað við mannafla. Læknablaðið/Fréttabréf lækna 1993; U(12): 18-21. * Askrifendur erlendis Munið að tilkynna breytt heimilisfang til blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.